Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 14:25 Búast má við hörðum átökum á breska þinginu í vikunni en gert er ráð fyrir að stjórnarandstæðingar og uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum leggi fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings á morgun. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er nú sagður íhuga að boða til skyndikosninga samþykki þingið frumvarp um að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings í vikunni. Áður hefur verið sagt frá því að Johnson hafi hótað þingmönnum Íhaldsflokksins bannfæringu fylgi þeir ekki flokkslínunni. Nokkrir fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins eru sagðir ætla að greiða atkvæði með þingmönnum Verkamannaflokksins og öðrum til að koma í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings 31. október. Þingið ætlar að greiða atkvæði um frumvörp stjórnarandstöðunnar nú í vikunni.Breska ríkisútvarpið BBC og fleiri breskir fjölmiðlar vísa til heimildarmanna um að Johnson ræði nú af alvöru við ráðgjafa sína um að blása til kosninga. Hann hafi boðað til óvænts ríkisstjórnarfundar klukkan 16:00 að íslenskum tíma í dag. Þá ætli hann sér að ræða við þingmenn Íhaldsflokksins síðdegis. Næst á að kjósa til þings á Bretlandi árið 2022. Krefjist Johnson þess að kosningum verði flýtt þyrfti hann stuðning tveggja þriðju hluta þingheims. Fái hann slíkt samþykki réði hann hvenær kosið yrði en dagsetningin gæti orðið að stórpólitísku máli þar sem kosningarnar færu þá fram annað hvort rétt fyrir boðaða útgöngu úr Evrópusambandinu eða rétt eftir hana. Bretland Brexit Tengdar fréttir Blair segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vera einu leiðina Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera eina leiðina til að bæta ástandið þar í landi. Þá dró hann lögmæti úrgöngu Bretlands, án samnings, í efa. 2. september 2019 10:32 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er nú sagður íhuga að boða til skyndikosninga samþykki þingið frumvarp um að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings í vikunni. Áður hefur verið sagt frá því að Johnson hafi hótað þingmönnum Íhaldsflokksins bannfæringu fylgi þeir ekki flokkslínunni. Nokkrir fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins eru sagðir ætla að greiða atkvæði með þingmönnum Verkamannaflokksins og öðrum til að koma í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings 31. október. Þingið ætlar að greiða atkvæði um frumvörp stjórnarandstöðunnar nú í vikunni.Breska ríkisútvarpið BBC og fleiri breskir fjölmiðlar vísa til heimildarmanna um að Johnson ræði nú af alvöru við ráðgjafa sína um að blása til kosninga. Hann hafi boðað til óvænts ríkisstjórnarfundar klukkan 16:00 að íslenskum tíma í dag. Þá ætli hann sér að ræða við þingmenn Íhaldsflokksins síðdegis. Næst á að kjósa til þings á Bretlandi árið 2022. Krefjist Johnson þess að kosningum verði flýtt þyrfti hann stuðning tveggja þriðju hluta þingheims. Fái hann slíkt samþykki réði hann hvenær kosið yrði en dagsetningin gæti orðið að stórpólitísku máli þar sem kosningarnar færu þá fram annað hvort rétt fyrir boðaða útgöngu úr Evrópusambandinu eða rétt eftir hana.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Blair segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vera einu leiðina Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera eina leiðina til að bæta ástandið þar í landi. Þá dró hann lögmæti úrgöngu Bretlands, án samnings, í efa. 2. september 2019 10:32 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Blair segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vera einu leiðina Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera eina leiðina til að bæta ástandið þar í landi. Þá dró hann lögmæti úrgöngu Bretlands, án samnings, í efa. 2. september 2019 10:32
Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36