Framsetning Hlyns skýrir áhrif skattbreytinga á fólkið í landinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2019 15:00 Athygli vekur að Hlynur starfar í fjármálaráðuneytinu. Vinna hans hvað þessa framsetningu ræðir er hins vegar að eigin frumkvæði í frítíma. Hlynur Hallgrímsson „fæst við örhermun og vélnám í R til spágerðar. Alltaf að plotta eitthvað“. Svo segir á Twitter-síðu Hlyns sem hefur sett fram afar skýra leið fyrir landsmenn að reikna út hvaða áhrif breytingar á tekjuskattkerfinu hefur fyrir það.Athugasemd ritstjórnar: Svo mikil umferð er á síðu Hlyns eftir að frétt Vísis birtist að hún liggur tímabundið niðri. Unnið er að viðgerð sem vonandi tekur aðeins skamma stund. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti breytingarnar á dögunum. Þar kom meðal annars fram að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlaði að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en árið hafði verið áætlað. Lækkunin ætti að koma að fullu fram árið 2021 en ekki 2022 eins og stefnt hafi verið að. „En hvaða áhrif hefur þetta fyrir mig?“ spyr vafalítið einn eða fleiri skattgreiðandi. Hlynur Hallgrímsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, hefur svarað þessu með eins einfaldri framsetningu og líklega hægt er að bjóða upp á. https://t.co/3iG3SFpVzHFékk flugu í hausinn um helgina að búa til smá kennslu-mælaborð fyrir tekjuskattskerfi. Ætla að pósta hér þegar það update-ast. Forsíðan = tvö waterfall plot.Þetta er bara mitt persónulega kvölddund og birt án nokkurar ábyrgðar (þetta er samt rétt) pic.twitter.com/bE8NEriDZw— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) September 9, 2019 Hlynur býður fólki að slá einfaldlega inn launin sín og sjá þar hvernig skattbyrðin breytist, hvernig nýttur persónuafsláttur breytist og að endingu, það sem allir eru að pæla í, hver breytingin verður á ráðstöfunartekjum. Þannig má sjá að ráðstöfunartekjur manns með 300 þúsund krónur í laun fara úr tæplega 240 þúsund krónum á mánuði árið 2019 í 242.500 krónur árið 2020 og tæplega 249 þúsund krónur árið 2021. Þær hækka því um níu þúsund krónur með breytingunum. „Ég er bara að leika mér að setja þetta upp á þann veg sem ég vil hafa þetta,“ segir Hlynur léttur í samtali við Vísi. Þetta sé alfarið gæluverkefnið hans og hafi aðeins tekið nokkra tíma. Á kvöldin að loknum vinnudegi. Það hjálpi til að hann þekki gögnin vel úr vinnu sinni í ráðuneytinu.Bjarni Benediktsson kynnti frumvarp til fjárlaga á föstudag.Fréttablaðið/AntonHann noti „open source“ tól sem sé honum að kostnaðarlausu. Þó ekki fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. „Ef ráðuneytið vildi setja fram gögnin með þessum hætti þá myndi kostnaðurinn hlaupa á milljónum,“ segir Hlynur. Framsetning Hlyns hefur vakið töluverða athygli og strax komnar fram óskir að hann taki inn í myndina greiðslur launþega starfsmanns. Þar falla undir greiðslur í lífeyrissjóð, tryggingagjald, gjald í stéttarfélag og borið saman við það sem endi í vasa launþegans. Hlynur tekur fram að miðað sé við 4% skattfrjálsan frádrátt í lífeyrissjóð til að fá tekjuskattsstofn viðkomandi. Það þýðir að fyrir fólk sem greiðir ekki 4% af tekjuskattsskyldum tekjum sínum í lífeyrissjóð, t.d. öryrkjar, ellilífeyrisþegar, og þeir sem eru með viðbótarlífeyrissparnað, þarf að líta á tekjuskattsstofninn sem birtist á grafinu, frekar en að fara eftir mánaðarlaunastikunni. „Á næstu dögum hyggst ég bæta við þeirri virkni að leyfa notandanum að velja frádráttarprósentu sína til að gera framsetninguna skýrari.“Tól Hlyns má skoða hér. Fjárlagafrumvarp 2020 Kjaramál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Hlynur Hallgrímsson „fæst við örhermun og vélnám í R til spágerðar. Alltaf að plotta eitthvað“. Svo segir á Twitter-síðu Hlyns sem hefur sett fram afar skýra leið fyrir landsmenn að reikna út hvaða áhrif breytingar á tekjuskattkerfinu hefur fyrir það.Athugasemd ritstjórnar: Svo mikil umferð er á síðu Hlyns eftir að frétt Vísis birtist að hún liggur tímabundið niðri. Unnið er að viðgerð sem vonandi tekur aðeins skamma stund. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti breytingarnar á dögunum. Þar kom meðal annars fram að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlaði að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en árið hafði verið áætlað. Lækkunin ætti að koma að fullu fram árið 2021 en ekki 2022 eins og stefnt hafi verið að. „En hvaða áhrif hefur þetta fyrir mig?“ spyr vafalítið einn eða fleiri skattgreiðandi. Hlynur Hallgrímsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, hefur svarað þessu með eins einfaldri framsetningu og líklega hægt er að bjóða upp á. https://t.co/3iG3SFpVzHFékk flugu í hausinn um helgina að búa til smá kennslu-mælaborð fyrir tekjuskattskerfi. Ætla að pósta hér þegar það update-ast. Forsíðan = tvö waterfall plot.Þetta er bara mitt persónulega kvölddund og birt án nokkurar ábyrgðar (þetta er samt rétt) pic.twitter.com/bE8NEriDZw— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) September 9, 2019 Hlynur býður fólki að slá einfaldlega inn launin sín og sjá þar hvernig skattbyrðin breytist, hvernig nýttur persónuafsláttur breytist og að endingu, það sem allir eru að pæla í, hver breytingin verður á ráðstöfunartekjum. Þannig má sjá að ráðstöfunartekjur manns með 300 þúsund krónur í laun fara úr tæplega 240 þúsund krónum á mánuði árið 2019 í 242.500 krónur árið 2020 og tæplega 249 þúsund krónur árið 2021. Þær hækka því um níu þúsund krónur með breytingunum. „Ég er bara að leika mér að setja þetta upp á þann veg sem ég vil hafa þetta,“ segir Hlynur léttur í samtali við Vísi. Þetta sé alfarið gæluverkefnið hans og hafi aðeins tekið nokkra tíma. Á kvöldin að loknum vinnudegi. Það hjálpi til að hann þekki gögnin vel úr vinnu sinni í ráðuneytinu.Bjarni Benediktsson kynnti frumvarp til fjárlaga á föstudag.Fréttablaðið/AntonHann noti „open source“ tól sem sé honum að kostnaðarlausu. Þó ekki fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. „Ef ráðuneytið vildi setja fram gögnin með þessum hætti þá myndi kostnaðurinn hlaupa á milljónum,“ segir Hlynur. Framsetning Hlyns hefur vakið töluverða athygli og strax komnar fram óskir að hann taki inn í myndina greiðslur launþega starfsmanns. Þar falla undir greiðslur í lífeyrissjóð, tryggingagjald, gjald í stéttarfélag og borið saman við það sem endi í vasa launþegans. Hlynur tekur fram að miðað sé við 4% skattfrjálsan frádrátt í lífeyrissjóð til að fá tekjuskattsstofn viðkomandi. Það þýðir að fyrir fólk sem greiðir ekki 4% af tekjuskattsskyldum tekjum sínum í lífeyrissjóð, t.d. öryrkjar, ellilífeyrisþegar, og þeir sem eru með viðbótarlífeyrissparnað, þarf að líta á tekjuskattsstofninn sem birtist á grafinu, frekar en að fara eftir mánaðarlaunastikunni. „Á næstu dögum hyggst ég bæta við þeirri virkni að leyfa notandanum að velja frádráttarprósentu sína til að gera framsetninguna skýrari.“Tól Hlyns má skoða hér.
Fjárlagafrumvarp 2020 Kjaramál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira