Málamiðlun nauðsynleg á grunni löggjafar Jón Gunnarsson skrifar 20. september 2019 08:00 Sú kraftmikla umræða sem átt hefur sér stað á undanförnum vikum og mánuðum um orkumál verður að halda áfram. Umræðan hefur leitt ítrekað fram hversu mikilvægar orkuauðlindir okkar eru þjóðinni. Það kemur ekki á óvart, þar sem sjálfbær nýting þeirra gjörbreytti íslensku samfélagi. Með auðlindanýtingu sem leidd var af Sjálfstæðisflokknum var mögulegt að bjóða landsmönnum raforku á umtalsvert lægra verði en þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Nú erum við á tímamótum. Í fyrsta skipti í áratugi boða sérfræðingar og stofnanir á þessu sviði að reikna megi með að skerða þurfi afhendingu á raforku innan fárra ára, verði ekki brugðist við. Það gengur auðvitað ekki í þessu orkuríka landi. Með nýtingu endurnýjanlegrar raforku hefur okkur tekist að breyta íslensku samfélagi í grundvallaratriðum. Við höfum byggt upp fjölbreyttari tækifæri fyrir ungt fólk og byggðir landsins. Við hljótum öll að vera sammála um að samþjöppun byggðar á suðvesturhorni landsins sé ekki heppileg. Öll viljum við blómlega byggð um allt land. Til að svo megi verða þarf að skapa ný tækifæri sem tækniþróun í hefðbundnum atvinnugreinum gerir mögulegt. Ef Ísland á að bjóða framúrskarandi lífskjör verður að auka tekjur okkar af útflutningi sem treystir stoðir okkar til lengri tíma. Við eigum að leggja áherslu á nýja og græna atvinnustefnu m.a. á grundvelli grænnar orku. Má þar nefna tækifæri í matvælaframleiðslu, eldsneytisframleiðslu og gagnaversiðnaði. Í vikunni nefndi forseti Indlands tækifæri til uppbyggingar gagnavera á Íslandi. Glöggt er gests augað. Við þurfum að skapa ný tækifæri og tryggja lífsgæði um allt land fyrir unga fólkið okkar, annars er hætta á að það leiti á önnur mið. Það er við þessar aðstæður sem ég gagnrýni umhverfisráðherra og segist ekki geta stutt ríkisstjórn sem fer fram með þá öfgastefnu sem hann boðar. Hér er málamiðlun nauðsynleg, á þeim grunni sem löggjafinn hefur lagt í þessum mikilvæga málaflokki.Jón Gunnarsson. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Gunnarsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Sú kraftmikla umræða sem átt hefur sér stað á undanförnum vikum og mánuðum um orkumál verður að halda áfram. Umræðan hefur leitt ítrekað fram hversu mikilvægar orkuauðlindir okkar eru þjóðinni. Það kemur ekki á óvart, þar sem sjálfbær nýting þeirra gjörbreytti íslensku samfélagi. Með auðlindanýtingu sem leidd var af Sjálfstæðisflokknum var mögulegt að bjóða landsmönnum raforku á umtalsvert lægra verði en þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Nú erum við á tímamótum. Í fyrsta skipti í áratugi boða sérfræðingar og stofnanir á þessu sviði að reikna megi með að skerða þurfi afhendingu á raforku innan fárra ára, verði ekki brugðist við. Það gengur auðvitað ekki í þessu orkuríka landi. Með nýtingu endurnýjanlegrar raforku hefur okkur tekist að breyta íslensku samfélagi í grundvallaratriðum. Við höfum byggt upp fjölbreyttari tækifæri fyrir ungt fólk og byggðir landsins. Við hljótum öll að vera sammála um að samþjöppun byggðar á suðvesturhorni landsins sé ekki heppileg. Öll viljum við blómlega byggð um allt land. Til að svo megi verða þarf að skapa ný tækifæri sem tækniþróun í hefðbundnum atvinnugreinum gerir mögulegt. Ef Ísland á að bjóða framúrskarandi lífskjör verður að auka tekjur okkar af útflutningi sem treystir stoðir okkar til lengri tíma. Við eigum að leggja áherslu á nýja og græna atvinnustefnu m.a. á grundvelli grænnar orku. Má þar nefna tækifæri í matvælaframleiðslu, eldsneytisframleiðslu og gagnaversiðnaði. Í vikunni nefndi forseti Indlands tækifæri til uppbyggingar gagnavera á Íslandi. Glöggt er gests augað. Við þurfum að skapa ný tækifæri og tryggja lífsgæði um allt land fyrir unga fólkið okkar, annars er hætta á að það leiti á önnur mið. Það er við þessar aðstæður sem ég gagnrýni umhverfisráðherra og segist ekki geta stutt ríkisstjórn sem fer fram með þá öfgastefnu sem hann boðar. Hér er málamiðlun nauðsynleg, á þeim grunni sem löggjafinn hefur lagt í þessum mikilvæga málaflokki.Jón Gunnarsson. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar