Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 12:00 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/BALDUR HRAFNKELL Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. Sveitarfélagið fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna stuðnings sambandsins við þingsályktunartillögu um sameiningar sveitarfélaga. Aldís kveðst ekki óttast fjöldaúrsagnir úr sambandinu. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem felur meðal annars í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá miðist lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir eru um tillöguna en sveitarstjórn Grýtubakkahreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum í gær þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr sambandinu. Íbúar hreppsins eru um 400 talsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vona að ekki komi til úrsagnar. Hagsmunum sveitarfélaga sé betur borgið innan sambandsins.Sjá einnig: Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn„Þetta kemur mér á óvart en vel að merkja, þeir eru að velta fyrir sér möguleikanum þannig að ég á nú ekki von á því að þeir láti verða af því að segja sig úr sambandinu,” segir Aldís. „Sambandið er samkvæmt lögum hagsmunagæsluaðili sveitarfélaga á Íslandi og veitir þeim mjög margháttaða þjónustu. Þannig að ég held að þegar að sveitarstjórnarmenn fara að skoða það til hlýtar, þá held ég að niðurstaðan hljóti nú að vera sú að þeirra hagsmunum sé best borgið í sameiginlegum samtökum.” Í bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá því í gær segir að stjórn sambandsins hafi farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað sjónarmið þeirra og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar. Að óbreyttu sé ekki lengur hægt að líta á sambandið sem málsvara allra sveitarfélaga. „Ég hef ríkan skilning á því að það eru ekki allir ánægðir með þá ákvörðun sem var tekin á landsþinginu þegar að við samþykktum, sveitarstjórnarmenn, að samþykkja tillögu ráðherra,” segir Aldís.Óumflýjanlegt að sveitarfélög stækki „Þetta eru auðvitað róttækar tillögur, en það er líka gríðarlega brýnt að við getum horft yfir sviðið og skoðað það hvað kemur íbúum landsins best, hvað kemur íbúum sveitarfélaganna best. Það er alveg ljóst að sveitarfélög þar sem að íbúum hefur fækkað stöðugt og þeir eru kannski komnir undir fimmtíu eða undir tvö hundruð, þá eru sveitarfélögin ekki í stakk búin til að veita þá þjónustu sem þeim lögum samkvæmt eiga að veita.” Fari svo að Grýtubakkahreppur segi sig úr sambandinu yrði það annað sveitarfélagið til þess, en Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru um fimmtíu, sagði sig úr sambandinu eftir að ákveðið var að styðja tillögu ráðherra. „Ég ætla ekki að halda það að það verði einhverjar fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ég held að sveitarstjórnarmenn vítt og breytt um landið geri sér alveg grein fyrir því að það þurfa að verða breytingar,” segir Aldís. „Ef við ætlum landsbyggðinni að eflast og hafa slagkraft og þann slagkraft sem þarf í samkeppninni um íbúa og í samkeppninni um fyrirtæki, þá verða sveitarfélög að stækka. Það er óumflýjanlegt.” Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. Sveitarfélagið fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna stuðnings sambandsins við þingsályktunartillögu um sameiningar sveitarfélaga. Aldís kveðst ekki óttast fjöldaúrsagnir úr sambandinu. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem felur meðal annars í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá miðist lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir eru um tillöguna en sveitarstjórn Grýtubakkahreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum í gær þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr sambandinu. Íbúar hreppsins eru um 400 talsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vona að ekki komi til úrsagnar. Hagsmunum sveitarfélaga sé betur borgið innan sambandsins.Sjá einnig: Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn„Þetta kemur mér á óvart en vel að merkja, þeir eru að velta fyrir sér möguleikanum þannig að ég á nú ekki von á því að þeir láti verða af því að segja sig úr sambandinu,” segir Aldís. „Sambandið er samkvæmt lögum hagsmunagæsluaðili sveitarfélaga á Íslandi og veitir þeim mjög margháttaða þjónustu. Þannig að ég held að þegar að sveitarstjórnarmenn fara að skoða það til hlýtar, þá held ég að niðurstaðan hljóti nú að vera sú að þeirra hagsmunum sé best borgið í sameiginlegum samtökum.” Í bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá því í gær segir að stjórn sambandsins hafi farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað sjónarmið þeirra og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar. Að óbreyttu sé ekki lengur hægt að líta á sambandið sem málsvara allra sveitarfélaga. „Ég hef ríkan skilning á því að það eru ekki allir ánægðir með þá ákvörðun sem var tekin á landsþinginu þegar að við samþykktum, sveitarstjórnarmenn, að samþykkja tillögu ráðherra,” segir Aldís.Óumflýjanlegt að sveitarfélög stækki „Þetta eru auðvitað róttækar tillögur, en það er líka gríðarlega brýnt að við getum horft yfir sviðið og skoðað það hvað kemur íbúum landsins best, hvað kemur íbúum sveitarfélaganna best. Það er alveg ljóst að sveitarfélög þar sem að íbúum hefur fækkað stöðugt og þeir eru kannski komnir undir fimmtíu eða undir tvö hundruð, þá eru sveitarfélögin ekki í stakk búin til að veita þá þjónustu sem þeim lögum samkvæmt eiga að veita.” Fari svo að Grýtubakkahreppur segi sig úr sambandinu yrði það annað sveitarfélagið til þess, en Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru um fimmtíu, sagði sig úr sambandinu eftir að ákveðið var að styðja tillögu ráðherra. „Ég ætla ekki að halda það að það verði einhverjar fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ég held að sveitarstjórnarmenn vítt og breytt um landið geri sér alveg grein fyrir því að það þurfa að verða breytingar,” segir Aldís. „Ef við ætlum landsbyggðinni að eflast og hafa slagkraft og þann slagkraft sem þarf í samkeppninni um íbúa og í samkeppninni um fyrirtæki, þá verða sveitarfélög að stækka. Það er óumflýjanlegt.”
Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30