Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 33-35 | Einar Rafn óstöðvandi þegar FH-ingar unnu fyrsta titil tímabilsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2019 21:45 FH vann fyrsta titil tímabilsins. mynd/hsí Bikarmeistarar FH unnu tveggja marka sigur á Íslandsmeisturum Selfoss, 33-35, eftir framlengingu í Meistarakeppni HSÍ í Hleðluhöllinni á Selfossi í kvöld. Einar Rafn Eiðsson átti magnaðan leik fyrir FH og skoraði 14 mörk úr 18 skotum. Ásbjörn Friðriksson tryggði FH framlengingu þegar hann jafnaði í 29-29 úr vítakasti í þann mund sem leiktíminn rann út. FH-ingar voru svo sterkari í framlengingunni og lönduðu sætum sigri. Þeir líta afar vel út fyrir tímabilið. Selfyssingar spiluðu líka vel og enginn haustbragur var á liðunum í kvöld. Selfoss byrjaði leikinn betur og Einar Baldvin Baldvinsson var heitur í markinu. Hann varði fimm skot á fyrstu sjö mínútunum en síðan ekki söguna meir í fyrri hálfleik. Annars var Einar Rafn í aðalhlutverki í fyrri hálfleiknum. Honum héldu engin bönd og hann skoraði átta mörk. Einar Rafn kom FH í fyrsta sinn yfir í 5-6 um miðjan fyrri hálfleik. FH var svo mun sterkara seinni hluta hans og fór með þriggja marka forskot til hálfleiks, 11-14. Öfugt við Einar Baldvin byrjaði Birkir Fannar Bragason rólega í marki FH en vann á eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Selfoss lék mun betri sókn í seinni hálfleik. Haukur Þrastarson var öflugur og samvinna hans og Atla Ævars Ingólfssonar frábær. Sá síðarnefndi kom Selfossi yfir, 19-18, í fyrsta skipti frá því í stöðunni 5-4. Selfyssingar náðu aðeins að hægja á Einari Rafni en í staðinn losnaði um Bjarna Ófeig Valdimarsson sem var frábær í seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru spennuþrungnar. Árni Steinn Steinþórsson kom Selfossi yfir, 29-28, en í næstu sókn fiskaði Jakob Martin Ásgeirsson víti sem Ásbjörn skoraði jöfnunarmarkið úr. FH var svo alltaf með frumkvæðið í framlengingunni þar sem Selfoss komst aldrei yfir. Einar Rafn og Ásbjörn drógu vagninn og þá varði Phil Döhler vel í marki gestanna.Af hverju vann FH? FH-ingar voru aðeins svalari í framlengingunni og fengu betri markvörslu. Annars skildi lítið á milli liðanna í kvöld. Þau áttu bæði mjög góða kafla en duttu niður þess á milli.Hverjir stóðu upp úr? Einar Rafn var óstöðvandi, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði átta mörk. Hann endaði með 14 mörk og var með frábæra skotnýtingu. Bjarni Ófeigur var mjög góður í seinni hálfleik og Ásbjörn vaknaði til lífsins í framlengingunni þar sem hann skoraði þrjú af sjö mörkum sínum. Einar Rafn, Bjarni og Ásbjörn skoruðu 28 af 35 mörkum FH. Döhler var góður í framlengingunni og hann lofar góðu fyrir FH. Atli Ævar var frábær á línunni hjá Selfossi og skoraði átta mörk úr níu skotum. Hergeir Grímsson skoraði einnig átta mörk en skotnýting hans var ekkert sérstök. Haukur skoraði sjö mörk og dældi út stoðsendingum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Selfoss var frekar einhæfur í fyrri hálfleik og fyrir Hauk var engin ógn fyrir utan. Hann tók sex af þeim sjö skotum sem útileikmenn þeirra tóku í fyrri hálfleik. Það lagaðist í þeim seinni og bæði Árni Steinn og Nökkvi Dan Elliðason létu til sín taka í auknum mæli. Einar Baldvin byrjaði fyrri og seinni hálfleikinn vel en datt síðan niður. Í heildina vörðu markverðir Selfoss 14 skot gegn 17 skotum FH.Hvað gerist næst? Þessi lið mætast í stórleik 1. umferðar Olís-deildarinnar eftir nákvæmlega viku, þá í Kaplakrika. Selfyssingar eiga ekki leik í millitíðinni á meðan FH-ingar mæta belgíska liðinu Vise í Kaplakrika í seinni leik liðanna í 1. umferð EHF-bikarsins. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli, 27-27.Sigursteinn: Held að Einar Rafn sé aðeins sáttari með þetta sjálfur „Það er frábært að koma hingað og vinna og ekki leiðinlegra að taka bikar með sér heim,“ sagði sigurreifur Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir sigurinn á Selfossi, 33-35, í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. FH-ingar voru komnir í erfiða stöðu, tveimur mörkum undir þegar skammt var eftir. En þeir sýndu styrk og tryggðu sér framlengingu sem þeir unnu svo. „Ég er mjög ánægður með karakterinn í liðinu. Leikmennirnir gáfust aldrei upp og það var til fyrirmyndar. Við gerðum fullt af mistökum en héldum haus og héldum áfram,“ sagði Sigursteinn. En hvað réði úrslitum í framlengingunni? „Aftur, karakterinn og viljinn til að vinna. Svo átti Phil [Döhler] nokkrar góðar vörslur sem héldu okkur inni í leiknum. Þetta var frábærlega gert.“ Einar Rafn Eiðsson fór hamförum í kvöld og skoraði 14 mörk. Sigursteinn var að vonum ánægður með hans frammistöðu. „Ég held að hann sé aðeins sáttari með þetta sjálfur,“ sagði Sigursteinn og hló. „En að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með hann.“Grímur: Vorum sterkir í vörn og sókn á köflum „Ég er bara svekktur að tapa. Það er fúlt og breytist ekkert. En svona fór þetta í dag,“ sagði Grímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss, eftir tapið fyrir FH í Meistarakeppninni í kvöld. Selfyssingar voru þremur mörkum undir í hálfleik, 11-14, en léku mun betur í seinni hálfleik. „Við eigum eftir að finna út úr því,“ sagði Grímur aðspurður hvað hefði breyst í seinni hálfleik. „Við skoðum það. Við vorum ekki nógu ákveðnir en það lagaðist. Ég er allavega ánægður með það.“ Selfoss var tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir en náði ekki að landa sigri. „Það var svekkjandi. En svona er sportið. Þetta er ekkert búið fyrr en lokaflautið gellur,“ sagði Grímur. Þrátt fyrir tap sá hann margt jákvætt við spilamennsku Selfoss. „Það var margt gott. Við vorum sterkir í bæði vörn og sókn á köflum og við vinnum áfram með það,“ sagði Grímur að lokum. Olís-deild karla
Bikarmeistarar FH unnu tveggja marka sigur á Íslandsmeisturum Selfoss, 33-35, eftir framlengingu í Meistarakeppni HSÍ í Hleðluhöllinni á Selfossi í kvöld. Einar Rafn Eiðsson átti magnaðan leik fyrir FH og skoraði 14 mörk úr 18 skotum. Ásbjörn Friðriksson tryggði FH framlengingu þegar hann jafnaði í 29-29 úr vítakasti í þann mund sem leiktíminn rann út. FH-ingar voru svo sterkari í framlengingunni og lönduðu sætum sigri. Þeir líta afar vel út fyrir tímabilið. Selfyssingar spiluðu líka vel og enginn haustbragur var á liðunum í kvöld. Selfoss byrjaði leikinn betur og Einar Baldvin Baldvinsson var heitur í markinu. Hann varði fimm skot á fyrstu sjö mínútunum en síðan ekki söguna meir í fyrri hálfleik. Annars var Einar Rafn í aðalhlutverki í fyrri hálfleiknum. Honum héldu engin bönd og hann skoraði átta mörk. Einar Rafn kom FH í fyrsta sinn yfir í 5-6 um miðjan fyrri hálfleik. FH var svo mun sterkara seinni hluta hans og fór með þriggja marka forskot til hálfleiks, 11-14. Öfugt við Einar Baldvin byrjaði Birkir Fannar Bragason rólega í marki FH en vann á eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Selfoss lék mun betri sókn í seinni hálfleik. Haukur Þrastarson var öflugur og samvinna hans og Atla Ævars Ingólfssonar frábær. Sá síðarnefndi kom Selfossi yfir, 19-18, í fyrsta skipti frá því í stöðunni 5-4. Selfyssingar náðu aðeins að hægja á Einari Rafni en í staðinn losnaði um Bjarna Ófeig Valdimarsson sem var frábær í seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru spennuþrungnar. Árni Steinn Steinþórsson kom Selfossi yfir, 29-28, en í næstu sókn fiskaði Jakob Martin Ásgeirsson víti sem Ásbjörn skoraði jöfnunarmarkið úr. FH var svo alltaf með frumkvæðið í framlengingunni þar sem Selfoss komst aldrei yfir. Einar Rafn og Ásbjörn drógu vagninn og þá varði Phil Döhler vel í marki gestanna.Af hverju vann FH? FH-ingar voru aðeins svalari í framlengingunni og fengu betri markvörslu. Annars skildi lítið á milli liðanna í kvöld. Þau áttu bæði mjög góða kafla en duttu niður þess á milli.Hverjir stóðu upp úr? Einar Rafn var óstöðvandi, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði átta mörk. Hann endaði með 14 mörk og var með frábæra skotnýtingu. Bjarni Ófeigur var mjög góður í seinni hálfleik og Ásbjörn vaknaði til lífsins í framlengingunni þar sem hann skoraði þrjú af sjö mörkum sínum. Einar Rafn, Bjarni og Ásbjörn skoruðu 28 af 35 mörkum FH. Döhler var góður í framlengingunni og hann lofar góðu fyrir FH. Atli Ævar var frábær á línunni hjá Selfossi og skoraði átta mörk úr níu skotum. Hergeir Grímsson skoraði einnig átta mörk en skotnýting hans var ekkert sérstök. Haukur skoraði sjö mörk og dældi út stoðsendingum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Selfoss var frekar einhæfur í fyrri hálfleik og fyrir Hauk var engin ógn fyrir utan. Hann tók sex af þeim sjö skotum sem útileikmenn þeirra tóku í fyrri hálfleik. Það lagaðist í þeim seinni og bæði Árni Steinn og Nökkvi Dan Elliðason létu til sín taka í auknum mæli. Einar Baldvin byrjaði fyrri og seinni hálfleikinn vel en datt síðan niður. Í heildina vörðu markverðir Selfoss 14 skot gegn 17 skotum FH.Hvað gerist næst? Þessi lið mætast í stórleik 1. umferðar Olís-deildarinnar eftir nákvæmlega viku, þá í Kaplakrika. Selfyssingar eiga ekki leik í millitíðinni á meðan FH-ingar mæta belgíska liðinu Vise í Kaplakrika í seinni leik liðanna í 1. umferð EHF-bikarsins. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli, 27-27.Sigursteinn: Held að Einar Rafn sé aðeins sáttari með þetta sjálfur „Það er frábært að koma hingað og vinna og ekki leiðinlegra að taka bikar með sér heim,“ sagði sigurreifur Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir sigurinn á Selfossi, 33-35, í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. FH-ingar voru komnir í erfiða stöðu, tveimur mörkum undir þegar skammt var eftir. En þeir sýndu styrk og tryggðu sér framlengingu sem þeir unnu svo. „Ég er mjög ánægður með karakterinn í liðinu. Leikmennirnir gáfust aldrei upp og það var til fyrirmyndar. Við gerðum fullt af mistökum en héldum haus og héldum áfram,“ sagði Sigursteinn. En hvað réði úrslitum í framlengingunni? „Aftur, karakterinn og viljinn til að vinna. Svo átti Phil [Döhler] nokkrar góðar vörslur sem héldu okkur inni í leiknum. Þetta var frábærlega gert.“ Einar Rafn Eiðsson fór hamförum í kvöld og skoraði 14 mörk. Sigursteinn var að vonum ánægður með hans frammistöðu. „Ég held að hann sé aðeins sáttari með þetta sjálfur,“ sagði Sigursteinn og hló. „En að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með hann.“Grímur: Vorum sterkir í vörn og sókn á köflum „Ég er bara svekktur að tapa. Það er fúlt og breytist ekkert. En svona fór þetta í dag,“ sagði Grímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss, eftir tapið fyrir FH í Meistarakeppninni í kvöld. Selfyssingar voru þremur mörkum undir í hálfleik, 11-14, en léku mun betur í seinni hálfleik. „Við eigum eftir að finna út úr því,“ sagði Grímur aðspurður hvað hefði breyst í seinni hálfleik. „Við skoðum það. Við vorum ekki nógu ákveðnir en það lagaðist. Ég er allavega ánægður með það.“ Selfoss var tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir en náði ekki að landa sigri. „Það var svekkjandi. En svona er sportið. Þetta er ekkert búið fyrr en lokaflautið gellur,“ sagði Grímur. Þrátt fyrir tap sá hann margt jákvætt við spilamennsku Selfoss. „Það var margt gott. Við vorum sterkir í bæði vörn og sókn á köflum og við vinnum áfram með það,“ sagði Grímur að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti