Jón Þór útskýrir rauða spjaldið: „Glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. október 2019 19:59 Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson var hæstánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótolta sem valtaði yfir Letta í undankeppni EM 2021 ytra í dag. Jón Þór missti sig aðeins undir lok leiksins og fékk rautt spjald fyrir. „Þetta var frábær leikur, virkilega vel útfærður. Ég er ánægður með liðið heilt yfir þessar 90 mínútur,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það var frábært að komast snemma yfir, við eigum fínan fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk. Er virkilega ánægður með seinni hálfeikinn að halda alltaf áfram og þær sýndu mikið hungur í að klára leikinn vel.“ „Það var ekkert auðvelt því völlurinn og aðstæðurnar voru mjög erfiðar.“ Ísland vann leikinn örugglega, 6-0, og var sigurinn aldrei í hættu. „Við náðum að láta boltann rúlla út á vængina, koma okkur í þessi svæði sem við ætluðum að komast í inni í vítateig. Hreyfingin þar og grimmdin þar var það sem virkilega skilaði þessum sigri.“ „Öguð og góð frammistaða og ekkert í leik liðsins sem ég var ekki sáttur með. Ég var mjög ánægður með liðið, frábær sigur á erfiðum velli.“ Undir lok leiksins fékk Jón Þór að líta beint rautt spjald og þurfti að horfa á restina af leiknum úr áhorfendastúkunni. Hvað gerðist þar? „Við vildum halda áfram og skora meira. Það voru 10 mínútur eftir og við vildum ná fleiri mörkum þannig að það var mikið hungur í liðinu öllu og við vildum klára heilsteyptar 90 mínútur.“ „Ég kannski gleymdi mér aðeins í því, við erum að vinna boltann og erum að koma upp með boltann og þá er Gunnhildur dæmd brotleg þegar hún er að senda boltann fram á við. Það var glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því og var full hvass og fæ beint rautt fyrir.“ „En það þýðir ekkert að kvarta yfir því núna, það er búið og gert.“ Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum, en er í öðru sæti á eftir Svíum á markatölu. „Við erum með fullt hús sem var það sem við ætluðum. Við byrjuðum frábærlega, ekki hægt að biðja um meira. Næsta verkefni er að taka það með inn í nýtt landsliðsár.“ „Ég er virkilega ánægður með þetta fyrsta ár og hefur fundist liðið spila og sýna góða frammistöðu,“ sagði Jón Þór Hauksson. EM 2021 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson var hæstánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótolta sem valtaði yfir Letta í undankeppni EM 2021 ytra í dag. Jón Þór missti sig aðeins undir lok leiksins og fékk rautt spjald fyrir. „Þetta var frábær leikur, virkilega vel útfærður. Ég er ánægður með liðið heilt yfir þessar 90 mínútur,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það var frábært að komast snemma yfir, við eigum fínan fyrri hálfleik og skorum þrjú mörk. Er virkilega ánægður með seinni hálfeikinn að halda alltaf áfram og þær sýndu mikið hungur í að klára leikinn vel.“ „Það var ekkert auðvelt því völlurinn og aðstæðurnar voru mjög erfiðar.“ Ísland vann leikinn örugglega, 6-0, og var sigurinn aldrei í hættu. „Við náðum að láta boltann rúlla út á vængina, koma okkur í þessi svæði sem við ætluðum að komast í inni í vítateig. Hreyfingin þar og grimmdin þar var það sem virkilega skilaði þessum sigri.“ „Öguð og góð frammistaða og ekkert í leik liðsins sem ég var ekki sáttur með. Ég var mjög ánægður með liðið, frábær sigur á erfiðum velli.“ Undir lok leiksins fékk Jón Þór að líta beint rautt spjald og þurfti að horfa á restina af leiknum úr áhorfendastúkunni. Hvað gerðist þar? „Við vildum halda áfram og skora meira. Það voru 10 mínútur eftir og við vildum ná fleiri mörkum þannig að það var mikið hungur í liðinu öllu og við vildum klára heilsteyptar 90 mínútur.“ „Ég kannski gleymdi mér aðeins í því, við erum að vinna boltann og erum að koma upp með boltann og þá er Gunnhildur dæmd brotleg þegar hún er að senda boltann fram á við. Það var glórulaus dómur og ég gleymdi mér aðeins í því og var full hvass og fæ beint rautt fyrir.“ „En það þýðir ekkert að kvarta yfir því núna, það er búið og gert.“ Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlinum, en er í öðru sæti á eftir Svíum á markatölu. „Við erum með fullt hús sem var það sem við ætluðum. Við byrjuðum frábærlega, ekki hægt að biðja um meira. Næsta verkefni er að taka það með inn í nýtt landsliðsár.“ „Ég er virkilega ánægður með þetta fyrsta ár og hefur fundist liðið spila og sýna góða frammistöðu,“ sagði Jón Þór Hauksson.
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira