Skoskur dómari hefur hafnað beiðni um að stöðva tímabundið áform Boris Johnson að fresta breska þinginu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dómsal í morgun. BBC greinir frá.
Ákvörðun Johnson sem staðfest var af Bretlandsdrottningu hefur valdið miklu uppnámi í Bretlandi. Hópur 75 þingmanna gerði þá kröfu um að fá úr því skorið hvort þingfrestun Johnson sé lögleg. Vildu þingmennirnir að frestunin yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri til meðferðar fyrir dómstólnum.
Dómarinn taldi ekki sannfærandi rök fyrir því að grípa inn í ákvörðun forsætisráðherra. Dómarinn samþykkti hins vegar að taka málið fyrir í heild sinni fyrr en til stóð. Á þriðjudaginn í stað næsta föstudags.
Dómarinn sagði það hagsmuni almennings og réttarins að málið fengi meðferð fyrr en síðar.
Taldi ekki ástæðu til að stöðva tímabundið áform Johnson
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
