Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 10:37 Osprey-vélarnar eru að mestu notaðar til að flytja menn á milli staða en Hercules-vélunum var flogið til landsins með þeim og eru notaðar til stuðnings við Osprey-vélarnar. EPA/MARK R. CRISTINO Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. Um er að ræða þrjár flugvélar af gerðinni CV-22B Osprey, tvær af gerðinni C-130 Hercules og eina Lockheed C-5 Galaxy. Þá sáust tvær sjúkraþyrlur frá Bandaríkjunum á flugi yfir Reykjavík í síðustu viku. Viðbúnaður þessi er vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands á morgun og tengist vera flugvélanna hér á landi komu hans, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Osprey-vélarnar eru að mestu notaðar til að flytja menn á milli staða en Hercules-vélunum var flogið til landsins með þeim og eru notaðar til stuðnings við Osprey-vélarnar. Galaxy-flugvélin var notuð til að flytja búnað í tengslum við komu Pence. Pence fundar með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, á morgun. Hann ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Forsætisráðherra hittir bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli annað kvöld, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í gær.Sjá einnig: Styttist í Íslandsheimsókn PenceBandaríkin og Atlantshafsbandalagið ætla að standa að uppbyggingu mannvirkja á Keflavíkurflugvelli og víðar. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna frá 2016 um öryggis- og varnarmál. Snýr yfirlýsingin að uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu. Um er að ræða uppfærslu ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald.Sjá einnig: Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta áriSíðastliðinn fimmtudag var sprengjuþotu af gerðinni B-2 Spirit flogið óvænt til Keflavíkur og var það í fyrsta sinn sem slík flugvél kemur til landsins. Um er að ræða dýrustu flugvél sögunnar og er hún hönnuð til að bera kjarnorkuvopn og komast fram hjá ratsjám óvina.Sjá einnig: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heimsÍ fréttatilkynningu bandaríska flughersins kemur fram að æfingin hjálpi til við að nota Keflavíkurherstöðina sem útstöð fyrir B-2 og tryggja þannig að sprengjuþotan sé til reiðu sem trúverðugt afl til að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra í sífellt flóknara öryggisumhverfi. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. 6. maí 2019 20:58 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. Um er að ræða þrjár flugvélar af gerðinni CV-22B Osprey, tvær af gerðinni C-130 Hercules og eina Lockheed C-5 Galaxy. Þá sáust tvær sjúkraþyrlur frá Bandaríkjunum á flugi yfir Reykjavík í síðustu viku. Viðbúnaður þessi er vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands á morgun og tengist vera flugvélanna hér á landi komu hans, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Osprey-vélarnar eru að mestu notaðar til að flytja menn á milli staða en Hercules-vélunum var flogið til landsins með þeim og eru notaðar til stuðnings við Osprey-vélarnar. Galaxy-flugvélin var notuð til að flytja búnað í tengslum við komu Pence. Pence fundar með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, á morgun. Hann ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Forsætisráðherra hittir bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli annað kvöld, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í gær.Sjá einnig: Styttist í Íslandsheimsókn PenceBandaríkin og Atlantshafsbandalagið ætla að standa að uppbyggingu mannvirkja á Keflavíkurflugvelli og víðar. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna frá 2016 um öryggis- og varnarmál. Snýr yfirlýsingin að uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu. Um er að ræða uppfærslu ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald.Sjá einnig: Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta áriSíðastliðinn fimmtudag var sprengjuþotu af gerðinni B-2 Spirit flogið óvænt til Keflavíkur og var það í fyrsta sinn sem slík flugvél kemur til landsins. Um er að ræða dýrustu flugvél sögunnar og er hún hönnuð til að bera kjarnorkuvopn og komast fram hjá ratsjám óvina.Sjá einnig: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heimsÍ fréttatilkynningu bandaríska flughersins kemur fram að æfingin hjálpi til við að nota Keflavíkurherstöðina sem útstöð fyrir B-2 og tryggja þannig að sprengjuþotan sé til reiðu sem trúverðugt afl til að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra í sífellt flóknara öryggisumhverfi.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. 6. maí 2019 20:58 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. 6. maí 2019 20:58
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45