Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2019 16:07 Bercow var upphaflega þingmaður Íhaldsflokksins en hefur bakað sér óvinsældir flokksins vegna framgöngu sinnar í tengslum við Brexit. Vísir/EPA John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að láta af embættinu á næstu vikum. Hann varaði ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra á sama tíma við því að „niðurlægja“ þingið. Þingforsetinn hefur verið umdeildur, ekki síst í þeim hatrömmu deilum sem hafa geisað í þinginu vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bercow, sem hefur setið á þingi frá árinu 1997 og verið þingforseti frá 2009, er talinn hafa beygt þingsköp til að leyfa þingmönnum að andæfa stefnu ríkisstjórnarinnar í útgöngumálum. Hluti þingheims veitti Bercow standandi lófaklapp þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag. Sagðist hann ekki ætla að bjóða sig fram til endurkjörs samþykki þingið tillögu Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga í næsta mánuði.Sjá einnig:Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Líklegra er þó að þingið felli tillöguna um kosningar. Í því tilfelli sagðist Bercow ætla að hætta 31. október, sama dag og Bretar eiga að yfirgefa ESB að óbreyttu. „Við niðurlægjum þetta þing á eigin ábyrgð,“ sagði Bercow þegar hann greindi frá brotthvarfi sínu. Þingfundum verður frestað í mánuð eftir daginn í dag samkvæmt ákvörðun Johnson forsætisráðherra. Sú ákvörðun var talin tilraun hans til að koma í veg fyrir að þingið samþykkti frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings."This has been the greatest privilege and honour of my professional life"John Bercow receives a standing ovation from MPs, as he announces his intention to stand down as House of Commons Speakerhttps://t.co/e3Shcat2ql pic.twitter.com/TqtEmoI9yE— BBC Politics (@BBCPolitics) September 9, 2019 Bercow hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana vegna tilþrifa hans úr forsetastólnum. Hann er þekktur fyrir að skipa þingmönnum að róa sig á litríkan og oft kíminn hátt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að láta af embættinu á næstu vikum. Hann varaði ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra á sama tíma við því að „niðurlægja“ þingið. Þingforsetinn hefur verið umdeildur, ekki síst í þeim hatrömmu deilum sem hafa geisað í þinginu vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bercow, sem hefur setið á þingi frá árinu 1997 og verið þingforseti frá 2009, er talinn hafa beygt þingsköp til að leyfa þingmönnum að andæfa stefnu ríkisstjórnarinnar í útgöngumálum. Hluti þingheims veitti Bercow standandi lófaklapp þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag. Sagðist hann ekki ætla að bjóða sig fram til endurkjörs samþykki þingið tillögu Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga í næsta mánuði.Sjá einnig:Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Líklegra er þó að þingið felli tillöguna um kosningar. Í því tilfelli sagðist Bercow ætla að hætta 31. október, sama dag og Bretar eiga að yfirgefa ESB að óbreyttu. „Við niðurlægjum þetta þing á eigin ábyrgð,“ sagði Bercow þegar hann greindi frá brotthvarfi sínu. Þingfundum verður frestað í mánuð eftir daginn í dag samkvæmt ákvörðun Johnson forsætisráðherra. Sú ákvörðun var talin tilraun hans til að koma í veg fyrir að þingið samþykkti frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings."This has been the greatest privilege and honour of my professional life"John Bercow receives a standing ovation from MPs, as he announces his intention to stand down as House of Commons Speakerhttps://t.co/e3Shcat2ql pic.twitter.com/TqtEmoI9yE— BBC Politics (@BBCPolitics) September 9, 2019 Bercow hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana vegna tilþrifa hans úr forsetastólnum. Hann er þekktur fyrir að skipa þingmönnum að róa sig á litríkan og oft kíminn hátt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05