Lífið

Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Demi Lovato segist þurfa tíma til þess að vinna í sjálfri sér og ná bata.
Demi Lovato segist þurfa tíma til þess að vinna í sjálfri sér og ná bata. C Flanigan/Getty
Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki.

Ferrell tilkynnti að Lovato hefði bæst í leikarahópinn með því að senda Lovato afmæliskveðju á Twitter, en Lovato átti afmæli í gær, 27 ára gömul.

Í frétt á vef Entertainment Weekly segir að Lovato muni leika íslensku söngkonuna Katiönu sem í myndinni þyki vera ein allra besta söngkona Íslands.

Ljóst er að Ísland mun leika stórt hlutverk í myndinni sem segir frá íslensku söngvurunum Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem Will Ferrell og leikkonan þekkta Rachel McAdams munu leika.

Myndin verður tekin upp að hluta hér á landi og mun fjöldi Íslendinga fara með hlutverk í henni.

Þeirra á meðal er Björn Hlynur Haraldsson en hann ræddi við Vísi á dögunum um hlutverk sitt í myndinni, þar sem hann sagði henni meðal annars frá Birgittu Haukdal.

„Ég veit ekki hversu vel við eigum eftir að koma út úr þessu, Íslendingar það er að segja,“ sagði Björn Hlynur léttur.

Meðal annarra sem fara með hlutverk í myndinni er Pierce Brosnam sem mun leika myndarlegasta mann Íslands í myndinni. Tökur á myndinni standa nú yfir en myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.