Sturlað stríð Kolbeinn Marteinsson skrifar 6. september 2019 07:00 Frá árinu 2016 hafa um 100 manns látist vegna ofneyslu lyfja. Ef 100 iðkendur golfs á Íslandi hefðu látist af slysförum á golfvellinum eða 100 hjólreiðamenn hefðu legið í valnum í umferðarslysum undanfarin fjögur ár væri hér búið að blása í þjóðarátak og setja ný lög og reglugerðir til að hamla gegn þessu. Af einhverjum ástæðum er ekki sami kraftur og krafa um aðgerðir vegna þessara 100 sem nú eru látnir. Kannski vegna þess að þau eru skilgreind sem afbrotamenn við neyslu ólöglegra lyfja. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða fyrir áföllum í æsku eru mun líklegri til að misnota vímuefni síðar á ævinni. Það er harður dómur ofan á erfiða æsku sem ekki batnar við fordæmingu og útskúfun samfélagsins. Þegar maður er jaðarsettur á botninum þá er leiðin upp nánast ómöguleg. Fíknivandi getur líka hent börn af góðum heimilum sem búið hafa við gott atlæti. Meirihluti fanga situr af sér dóma vegna fíknar og vandamála tengdra henni. Þetta kostar samfélagið mikla fjármuni. Þegar ég var unglingur var unglingadrykkja mikið vandamál. Unglingar í dag drekka minna en eldri kynslóðir en hafa mun greiðari aðgang að ólöglegum vímuefnum. Við náðum árangri gegn unglingadrykkju með forvörnum. Við eigum að gera það sama með önnur vímuefni og um leið kippa fótunum undan skipulögðum glæpahópum. Þá fjármuni sem sparast má nýta í forvarnir og meðferðarúrræði. Stríðið gegn fíkniefnum lýtur sömu lögmálum og önnur stríð þar sem fáir hagnast ævintýralega á meðan börn og saklaust fólk liggur í valnum. Fíkn í ólögleg vímuefni er ekki glæpur fremur en neysla áfengis, heldur heilbrigðisvandamál. Meðhöndlum hana sem slíka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Lyf Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2016 hafa um 100 manns látist vegna ofneyslu lyfja. Ef 100 iðkendur golfs á Íslandi hefðu látist af slysförum á golfvellinum eða 100 hjólreiðamenn hefðu legið í valnum í umferðarslysum undanfarin fjögur ár væri hér búið að blása í þjóðarátak og setja ný lög og reglugerðir til að hamla gegn þessu. Af einhverjum ástæðum er ekki sami kraftur og krafa um aðgerðir vegna þessara 100 sem nú eru látnir. Kannski vegna þess að þau eru skilgreind sem afbrotamenn við neyslu ólöglegra lyfja. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða fyrir áföllum í æsku eru mun líklegri til að misnota vímuefni síðar á ævinni. Það er harður dómur ofan á erfiða æsku sem ekki batnar við fordæmingu og útskúfun samfélagsins. Þegar maður er jaðarsettur á botninum þá er leiðin upp nánast ómöguleg. Fíknivandi getur líka hent börn af góðum heimilum sem búið hafa við gott atlæti. Meirihluti fanga situr af sér dóma vegna fíknar og vandamála tengdra henni. Þetta kostar samfélagið mikla fjármuni. Þegar ég var unglingur var unglingadrykkja mikið vandamál. Unglingar í dag drekka minna en eldri kynslóðir en hafa mun greiðari aðgang að ólöglegum vímuefnum. Við náðum árangri gegn unglingadrykkju með forvörnum. Við eigum að gera það sama með önnur vímuefni og um leið kippa fótunum undan skipulögðum glæpahópum. Þá fjármuni sem sparast má nýta í forvarnir og meðferðarúrræði. Stríðið gegn fíkniefnum lýtur sömu lögmálum og önnur stríð þar sem fáir hagnast ævintýralega á meðan börn og saklaust fólk liggur í valnum. Fíkn í ólögleg vímuefni er ekki glæpur fremur en neysla áfengis, heldur heilbrigðisvandamál. Meðhöndlum hana sem slíka.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar