Þingmenn skora hverjir á aðra vegna ákvörðunar Johnsons Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2019 06:15 Evrópusinnar mótmæltu útgöngunni fyrir utan þinghúsið í gær. Líkt og svo oft áður. Nordicphotos/AFP Áfram hélt umræðan í gær um þá ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra að fresta þingfundum. Drottning féllst á bón Johnsons á miðvikudag sem þýðir í raun að þingfundum verður frestað í annarri viku septembermánaðar og öll óafgreidd frumvörp fara aftur á byrjunarreit. Þar með er tíminn orðinn naumur fyrir þingmenn að festa í lög að samningslaus útganga úr ESB sé ekki í boði. Breskir stjórnmálamenn voru ýmist hrifnir eða reiðir vegna ákvörðunarinnar og sögðu andstæðingar ríkisstjórnarinnar á miðvikudag að Johnson hagaði sér einfaldlega eins og einræðisherra í málinu. Hann væri að ganga framhjá þinginu og hundsa þá staðreynd að í Bretlandi væri þingræði. Þessu var Johnson ekki sammála. Nætursvefninn gerði lítið til þess að lægja öldurnar. Jacob Rees-Mogg, harður Brexit-sinni sem stýrir því hvenær stjórnarfrumvörp eru lögð fram, reið á vaðið og skoraði á stjórnarandstæðinga að láta kné fylgja kviði eftir umræðu þeirra um vantraust á Johnson-stjórnina. „Þetta fólk sem er allt að væla og gnísta tönnum veit það fullvel að það hefur tvo kosti í stöðunni. Annar er að skipta um ríkisstjórn og hinn að breyta lögunum,“ sagði Rees-Mogg og bætti við: „Ef þið hafið hvorki hugrekkið né þorið til þess að gera annað hvort munum við ganga út þann 31. október í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ John McDonnell úr Verkamannaflokki tók áskoruninni ekki þegjandi. Sagði flokkinn opinn fyrir því að leggja fram vantrauststillögu sem og fyrir nýjum kosningum. „Ég vil hafa það algjörlega á hreinu, og þetta eru persónuleg skilaboð til Boris Johnson, láttu vaða.“ Verkamannaflokksmaðurinn var ekki sá eini sem ræddi um nýjar kosningar í gær. Ken Clarke, samflokksmaður Johnsons sem er þó alls ekki hrifinn af leiðtoganum, sagði það deginum ljósara að það væri einmitt markmið forsætisráðherrans. „Hann hefur ákveðið að hann vilji kosningar sem snúast um Breta gegn útlendingum, um Breta gegn þinginu, og hann blaðrar um að gera ríkið hið besta í heiminum, föðurlandsást og Trump-lega hluti.“ Barry Gardiner, viðskiptamálatalsmaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að á mánudag myndi þingið reyna að fara af stað með umræður um að banna samningslausa útgöngu. Þótt naumur meirihluti sé gegn slíkri útgöngu á þingi þykir óljóst hvort andstæðingar Johnsons innan Íhaldsflokksins myndu fella ríkisstjórnina. Skoskur dómstóll hlýddi í gær á málflutning í máli sem 75 þingmenn hafa höfðað til að fá úr því skorið hvort þingfrestunin sé lögleg. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Áfram hélt umræðan í gær um þá ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra að fresta þingfundum. Drottning féllst á bón Johnsons á miðvikudag sem þýðir í raun að þingfundum verður frestað í annarri viku septembermánaðar og öll óafgreidd frumvörp fara aftur á byrjunarreit. Þar með er tíminn orðinn naumur fyrir þingmenn að festa í lög að samningslaus útganga úr ESB sé ekki í boði. Breskir stjórnmálamenn voru ýmist hrifnir eða reiðir vegna ákvörðunarinnar og sögðu andstæðingar ríkisstjórnarinnar á miðvikudag að Johnson hagaði sér einfaldlega eins og einræðisherra í málinu. Hann væri að ganga framhjá þinginu og hundsa þá staðreynd að í Bretlandi væri þingræði. Þessu var Johnson ekki sammála. Nætursvefninn gerði lítið til þess að lægja öldurnar. Jacob Rees-Mogg, harður Brexit-sinni sem stýrir því hvenær stjórnarfrumvörp eru lögð fram, reið á vaðið og skoraði á stjórnarandstæðinga að láta kné fylgja kviði eftir umræðu þeirra um vantraust á Johnson-stjórnina. „Þetta fólk sem er allt að væla og gnísta tönnum veit það fullvel að það hefur tvo kosti í stöðunni. Annar er að skipta um ríkisstjórn og hinn að breyta lögunum,“ sagði Rees-Mogg og bætti við: „Ef þið hafið hvorki hugrekkið né þorið til þess að gera annað hvort munum við ganga út þann 31. október í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ John McDonnell úr Verkamannaflokki tók áskoruninni ekki þegjandi. Sagði flokkinn opinn fyrir því að leggja fram vantrauststillögu sem og fyrir nýjum kosningum. „Ég vil hafa það algjörlega á hreinu, og þetta eru persónuleg skilaboð til Boris Johnson, láttu vaða.“ Verkamannaflokksmaðurinn var ekki sá eini sem ræddi um nýjar kosningar í gær. Ken Clarke, samflokksmaður Johnsons sem er þó alls ekki hrifinn af leiðtoganum, sagði það deginum ljósara að það væri einmitt markmið forsætisráðherrans. „Hann hefur ákveðið að hann vilji kosningar sem snúast um Breta gegn útlendingum, um Breta gegn þinginu, og hann blaðrar um að gera ríkið hið besta í heiminum, föðurlandsást og Trump-lega hluti.“ Barry Gardiner, viðskiptamálatalsmaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að á mánudag myndi þingið reyna að fara af stað með umræður um að banna samningslausa útgöngu. Þótt naumur meirihluti sé gegn slíkri útgöngu á þingi þykir óljóst hvort andstæðingar Johnsons innan Íhaldsflokksins myndu fella ríkisstjórnina. Skoskur dómstóll hlýddi í gær á málflutning í máli sem 75 þingmenn hafa höfðað til að fá úr því skorið hvort þingfrestunin sé lögleg.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00
Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45
Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37