Öfgamaður á ferð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. ágúst 2019 07:00 Mike Pence er öfgamaður sem kennir sig við kristna trú en boðar fábreytni, umburðarleysi, bókstafstrú og óttastjórnun. Í orðum sínum og verkum hefur hann beitt sér gegn réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þó að auðvitað þurfi að sýna embætti varaforseta Bandaríkjanna kurteisi hljóta gestgjafar Mike Pence að taka á móti honum beinir í baki. Þess er vonandi að vænta að íslenskir ráðamenn minni Pence á það verðmætamat á manneskjum sem samfélag okkar grundvallast á: virðingu og umburðarlyndi, frelsi einstaklingsins og sjálfsákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama og lífi. Vonandi munu íslensk stjórnvöld líka færa í tal við hann þá mannvonsku sem lýsir sér í að skilja börn frá fjölskyldum sínum, og geyma við óboðlegar aðstæður. Og loks hljótum við að vænta þess að útskýrt verði fyrir honum hvernig hamfarahlýnun ógnar lífi á Jörðinni. Nú er árið 2019. Hafi Bandaríkjamenn einhvern tímann verið útvörður lýðræðis og mannréttinda í heiminum, sem svo sannarlega er umdeilanlegt, þá er það að minnsta kosti liðin tíð. Herlið hér á landi með Donald Trump sem æðsta yfirmann er ekki til þess fallið að vekja öryggiskennd. Þarf aðild okkar að Nató og þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi um varnir sjálfkrafa að tákna hernaðarlega viðveru Bandaríkjamanna hér? Varnarsamningurinn frá 1951 kann að vera formlega enn í gildi en Bandaríkjamenn hættu einhliða að uppfylla hann árið 2006. Þeir fóru. Viljum við þá aftur? Þó að Íslendingar eigi aðild að Nató – og við séum mörg sem teljum að þjóðin eigi að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og gangast undir skuldbindingar sem því fylgja – þá er ekki þar með sagt að Bandaríkjamenn eigi að standa hér fyrir hernaðaruppbyggingu, til að styrkja stöðu sína í kapphlaupi við að græða sem mest á hamfarahlýnun Jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Guðmundur Andri Thorsson Heimsókn Mike Pence Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Mike Pence er öfgamaður sem kennir sig við kristna trú en boðar fábreytni, umburðarleysi, bókstafstrú og óttastjórnun. Í orðum sínum og verkum hefur hann beitt sér gegn réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þó að auðvitað þurfi að sýna embætti varaforseta Bandaríkjanna kurteisi hljóta gestgjafar Mike Pence að taka á móti honum beinir í baki. Þess er vonandi að vænta að íslenskir ráðamenn minni Pence á það verðmætamat á manneskjum sem samfélag okkar grundvallast á: virðingu og umburðarlyndi, frelsi einstaklingsins og sjálfsákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama og lífi. Vonandi munu íslensk stjórnvöld líka færa í tal við hann þá mannvonsku sem lýsir sér í að skilja börn frá fjölskyldum sínum, og geyma við óboðlegar aðstæður. Og loks hljótum við að vænta þess að útskýrt verði fyrir honum hvernig hamfarahlýnun ógnar lífi á Jörðinni. Nú er árið 2019. Hafi Bandaríkjamenn einhvern tímann verið útvörður lýðræðis og mannréttinda í heiminum, sem svo sannarlega er umdeilanlegt, þá er það að minnsta kosti liðin tíð. Herlið hér á landi með Donald Trump sem æðsta yfirmann er ekki til þess fallið að vekja öryggiskennd. Þarf aðild okkar að Nató og þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi um varnir sjálfkrafa að tákna hernaðarlega viðveru Bandaríkjamanna hér? Varnarsamningurinn frá 1951 kann að vera formlega enn í gildi en Bandaríkjamenn hættu einhliða að uppfylla hann árið 2006. Þeir fóru. Viljum við þá aftur? Þó að Íslendingar eigi aðild að Nató – og við séum mörg sem teljum að þjóðin eigi að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og gangast undir skuldbindingar sem því fylgja – þá er ekki þar með sagt að Bandaríkjamenn eigi að standa hér fyrir hernaðaruppbyggingu, til að styrkja stöðu sína í kapphlaupi við að græða sem mest á hamfarahlýnun Jarðar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun