Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2019 18:22 sfiskur keypti hluta fiskvinnsluhúsa HB Granda haustið 2016 og flutti starfsemi sína frá Kársnesi í Kópavogi í fyrra. Fréttablaðið/GVA Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var „afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélags Akraness en þar kemur einnig fram að fólkinu var sagt upp frá og með mánaðarmótum, með fyrirvara um að forsvarsmönnum fyrirtækisins takist að endurfjármagna það.„Það er óhægt að segja að þessi tíðindi séu enn eitt þunga höggið sem við Akurnesingar höfum þurft að þola í atvinnumálum á liðnum árum og misserum, en rétt er að geta þess að stór hluti þeirra sem fengu þessi tíðindi í dag, gengu í gegnum uppsagnir þegar HB Grandi lokaði og hætti allri starfsemi á Akranesi árið 2017,“ segir á vef Verkalýðsfélagsins. Ísfiskur keypti hluta fiskvinnsluhúsa HB Granda haustið 2016 og flutti starfsemi sína frá Kársnesi í Kópavogi í fyrra.Sjá einnig: Ísfiskur heldur áfram vinnslu bolfisks á Akranesi„Það er lítið annað að gera, en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna, en að vona það besta, en búa sig undir Það versta.“ Á vef Verkalýðsfélagsins segir einnig að augljóst sé að enn og aftur séu verulegar blikur á lofti í atvinnumálum Akraness. Auk þess að tæplega 60 séu að missa vinnuna að þessu sinni sé líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga. Er vísað til ákvörðunar Landsvirkjunar að hækka raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland um fimm til sex milljarða króna á ári. Sú hækkun sé þegar farin að hafa verulega neikvæð áhrif á atvinnuöryggi og lífsviðurværi starfsmanna Elkem Ísland. Búið sé að tilkynna að starfsmönnum verði fækkað um tíu til fimmtán prósent með svokallaðri náttúrulegri fækkun. Þar að auki liggi fyrir algert fjárfestingarstopp. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli 5 og 6 milljarðar sem er litlu minna er allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks. Formaður telur einsýnt að bæjarbúar á Akranesi þétti nú raðirnar, því við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa,“ segir á vef Verkalýðsfélagsins. Félagið mun á næstunni skoða það að halda íbúafund þar sem fara á yfir alvarlega stöðu atvinnumála á Akranesi og stendur til að bjóða þingmönnum kjördæmisins á þann fund. Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var „afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélags Akraness en þar kemur einnig fram að fólkinu var sagt upp frá og með mánaðarmótum, með fyrirvara um að forsvarsmönnum fyrirtækisins takist að endurfjármagna það.„Það er óhægt að segja að þessi tíðindi séu enn eitt þunga höggið sem við Akurnesingar höfum þurft að þola í atvinnumálum á liðnum árum og misserum, en rétt er að geta þess að stór hluti þeirra sem fengu þessi tíðindi í dag, gengu í gegnum uppsagnir þegar HB Grandi lokaði og hætti allri starfsemi á Akranesi árið 2017,“ segir á vef Verkalýðsfélagsins. Ísfiskur keypti hluta fiskvinnsluhúsa HB Granda haustið 2016 og flutti starfsemi sína frá Kársnesi í Kópavogi í fyrra.Sjá einnig: Ísfiskur heldur áfram vinnslu bolfisks á Akranesi„Það er lítið annað að gera, en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna, en að vona það besta, en búa sig undir Það versta.“ Á vef Verkalýðsfélagsins segir einnig að augljóst sé að enn og aftur séu verulegar blikur á lofti í atvinnumálum Akraness. Auk þess að tæplega 60 séu að missa vinnuna að þessu sinni sé líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga. Er vísað til ákvörðunar Landsvirkjunar að hækka raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland um fimm til sex milljarða króna á ári. Sú hækkun sé þegar farin að hafa verulega neikvæð áhrif á atvinnuöryggi og lífsviðurværi starfsmanna Elkem Ísland. Búið sé að tilkynna að starfsmönnum verði fækkað um tíu til fimmtán prósent með svokallaðri náttúrulegri fækkun. Þar að auki liggi fyrir algert fjárfestingarstopp. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli 5 og 6 milljarðar sem er litlu minna er allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks. Formaður telur einsýnt að bæjarbúar á Akranesi þétti nú raðirnar, því við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa,“ segir á vef Verkalýðsfélagsins. Félagið mun á næstunni skoða það að halda íbúafund þar sem fara á yfir alvarlega stöðu atvinnumála á Akranesi og stendur til að bjóða þingmönnum kjördæmisins á þann fund.
Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira