Sterk gróðurhúsalofttegund fylgifiskur aukinnar rafvæðingar Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2019 16:33 Fleiri orkuver tengjast nú raforkukerfum og það hefur kallað á aukna notkun SF6 sem einangrun í tengivirkjum. Vísir/EPA Losun kröftugrar gróðurhúsalofttegundar hefur aukist verulega í Evrópu undanfarin ár samfara aukinni rafvæðingu sem á að vinna gegn loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlað er að losunin frá rafmagnsiðnaði jafnist á við ársútblástur meira en milljóna bíla. Brennisteinshexaflúoríð er gastegund sem er notuð sem einangrun á háspennubúnað, meðal annars á Íslandi. Gasinu er ætlað að koma í veg fyrir skammhlaup og eldsvoða út frá rafmagni. Það er einnig ein öflugasta gróðurhúsalofttegund sem til er og veldur 23.500 sinnum meiri hlýnun en koltvísýringur, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Vegna breytinga í orkuframleiðslu sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur notkuð brennisteinshexaflúoríðs aukist mikið. Í stað stórra kolaorkuvera sem knýja raforkukerfi tengjast nú minni vind-, sólar- og gasorkuver kerfinu. Það hefur kallað á fleiri tengivirki sem þarf að einangra til að koma í veg fyrir slys.Spá 75% aukningu í notkun til 2030 BBC vísar í rannsókn Cardiff-háskóla um að á Bretlandi hafi notkun á SF6 aukist um 30-40 tonn á ári. Í Evrópusambandsríkjunum 28 hafi losun á gastegundinni numið jafngildi 6,73 milljóna tonna koltvísýrings árið 2017. Það jafnist á við útblástur frá 1,4 milljónum bíla yfir heilt ár. Gasið sleppur út í andrúmsloftið þegar það lekur frá rafmagnsinnviðum. Auk þess að vera mun öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur endist brennisteinshexaflúoríð lengi í lofthjúpi jarðar, allt að þúsund ár. Það brotnar ekki niður náttúrulega eða gengur í efnasambönd við önnur efni. Því þarf að finna annað efni í staðinn fyrir það og eyða því úr lofthjúpnum til að takmarka áhrif þess. SF6 er þó aðeins í snefilmagni í andrúmslofti jarðar og styrkur gassins er aðeins brotabrot af styrk koltvísýrings. Áhrif þess gætu þó orðið meiri í framtíðinni þar sem spáð er allt að 75% aukningu í notkun þess fram til ársins 2030. Rætt var um að banna notkun SF6 innan Evrópusambandsins árið 2014 en þær hugmyndir eru sagðar hafa orðið að engu vegna andstöðu iðnaðar. Til standi að endurskoða notkun SF6 á næsta ári en ólíklegt er talið að bann verði lagt við notkun þess fyrr en í fyrsta lagi árið 2025. Bretland Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Losun kröftugrar gróðurhúsalofttegundar hefur aukist verulega í Evrópu undanfarin ár samfara aukinni rafvæðingu sem á að vinna gegn loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlað er að losunin frá rafmagnsiðnaði jafnist á við ársútblástur meira en milljóna bíla. Brennisteinshexaflúoríð er gastegund sem er notuð sem einangrun á háspennubúnað, meðal annars á Íslandi. Gasinu er ætlað að koma í veg fyrir skammhlaup og eldsvoða út frá rafmagni. Það er einnig ein öflugasta gróðurhúsalofttegund sem til er og veldur 23.500 sinnum meiri hlýnun en koltvísýringur, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Vegna breytinga í orkuframleiðslu sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur notkuð brennisteinshexaflúoríðs aukist mikið. Í stað stórra kolaorkuvera sem knýja raforkukerfi tengjast nú minni vind-, sólar- og gasorkuver kerfinu. Það hefur kallað á fleiri tengivirki sem þarf að einangra til að koma í veg fyrir slys.Spá 75% aukningu í notkun til 2030 BBC vísar í rannsókn Cardiff-háskóla um að á Bretlandi hafi notkun á SF6 aukist um 30-40 tonn á ári. Í Evrópusambandsríkjunum 28 hafi losun á gastegundinni numið jafngildi 6,73 milljóna tonna koltvísýrings árið 2017. Það jafnist á við útblástur frá 1,4 milljónum bíla yfir heilt ár. Gasið sleppur út í andrúmsloftið þegar það lekur frá rafmagnsinnviðum. Auk þess að vera mun öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur endist brennisteinshexaflúoríð lengi í lofthjúpi jarðar, allt að þúsund ár. Það brotnar ekki niður náttúrulega eða gengur í efnasambönd við önnur efni. Því þarf að finna annað efni í staðinn fyrir það og eyða því úr lofthjúpnum til að takmarka áhrif þess. SF6 er þó aðeins í snefilmagni í andrúmslofti jarðar og styrkur gassins er aðeins brotabrot af styrk koltvísýrings. Áhrif þess gætu þó orðið meiri í framtíðinni þar sem spáð er allt að 75% aukningu í notkun þess fram til ársins 2030. Rætt var um að banna notkun SF6 innan Evrópusambandsins árið 2014 en þær hugmyndir eru sagðar hafa orðið að engu vegna andstöðu iðnaðar. Til standi að endurskoða notkun SF6 á næsta ári en ólíklegt er talið að bann verði lagt við notkun þess fyrr en í fyrsta lagi árið 2025.
Bretland Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira