Caravan Haukur Örn Birgisson skrifar 17. september 2019 09:30 Ég á von á tvíburum. Þeir eru víst eineggja og eru væntanlegir í lok janúar. Fyrir eigum við tvö börn, sjö og níu ára. Ég reiknaði ekkert sérstaklega með því að eignast fleiri börn og er mjög sáttur með þessi tvö sem ég á fyrir. Fréttirnar af væntanlegri komu tvíburanna voru mér því svolítið sjokk. Nei, ég lýg því. Þær komu alveg flatt upp á mig. Gleði í stressleginni maríneringu. Ein af mínum fyrstu viðbrögðum voru að hafa áhyggjur af praktískum atriðum eins og skorti á svefnherbergjum, ráðningu á au-pair og bílnum mínum, sem nú þarf að skipta út. Það breytist víst margt þegar maður eignast þriðja og fjórða barnið, sérstaklega ef það gerist á einni nóttu. Allt í einu verður húsnæðið ekki nógu stórt, bíllinn of lítill og allt gamla barnadótið kemur að engum notum. Það passar ekkert fyrir tvíbura. Allt þarf að vera tvöfalt. En aftur að bílnum. Ég get ekki sagt að ég keyri um á mikilli drossíu en bíllinn minn er samt alveg ágætur. Mitsubishi Outlander, eins og helmingur þjóðarinnar á. Með hryllingi hugsa ég til þess að nú þurfi ég að aka um bæinn á sjö manna bíl. Til að gagn sé að honum þá þarf hann víst að vera með rennihurð. Ekki skánar hann við það. Gott ef rennihurðin verður ekki með parketklæðningu, eins og í bandarískum úthverfabíómyndum. Þvílík örlög. Það er alveg ljóst að þetta er að fara að kosta mig að minnsta kosti 400 töffarastig - og á ég nú ekkert alltof mörg fyrir. Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður. Strumpastrætó er líklegast það síðasta sem ég þarf á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég á von á tvíburum. Þeir eru víst eineggja og eru væntanlegir í lok janúar. Fyrir eigum við tvö börn, sjö og níu ára. Ég reiknaði ekkert sérstaklega með því að eignast fleiri börn og er mjög sáttur með þessi tvö sem ég á fyrir. Fréttirnar af væntanlegri komu tvíburanna voru mér því svolítið sjokk. Nei, ég lýg því. Þær komu alveg flatt upp á mig. Gleði í stressleginni maríneringu. Ein af mínum fyrstu viðbrögðum voru að hafa áhyggjur af praktískum atriðum eins og skorti á svefnherbergjum, ráðningu á au-pair og bílnum mínum, sem nú þarf að skipta út. Það breytist víst margt þegar maður eignast þriðja og fjórða barnið, sérstaklega ef það gerist á einni nóttu. Allt í einu verður húsnæðið ekki nógu stórt, bíllinn of lítill og allt gamla barnadótið kemur að engum notum. Það passar ekkert fyrir tvíbura. Allt þarf að vera tvöfalt. En aftur að bílnum. Ég get ekki sagt að ég keyri um á mikilli drossíu en bíllinn minn er samt alveg ágætur. Mitsubishi Outlander, eins og helmingur þjóðarinnar á. Með hryllingi hugsa ég til þess að nú þurfi ég að aka um bæinn á sjö manna bíl. Til að gagn sé að honum þá þarf hann víst að vera með rennihurð. Ekki skánar hann við það. Gott ef rennihurðin verður ekki með parketklæðningu, eins og í bandarískum úthverfabíómyndum. Þvílík örlög. Það er alveg ljóst að þetta er að fara að kosta mig að minnsta kosti 400 töffarastig - og á ég nú ekkert alltof mörg fyrir. Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður. Strumpastrætó er líklegast það síðasta sem ég þarf á að halda.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun