Snorri Steinn: Var örugglega að bulla eitthvað í hita leiksins Gabríel Sighvatsson skrifar 21. september 2019 22:21 Snorri Steinn heldur tölu yfir sínum mönnum í kvöld. vísir/daníel Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var vægast sagt svekktur eftir 27-27 jafntefli gegn Selfoss í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu og með góð tök á leiknum. Svolitlir klaufar að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Selfoss er með undirtökin undir lokin og hefðu getað unnið leikinn þannnig að ég er bara ánægður með þetta stig.“ Valsliðið var með leikinn í hendi sér en missti sigur niður í jafntefli á lokamínútunum. „Við spiluðum ágætlega. Það sem gerist er að við fáum á okkur ódýra tæknifeila og klikkum (á færum).“ Snorri Steinn var ekki par sáttur með nýtingu Vals í kvöld og taldi það vera orsök tapaðra stiga á tímabilinu. „Ég er mjög óánægður með nýtinguna okkar og færanýtinguna almennt. Það er ekkert bara sagan í þessum leik, við verðum bara að laga það og drengirnir vita það sjálfir. Það vantar mikið upp á þar og ég þori nánast að fullyrða það – án þess að vera búinn að greina leikinn – að ef við værum með aðeins eðlilegri færanýtingu þá værum við að landa þægilegum sigri.“ Þegar leiknum lauk rauk Snorri Steinn beint að dómara leiksins til að segja sína skoðun á einhverju sem Snorri var ósáttur með. „Ég var örugglega að bulla eitthvað í hita leiksins. Það var fótur á Hauk og ég hélt það væri eitthvað eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi haft rétt fyrir mér eða ekki.“ Valur byrjar tímabilið með 3 stig eftir jafnmarga leiki sem er ekki slæmt en ekki frábært. „Ég er gríðarlega óánægður með einn leik af þessum þremur og hann truflar mig. Strákarnir svöruðu því vel í dag og eiga hrós skilið. Eðlilega eftir frammistöðuna á móti FH var þetta þung vika en þeir komu vel inn í þennan leik og löguðu fullt af hlutum og það voru klárlega batamerki á leik okkar.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 27-27 | Dramatískt jafntefli Íslandsmeistarar Selfoss og Valur gerðu jafntefli í háspennu leik í Origo höllinni í kvöld. 21. september 2019 22:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var vægast sagt svekktur eftir 27-27 jafntefli gegn Selfoss í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu og með góð tök á leiknum. Svolitlir klaufar að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Selfoss er með undirtökin undir lokin og hefðu getað unnið leikinn þannnig að ég er bara ánægður með þetta stig.“ Valsliðið var með leikinn í hendi sér en missti sigur niður í jafntefli á lokamínútunum. „Við spiluðum ágætlega. Það sem gerist er að við fáum á okkur ódýra tæknifeila og klikkum (á færum).“ Snorri Steinn var ekki par sáttur með nýtingu Vals í kvöld og taldi það vera orsök tapaðra stiga á tímabilinu. „Ég er mjög óánægður með nýtinguna okkar og færanýtinguna almennt. Það er ekkert bara sagan í þessum leik, við verðum bara að laga það og drengirnir vita það sjálfir. Það vantar mikið upp á þar og ég þori nánast að fullyrða það – án þess að vera búinn að greina leikinn – að ef við værum með aðeins eðlilegri færanýtingu þá værum við að landa þægilegum sigri.“ Þegar leiknum lauk rauk Snorri Steinn beint að dómara leiksins til að segja sína skoðun á einhverju sem Snorri var ósáttur með. „Ég var örugglega að bulla eitthvað í hita leiksins. Það var fótur á Hauk og ég hélt það væri eitthvað eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi haft rétt fyrir mér eða ekki.“ Valur byrjar tímabilið með 3 stig eftir jafnmarga leiki sem er ekki slæmt en ekki frábært. „Ég er gríðarlega óánægður með einn leik af þessum þremur og hann truflar mig. Strákarnir svöruðu því vel í dag og eiga hrós skilið. Eðlilega eftir frammistöðuna á móti FH var þetta þung vika en þeir komu vel inn í þennan leik og löguðu fullt af hlutum og það voru klárlega batamerki á leik okkar.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 27-27 | Dramatískt jafntefli Íslandsmeistarar Selfoss og Valur gerðu jafntefli í háspennu leik í Origo höllinni í kvöld. 21. september 2019 22:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Selfoss 27-27 | Dramatískt jafntefli Íslandsmeistarar Selfoss og Valur gerðu jafntefli í háspennu leik í Origo höllinni í kvöld. 21. september 2019 22:45