Lífið

Þolir ekki hárgreiðslu Tommy Shelby úr Peaky Blinders

Andri Eysteinsson skrifar
Murphy vill heldur leyfa lokkunum að flæða en að skarta Peaky Blinders greiðslunni.
Murphy vill heldur leyfa lokkunum að flæða en að skarta Peaky Blinders greiðslunni. Getty
Sýningar eru hafnar í Bretlandi á fimmtu þáttaröð Peaky Blinders, sjónvarpsþátta um samnefnt glæpagengi frá borginni Birmingham. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og hefur haft áhrif á fataval fjölmargra og sama má segja um hárgreiðslur.

Aðalsprauturnar í Peaky Blinders-genginu eru Shelby bræður og er Tommy Shelby þeirra fremstur

Shelby er leikinn af írska leikaranum Cillian Murphy. Í viðtali við blaðið Woman and Home segist Murphy ekki skilja af hverju hárgreiðslan sem hann skartar í hlutverki sínu sé svo vinsæl.

„Fólk biður um Peaky-klippingu. Það er ótrúlegt að fólki líki þetta, ég er ekki hrifinn af þessu.“ Segir leikarinn sem segir að hann þekkist of auðveldlega þegar hann er með rakaðar hliðar og síðan topp.

„Það er ekki fyrr en ég er með klippinguna sem fólk byrjar að kalla. Þegar ég er venjulegur þá get ég farið í strætó og fólk áreitir mig ekki,“ segir hinn 43 ára gamli Cillian Murphy.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.