Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 26. september 2019 15:33 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar, gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. Þær hófust í morgun og var hundrað manns sagt upp. Flestum sem starfa í höfuðstöðvum bankans. „Ég get staðfest að þetta er búinn að vera mjög erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall starfsmanna að kveðja og sumir eftir langan starfsferil. Það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ sagði Benedikt í samtali við fréttastofu. Hann sagði uppsagnirnar dreifast um allan bankann. Flestir úr þessum hópi störfuðu í höfuðstöðvunum. „Svona rekstur er auðvitað alltaf til skoðunar og það liggur fyrir að það er búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár. Útlánatöp, hár rekstrarkostnaður og miklar álögur,“ segir Benedikt. „Við erum að borga um fimm milljarða á ári í sértæka skatta og þetta kom auðvitað til tals þegar ég sótti um stöðu.“ Benedikt segir samkeppnisumhverfi Arion mjög krefjandi. Ekki sé einungis verið að keppa við innlenda og erlenda banka, heldur lífeyrissjóði, fjártæknifyrirtæki og minni fjármálafyrirtæki sem lúti ekki sömu álögum og stærri fjármálafyrirtæki, eins og Arion. „Til þess að vera samkeppnishæf í okkar rekstri verðum við auðvitað að haga seglum eftir vindum á hverjum tíma.“ Hann sagðist hafa verið ráðinn til að leiða bankann áfram svo hann sé árangursríkur til lengri tíma. „Okkar markmið er auðvitað að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og til þess að við getum gert það, þurfum við auðvitað að vera rekin með arðbærum hætti.“Tveggja mánaða undirbúningur Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði. Benedikt segir að það að hundrað hafi verið sagt upp, hafi ekki verið ákveðið fyrir fram. „Við förum yfir hverja einustu starfseiningu og reynum að manna hana sem best á hverjum tíma með tilliti til þeirrar stefnu sem við erum að leggja. Þá reynum við að stilla upp okkar besta fólki,“ segir Benedikt. Varðandi það að upplýsingar um þessar aðgerðir hafi lekið í aðdraganda þeirra segir Benedikt að ekki sé búið að skoða það sérstaklega. „Upplýsingarnar sem birtust voru þó ónákvæmar og ekki réttar,“ sagði Benedikt og taldi hann því að þær upplýsingar hefðu ekki komið úr Arion. Frekar hafi verið um vangaveltur að ræða. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar, gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. Þær hófust í morgun og var hundrað manns sagt upp. Flestum sem starfa í höfuðstöðvum bankans. „Ég get staðfest að þetta er búinn að vera mjög erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall starfsmanna að kveðja og sumir eftir langan starfsferil. Það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ sagði Benedikt í samtali við fréttastofu. Hann sagði uppsagnirnar dreifast um allan bankann. Flestir úr þessum hópi störfuðu í höfuðstöðvunum. „Svona rekstur er auðvitað alltaf til skoðunar og það liggur fyrir að það er búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár. Útlánatöp, hár rekstrarkostnaður og miklar álögur,“ segir Benedikt. „Við erum að borga um fimm milljarða á ári í sértæka skatta og þetta kom auðvitað til tals þegar ég sótti um stöðu.“ Benedikt segir samkeppnisumhverfi Arion mjög krefjandi. Ekki sé einungis verið að keppa við innlenda og erlenda banka, heldur lífeyrissjóði, fjártæknifyrirtæki og minni fjármálafyrirtæki sem lúti ekki sömu álögum og stærri fjármálafyrirtæki, eins og Arion. „Til þess að vera samkeppnishæf í okkar rekstri verðum við auðvitað að haga seglum eftir vindum á hverjum tíma.“ Hann sagðist hafa verið ráðinn til að leiða bankann áfram svo hann sé árangursríkur til lengri tíma. „Okkar markmið er auðvitað að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og til þess að við getum gert það, þurfum við auðvitað að vera rekin með arðbærum hætti.“Tveggja mánaða undirbúningur Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði. Benedikt segir að það að hundrað hafi verið sagt upp, hafi ekki verið ákveðið fyrir fram. „Við förum yfir hverja einustu starfseiningu og reynum að manna hana sem best á hverjum tíma með tilliti til þeirrar stefnu sem við erum að leggja. Þá reynum við að stilla upp okkar besta fólki,“ segir Benedikt. Varðandi það að upplýsingar um þessar aðgerðir hafi lekið í aðdraganda þeirra segir Benedikt að ekki sé búið að skoða það sérstaklega. „Upplýsingarnar sem birtust voru þó ónákvæmar og ekki réttar,“ sagði Benedikt og taldi hann því að þær upplýsingar hefðu ekki komið úr Arion. Frekar hafi verið um vangaveltur að ræða.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26
Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09