Stjórnarmyndun í Ísrael verður erfið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. september 2019 06:51 Avigdor Lieberman, forystumaður veraldlega hægriflokksins Yisrael Beitenu sem er klofningur út úr Líkúd-flokki Netanyahu. Vísir/Getty Líkúd-flokkurinn tapaði sjö þingsætum í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru á þriðjudag og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu er nú í enn verri stöðu til að mynda ríkisstjórn en hann var í kosningunum í apríl. Fylgistap Bláa og hvíta bandalags Benny Gantz var minna en samt upp á þrjá þingmenn. Flokkurinn er nú stærsti þingflokkurinn með 32 þingmenn en Líkúd hefur 31. Þessi niðurstaða samrýmist vel skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum sem sýndu hnífjafnt fylgi. Sigurvegari kosninganna er veraldlegi hægriflokkurinn Yisrael Beitenu undir stjórn Avigdor Lieberman, en flokkurinn er klofningur út úr Líkúd. Yisrael Beiteinu bætti við sig fjórum þingsætum, hefur nú níu þingmenn og er Lieberman talinn hafa öll spilin á hendi varðandi stjórnarmyndun. Lieberman hefur talað fyrir breiðri stjórn með báðum stóru flokkunum en óvíst er hver myndi leiða slíka stjórn. Netanyahu getur ekki myndað hægristjórn án aðkomu Lieberman. Sameinaður listi Arabaflokka vann einnig sigur, bætti við sig þremur þingsætum og hefur nú 13. Skýrist það af mikilli kosningaþátttöku ísraelskra Araba, 12 prósent meiri en í vor. Líkur eru á að hann verði áfram einangraður á þinginu. Fylgi smærri flokka, sem margir eru hægrisinnaðir og eiga sterkar rætur í gyðingdómi, breyttist lítið. Verkamannaflokkurinn, sem á rætur í hinum gamla Verkamannaflokki sem áður réð lofum og lögum í ísraelskum stjórnmálum, hélt sínum sex þingmönnum en flokkurinn hlaut mikinn skell í þingkosningunum í vor. Búist er við að stjórnarmyndun muni taka margar vikur, ef hún er þá möguleg eftir kosningarnar. Ljóst er að almenningur hefur litla þolinmæði fyrir þriðju kosningunum á árinu og því mikil pressa á leiðtogunum að útkljá málið. Tveggja flokka stjórn Líkúd og Bláa og hvíta bandalagsins hefur verið rædd. Vandamálið er að Gantz getur ekki unað Netanyahu að vera áfram forsætisráðherra, sérstaklega ekki eftir kosningaúrslitin og spillingarmál sem dómstólar munu taka fyrir í október. Netanyahu er sagður ekki geta tekið annað í mál en að hann sjálfur verði áfram forsætisráðherra eins og hann hefur verið undanfarin tíu ár. Breið stjórn á hægrivængnum, með Líkúd, Yisrael Beiteinu og heittrúuðum gyðingum er ekki líkleg nema að Lieberman brjóti odd af oflæti sínu og gangi gegn eigin kosningaloforðum. Deila Lieberman og smærri flokkanna snýst um kröfu þeirra um að ungir heittrúaðir gyðingar verði undanskildir herþjónustu. Bæði Netanyahu og Gantz hafa heitið að mynda stjórn þrátt fyrir slæma kosningu. „Á næstu dögum munum við byrja viðræður um að mynda sterka síoníska ríkisstjórn til að koma í veg fyrir hættulega and-síoníska,“ sagði Netanyahu á kosninganótt. Gantz talaði fyrir „breiðri stjórn sem endurspeglar vilja þjóðarinnar“, í sinni ræðu. Reuven Rivlin, forseti landsins, á ekki öfundsvert hlutskipti fyrir höndum. Í ljósi úrslitanna er talið að hann muni fyrst ræða við Gantz um stjórnarmyndunarumboð. Gantz þarf samt kraftaverk til að geta myndað stjórn með Aröbum, Verkamannaflokknum og Yisrael Beitenu. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Líkúd-flokkurinn tapaði sjö þingsætum í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru á þriðjudag og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu er nú í enn verri stöðu til að mynda ríkisstjórn en hann var í kosningunum í apríl. Fylgistap Bláa og hvíta bandalags Benny Gantz var minna en samt upp á þrjá þingmenn. Flokkurinn er nú stærsti þingflokkurinn með 32 þingmenn en Líkúd hefur 31. Þessi niðurstaða samrýmist vel skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum sem sýndu hnífjafnt fylgi. Sigurvegari kosninganna er veraldlegi hægriflokkurinn Yisrael Beitenu undir stjórn Avigdor Lieberman, en flokkurinn er klofningur út úr Líkúd. Yisrael Beiteinu bætti við sig fjórum þingsætum, hefur nú níu þingmenn og er Lieberman talinn hafa öll spilin á hendi varðandi stjórnarmyndun. Lieberman hefur talað fyrir breiðri stjórn með báðum stóru flokkunum en óvíst er hver myndi leiða slíka stjórn. Netanyahu getur ekki myndað hægristjórn án aðkomu Lieberman. Sameinaður listi Arabaflokka vann einnig sigur, bætti við sig þremur þingsætum og hefur nú 13. Skýrist það af mikilli kosningaþátttöku ísraelskra Araba, 12 prósent meiri en í vor. Líkur eru á að hann verði áfram einangraður á þinginu. Fylgi smærri flokka, sem margir eru hægrisinnaðir og eiga sterkar rætur í gyðingdómi, breyttist lítið. Verkamannaflokkurinn, sem á rætur í hinum gamla Verkamannaflokki sem áður réð lofum og lögum í ísraelskum stjórnmálum, hélt sínum sex þingmönnum en flokkurinn hlaut mikinn skell í þingkosningunum í vor. Búist er við að stjórnarmyndun muni taka margar vikur, ef hún er þá möguleg eftir kosningarnar. Ljóst er að almenningur hefur litla þolinmæði fyrir þriðju kosningunum á árinu og því mikil pressa á leiðtogunum að útkljá málið. Tveggja flokka stjórn Líkúd og Bláa og hvíta bandalagsins hefur verið rædd. Vandamálið er að Gantz getur ekki unað Netanyahu að vera áfram forsætisráðherra, sérstaklega ekki eftir kosningaúrslitin og spillingarmál sem dómstólar munu taka fyrir í október. Netanyahu er sagður ekki geta tekið annað í mál en að hann sjálfur verði áfram forsætisráðherra eins og hann hefur verið undanfarin tíu ár. Breið stjórn á hægrivængnum, með Líkúd, Yisrael Beiteinu og heittrúuðum gyðingum er ekki líkleg nema að Lieberman brjóti odd af oflæti sínu og gangi gegn eigin kosningaloforðum. Deila Lieberman og smærri flokkanna snýst um kröfu þeirra um að ungir heittrúaðir gyðingar verði undanskildir herþjónustu. Bæði Netanyahu og Gantz hafa heitið að mynda stjórn þrátt fyrir slæma kosningu. „Á næstu dögum munum við byrja viðræður um að mynda sterka síoníska ríkisstjórn til að koma í veg fyrir hættulega and-síoníska,“ sagði Netanyahu á kosninganótt. Gantz talaði fyrir „breiðri stjórn sem endurspeglar vilja þjóðarinnar“, í sinni ræðu. Reuven Rivlin, forseti landsins, á ekki öfundsvert hlutskipti fyrir höndum. Í ljósi úrslitanna er talið að hann muni fyrst ræða við Gantz um stjórnarmyndunarumboð. Gantz þarf samt kraftaverk til að geta myndað stjórn með Aröbum, Verkamannaflokknum og Yisrael Beitenu.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38
Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00