Skjöl sýna hvernig Facebook gerði lítið úr áhyggjum vegna Cambridge Analytica Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 23:45 Mark Zuckerberg er stofnandi og forstjóri Facebook. Hér sést hann koma fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum vegna rannsóknar á Cambridge Analytica-skandalnum. vísir/getty Skjöl þar sem sjá má samskipti á milli starfsmanna samfélagsmiðlarisans Facebook á haustmánuðum 2015 sýna hvernig gert var lítið úr áhyggjum þar innanhúss vegna greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Cambridge Analytica komst ólöglega yfir persónuupplýsingar frá tugum milljóna notenda Facebook og notaði þær meðal annars til þess að beina tilteknum auglýsingum að tilteknum hópum í kosningabaráttu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Fjallað er um samskipti starfsmanna Facebook á vef Guardian en blaðið afhjúpaði ólöglegar aðferðir Cambridge Analytica við gagnaöflun á Facebook í fyrra. Blaðið greindi reyndar frá því í desember 2015 að Cambridge Analytica hefði safnað gögnum frá Facebook án samþykkis notenda í tengslum við kosningabaráttu Ted Cruz í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016.Ted Cruz nýtti sér þjónustu Cambridge Analytica í forvali repúblikana árið 2015.vísir/gettyVildi fá upplýsingar um hvaða reglur giltu um gagnasöfnun pólitískra ráðgjafafyrirtækja Það var þó ekki fyrr en í mars á þessu ári sem stjórnendur Facebook viðurkenndu að sumir starfsmenn fyrirtækisins hefðu á haustmánuðum 2015 lýst áhyggjum sínum vegna þess sem þeir töldu óviðeigandi gagnasöfnun Cambridge Analytica í gegnum Facebook. Það var saksóknarinn í Washington D.C. sem fór fram á að fá skjölin með samskiptum starfsmannanna afhent í tengslum við málsókn á hendur Facebook vegna Cambridge Analytica-skandalsins. Samskiptin hófust þann 22. september 2015. Þá krefst einn starfsmaður Facebook þess að fá nánari upplýsingar um það hvaða reglur gilda innan fyrirtækisins um pólitísk ráðgjafafyrirtæki sem voru að nota gögn frá notendum Facebook í kosningabaráttum.Alexander Nix var forstjóri Cambridge Analytica.vísir/gettyCambridge Analytica stærst og öflugast „Okkur grunar að mörg þessara fyrirtækja séu í svipaðri gagnasöfnun, það stærsta og öflugasta hjá íhaldsmönnum er Cambridge Analytica… ófullkomið (vægt til orða tekið) fyrirtæki sem hefur grafið sig djúpt inn á okkar markað,“ segir í tölvupóstinum. Enginn virðist hafa svarað þessu í heila viku og því var sendur ítrekunarpóstur þar sem fram kemur að greiningarfyrirtækin séu að spyrjast fyrir um hvað megi og hvað megi ekki. Þá hefst umræða á meðal starfsmannanna og segir einn að líklegast sé þessi gagnaöflun ekki í samræmi við reglur Facebook. Það sé þó erfitt að segja til um það án þess að vita nánar hvernig Cambridge Analytica er að notfæra sér Facebook. Annar segir á móti að afar ólíklegt sé að greiningarfyrirtækin séu að brjóta einhverjar reglur Facebook. Fyrirtækið ætti ekki að vera að setja sig í samband við greiningarfyrirtækin nema það séu einhver hættumerki.„Getið þið hraðað skoðun ykkar á Cambridge Analytica?“ Samskiptin deyja svo út en starfsmennirnir taka aftur upp þráðinn eftir að Guardian fjallar um Cambridge Analytica, Facebook og kosningabaráttu Ted Cruz í desember 2015. „Getið þið hraðað skoðun ykkar á Cambridge Analytica eða að minnsta kosti sagt okkuar hver næstu skref eru? Því miður er þetta fyrirtæki núna orðið að PR-máli þar sem þessi frétt er á forsíðu á vef Guardian,“ skrifar einn starfsmaður í tölvupósti. Annar skrifar: „Hæ allir, þetta er aðalforgangsmálið núna. Þessi frétt var að koma í Guardian og aðrir fjölmiðlar eru byrjaðir að spyrjast fyrir. Við þurfum að finna út úr þessu eins fljótt og hægt er.“Aðstoðarforstjóri Facebook vill meina að ekkert nýtt komi fram í skjölunum.vísir/gettySegir ekkert nýtt koma fram í skjölunum Í bloggfærslu sem aðstoðarforstjóri Facebook, Paul Grewal, ritaði í dag sagði hann að skjölin sem saksóknarinn í Washington D.C. hefði opinberað í dag gætu valdið misskilningi. Vill hann meina að ekkert nýtt komi fram í skjölunum. Starfsmenn hafi aðeins verið að ræða sín á milli um orðróm sem kom frá keppinauti Cambridge Analytica um að greiningarfyrirtækið væri að taka til sín gögn. Verkfræðingur hjá Facebook hafi kannað málið og ekki fundið nein merki um að slíkt væri í gagni. „Okkur urðu á mistök með Cambridge Analytica og við höfum unnið hörðum höndum að því að laga þau. Við höfum lært heilmikið og sá lærdómur gerir okkur að betra fyrirtæki í framtíðinni,“ segir í færslu Grewal. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir Cambridge Analytica hafa verið eyðilagt af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. 6. júní 2018 23:15 Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00 Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Skjöl þar sem sjá má samskipti á milli starfsmanna samfélagsmiðlarisans Facebook á haustmánuðum 2015 sýna hvernig gert var lítið úr áhyggjum þar innanhúss vegna greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Cambridge Analytica komst ólöglega yfir persónuupplýsingar frá tugum milljóna notenda Facebook og notaði þær meðal annars til þess að beina tilteknum auglýsingum að tilteknum hópum í kosningabaráttu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Fjallað er um samskipti starfsmanna Facebook á vef Guardian en blaðið afhjúpaði ólöglegar aðferðir Cambridge Analytica við gagnaöflun á Facebook í fyrra. Blaðið greindi reyndar frá því í desember 2015 að Cambridge Analytica hefði safnað gögnum frá Facebook án samþykkis notenda í tengslum við kosningabaráttu Ted Cruz í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016.Ted Cruz nýtti sér þjónustu Cambridge Analytica í forvali repúblikana árið 2015.vísir/gettyVildi fá upplýsingar um hvaða reglur giltu um gagnasöfnun pólitískra ráðgjafafyrirtækja Það var þó ekki fyrr en í mars á þessu ári sem stjórnendur Facebook viðurkenndu að sumir starfsmenn fyrirtækisins hefðu á haustmánuðum 2015 lýst áhyggjum sínum vegna þess sem þeir töldu óviðeigandi gagnasöfnun Cambridge Analytica í gegnum Facebook. Það var saksóknarinn í Washington D.C. sem fór fram á að fá skjölin með samskiptum starfsmannanna afhent í tengslum við málsókn á hendur Facebook vegna Cambridge Analytica-skandalsins. Samskiptin hófust þann 22. september 2015. Þá krefst einn starfsmaður Facebook þess að fá nánari upplýsingar um það hvaða reglur gilda innan fyrirtækisins um pólitísk ráðgjafafyrirtæki sem voru að nota gögn frá notendum Facebook í kosningabaráttum.Alexander Nix var forstjóri Cambridge Analytica.vísir/gettyCambridge Analytica stærst og öflugast „Okkur grunar að mörg þessara fyrirtækja séu í svipaðri gagnasöfnun, það stærsta og öflugasta hjá íhaldsmönnum er Cambridge Analytica… ófullkomið (vægt til orða tekið) fyrirtæki sem hefur grafið sig djúpt inn á okkar markað,“ segir í tölvupóstinum. Enginn virðist hafa svarað þessu í heila viku og því var sendur ítrekunarpóstur þar sem fram kemur að greiningarfyrirtækin séu að spyrjast fyrir um hvað megi og hvað megi ekki. Þá hefst umræða á meðal starfsmannanna og segir einn að líklegast sé þessi gagnaöflun ekki í samræmi við reglur Facebook. Það sé þó erfitt að segja til um það án þess að vita nánar hvernig Cambridge Analytica er að notfæra sér Facebook. Annar segir á móti að afar ólíklegt sé að greiningarfyrirtækin séu að brjóta einhverjar reglur Facebook. Fyrirtækið ætti ekki að vera að setja sig í samband við greiningarfyrirtækin nema það séu einhver hættumerki.„Getið þið hraðað skoðun ykkar á Cambridge Analytica?“ Samskiptin deyja svo út en starfsmennirnir taka aftur upp þráðinn eftir að Guardian fjallar um Cambridge Analytica, Facebook og kosningabaráttu Ted Cruz í desember 2015. „Getið þið hraðað skoðun ykkar á Cambridge Analytica eða að minnsta kosti sagt okkuar hver næstu skref eru? Því miður er þetta fyrirtæki núna orðið að PR-máli þar sem þessi frétt er á forsíðu á vef Guardian,“ skrifar einn starfsmaður í tölvupósti. Annar skrifar: „Hæ allir, þetta er aðalforgangsmálið núna. Þessi frétt var að koma í Guardian og aðrir fjölmiðlar eru byrjaðir að spyrjast fyrir. Við þurfum að finna út úr þessu eins fljótt og hægt er.“Aðstoðarforstjóri Facebook vill meina að ekkert nýtt komi fram í skjölunum.vísir/gettySegir ekkert nýtt koma fram í skjölunum Í bloggfærslu sem aðstoðarforstjóri Facebook, Paul Grewal, ritaði í dag sagði hann að skjölin sem saksóknarinn í Washington D.C. hefði opinberað í dag gætu valdið misskilningi. Vill hann meina að ekkert nýtt komi fram í skjölunum. Starfsmenn hafi aðeins verið að ræða sín á milli um orðróm sem kom frá keppinauti Cambridge Analytica um að greiningarfyrirtækið væri að taka til sín gögn. Verkfræðingur hjá Facebook hafi kannað málið og ekki fundið nein merki um að slíkt væri í gagni. „Okkur urðu á mistök með Cambridge Analytica og við höfum unnið hörðum höndum að því að laga þau. Við höfum lært heilmikið og sá lærdómur gerir okkur að betra fyrirtæki í framtíðinni,“ segir í færslu Grewal.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir Cambridge Analytica hafa verið eyðilagt af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. 6. júní 2018 23:15 Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00 Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Segir Cambridge Analytica hafa verið eyðilagt af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. 6. júní 2018 23:15
Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00
Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08