Þurftu að hífa úr meiri hæð en venjulega vegna nálægðar við bjargið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2019 08:08 Skjáskot úr myndbandinu sem sýnir þegar sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bátinn sem strandaði. Landhelgisgæslan þurfti að hífa úr meiri hæð en venjulega þegar tveimur skipverjum af handfærabát sem strandað hafði rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi var bjargað í nótt. Venjulega hífir Gæslan í 30 til 60 feta hæð (níu til átján metrar) en að sögn Guðmundar Rúnars Jónssonar, varðstjóra hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þurfti þyrlan að vera í 200 til 250 fetum (60 til 72 metrar) í nótt og hífa úr þeirri hæð vegna nálægðar bátsins við þverhnípt bjarg. „Þetta er alveg upp undir 60 metra háum klettum og þess vegna var ekki hægt að fara það neðarlega með þyrluna. Þeir voru því að hífa í mun meiri hæð en allajafna. Yfirleitt eru þeir kannski í 30 til 60 fetum en núna voru þeir í 200 til 250 fetum. En það gekk upp,“ segir Guðmundur. Myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fer ofan í skipið má sjá hér fyrir neðan. Myndbandið sýnir ágætlega hina miklu hæð sem þyrlan var í við björgunina.Sjá einnig:Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Vegna þverhnípisins var nánast ófært að skipinu ofan frá og þá var heldur ekki fært af sjó. Öruggasta leiðin til að ná mönnunum af bátnum var því með þyrlu. Mennirnir dvöldu innanskips í bátnum alveg þar til þyrlan kom á svæðið og voru í tiltölulega góðu ástandi að sögn Guðmundar. Aðspurður hvort að mennirnir verið í þeirri hættu að báturinn myndi sökkva segir Guðmundur erfitt að fullyrða um það. Báturinn hafi hins vegar verið búinn að skorða sig og að falla út. Báturinn er enn á vettvangi og eins og greint var frá í morgun verða aðstæður þar kannaðar nú þegar birt hefur til með tilliti til þess hvort hægt sé að bjarga bátnum af strandstað. Ekki er vitað hvers vegna báturinn strandaði. Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Landhelgisgæslan þurfti að hífa úr meiri hæð en venjulega þegar tveimur skipverjum af handfærabát sem strandað hafði rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi var bjargað í nótt. Venjulega hífir Gæslan í 30 til 60 feta hæð (níu til átján metrar) en að sögn Guðmundar Rúnars Jónssonar, varðstjóra hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þurfti þyrlan að vera í 200 til 250 fetum (60 til 72 metrar) í nótt og hífa úr þeirri hæð vegna nálægðar bátsins við þverhnípt bjarg. „Þetta er alveg upp undir 60 metra háum klettum og þess vegna var ekki hægt að fara það neðarlega með þyrluna. Þeir voru því að hífa í mun meiri hæð en allajafna. Yfirleitt eru þeir kannski í 30 til 60 fetum en núna voru þeir í 200 til 250 fetum. En það gekk upp,“ segir Guðmundur. Myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fer ofan í skipið má sjá hér fyrir neðan. Myndbandið sýnir ágætlega hina miklu hæð sem þyrlan var í við björgunina.Sjá einnig:Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Vegna þverhnípisins var nánast ófært að skipinu ofan frá og þá var heldur ekki fært af sjó. Öruggasta leiðin til að ná mönnunum af bátnum var því með þyrlu. Mennirnir dvöldu innanskips í bátnum alveg þar til þyrlan kom á svæðið og voru í tiltölulega góðu ástandi að sögn Guðmundar. Aðspurður hvort að mennirnir verið í þeirri hættu að báturinn myndi sökkva segir Guðmundur erfitt að fullyrða um það. Báturinn hafi hins vegar verið búinn að skorða sig og að falla út. Báturinn er enn á vettvangi og eins og greint var frá í morgun verða aðstæður þar kannaðar nú þegar birt hefur til með tilliti til þess hvort hægt sé að bjarga bátnum af strandstað. Ekki er vitað hvers vegna báturinn strandaði.
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira