Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 16:28 Pence og Katrín munu að öllum líkindum funda að kvöldi 4. september. Mynd/Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. Ráðherra lýsti þeirri afstöðu sinni á fundi með nýjum sendiherra Bandaríkjanna í dag. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að fundur Jeffrey Ross Gunther, sendiherrans nýja, og Katrínar hafi verið löngu ákveðinn. Um sé að ræða kurteisisheimsókn þegar nýr sendiherra sækir forsætisráðherra heim. Gunther opnaði á þann möguleika á fundinum að leitað yrði leiða til þess að Katrín og Pence gætu hist á meðan á dvöl hans á Íslandi stæði. Þá var sá möguleiki ræddur að Pence framlengdi dvöl sína svo þau gætu hist, eins og Fréttablaðið fullyrti í dag að stefnt væri að. Katrín lýsti sig að sögn Láru Bjargar reiðubúna til þess ef tími fyndist. Katrín heldur erindi á þingi Norræna verkalýðssambandsins í Malmö þann 3. september en þingið stendur til 5. september. Hún mun sitja fundinn 4. september en halda heim í framhaldinu.Sá ekki ástæðu til að breyta dagskrá sinni Ákvörðun Katrínar um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Pence hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Sú afstaða virðist þó hafa breyst eftir fund dagsins með bandaríska sendiherranum sem fyrr segir.Í tilkynningu frá Hvíta húsinu, sem send var þann 15. ágúst síðastliðinn, sagði að Pence myndi koma hingað til lands þann 4. september. Hann ætli sér að funda með forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þar sem meðal annars verður rætt um viðskipta- og varnarmál, ekki síst vegna framgöngu Rússlands á norðurslóðum. Daginn eftir myndi Pence síðan funda á Bretlandi og dagana 6. til 7. september yrði hann á Írlandi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fundavilji Katrínar breyti þessum fyrirætlunum Pence. Ef svo er má vænta yfirlýsingar frá Hvíta húsinu. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilbúin að funda með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna að kvöldi dags 4. september. Ráðherra lýsti þeirri afstöðu sinni á fundi með nýjum sendiherra Bandaríkjanna í dag. Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, segir í samtali við fréttastofu að fundur Jeffrey Ross Gunther, sendiherrans nýja, og Katrínar hafi verið löngu ákveðinn. Um sé að ræða kurteisisheimsókn þegar nýr sendiherra sækir forsætisráðherra heim. Gunther opnaði á þann möguleika á fundinum að leitað yrði leiða til þess að Katrín og Pence gætu hist á meðan á dvöl hans á Íslandi stæði. Þá var sá möguleiki ræddur að Pence framlengdi dvöl sína svo þau gætu hist, eins og Fréttablaðið fullyrti í dag að stefnt væri að. Katrín lýsti sig að sögn Láru Bjargar reiðubúna til þess ef tími fyndist. Katrín heldur erindi á þingi Norræna verkalýðssambandsins í Malmö þann 3. september en þingið stendur til 5. september. Hún mun sitja fundinn 4. september en halda heim í framhaldinu.Sá ekki ástæðu til að breyta dagskrá sinni Ákvörðun Katrínar um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Pence hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Sú afstaða virðist þó hafa breyst eftir fund dagsins með bandaríska sendiherranum sem fyrr segir.Í tilkynningu frá Hvíta húsinu, sem send var þann 15. ágúst síðastliðinn, sagði að Pence myndi koma hingað til lands þann 4. september. Hann ætli sér að funda með forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þar sem meðal annars verður rætt um viðskipta- og varnarmál, ekki síst vegna framgöngu Rússlands á norðurslóðum. Daginn eftir myndi Pence síðan funda á Bretlandi og dagana 6. til 7. september yrði hann á Írlandi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort fundavilji Katrínar breyti þessum fyrirætlunum Pence. Ef svo er má vænta yfirlýsingar frá Hvíta húsinu.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37 Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim. 23. ágúst 2019 15:37
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. 22. ágúst 2019 12:15
Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12