Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2019 10:30 Hluti þeirra fornbíla sem flutningabílarnir óku frá höfuðborgarsvæðinu í gær. Vísir/vilhelm Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. Farmur þeirra var ekki var verri gerðinni; tugir einstakra fornbíla sem óku um vegi landsins í lok ágúst og í byrjun september.Flutningabílarnir einir og sér vöktu athygli í gær, enda ekki á hverjum degi sem sjö bílaflutningabílar á vegum hins franska Prevost Transports trufla umferð á Kringlumýrarbraut.Sjá einnig: Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Fornbílarnir innaborðs voru alls 38 talsins og eru þeir í eigu belgískra og hollenskra bílaunnenda, sem virðast hafa notið akstursins ef marka má myndir og myndskeið sem fyrrnefnd ferðaskrifstofa hefur birt af ferðalaginu á netinu. Eins og sjá má af myndunum hér að neðan voru bílar á borð við Jaguar XK150DHC, árgerð 1960, Lagonda LG6, árgerð 1936, og Porsche 911, árgerð 1986 með í för. Þátttakendur greiddu sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir ferðina að sögn Morgunblaðsins, en innfalið var flutningur á bílnum, gisting á mörgum af betri hótelum landsins og kvöldverður „í hæsta gæðaflokki.“ Aukinheldur var þjónustubíll með í för, mannaður tveimur bifvélavirkjum, til að geta brugðist við ef eitthvað myndi bila í bílunum gömlu. Að sögn ferðaskrifstofunnar verður Íslandsferðin endurtekin að tveimur árum liðnum. Íslendingar ættu því ekki að láta sér bregða þó þeir rekist á fjölda fornbíla, eða flutningabíla á Kringlumýrarbraut, sumarið 2021. Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira
Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. Farmur þeirra var ekki var verri gerðinni; tugir einstakra fornbíla sem óku um vegi landsins í lok ágúst og í byrjun september.Flutningabílarnir einir og sér vöktu athygli í gær, enda ekki á hverjum degi sem sjö bílaflutningabílar á vegum hins franska Prevost Transports trufla umferð á Kringlumýrarbraut.Sjá einnig: Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Fornbílarnir innaborðs voru alls 38 talsins og eru þeir í eigu belgískra og hollenskra bílaunnenda, sem virðast hafa notið akstursins ef marka má myndir og myndskeið sem fyrrnefnd ferðaskrifstofa hefur birt af ferðalaginu á netinu. Eins og sjá má af myndunum hér að neðan voru bílar á borð við Jaguar XK150DHC, árgerð 1960, Lagonda LG6, árgerð 1936, og Porsche 911, árgerð 1986 með í för. Þátttakendur greiddu sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir ferðina að sögn Morgunblaðsins, en innfalið var flutningur á bílnum, gisting á mörgum af betri hótelum landsins og kvöldverður „í hæsta gæðaflokki.“ Aukinheldur var þjónustubíll með í för, mannaður tveimur bifvélavirkjum, til að geta brugðist við ef eitthvað myndi bila í bílunum gömlu. Að sögn ferðaskrifstofunnar verður Íslandsferðin endurtekin að tveimur árum liðnum. Íslendingar ættu því ekki að láta sér bregða þó þeir rekist á fjölda fornbíla, eða flutningabíla á Kringlumýrarbraut, sumarið 2021.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira
Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15