Hljóð og mynd fari ekki saman í málflutningi þeirra sem vilja auka gjöld í sjávarútvegi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 18:45 Útgerðarfélög hafa lagt heilu byggðarlögin í rúst með því að flytja kvóta í burtu segir formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar. Það sé gríðarlegt áhyggjuefni að störfum við fiskvinnslu hafi fækkað um 500 að undanförnu. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hugmyndir um útflutningsskatt síst til þess fallnar að styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Áætlað er að um 50 þúsund tonn hafi verið flutt út af fiski í gámum á síðasta ári. Sumir hafa lýst áhyggjum af þessu en málið var til umfjöllunar á fundi atvinnuveganefndar í morgun.Sjá einnig: Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir umræðunni í atvinnuveganefnd í dag. „Ég held að það sé auðvitað orðin alvarleg staða þegar að kaupendur á fiskmörkuðum eru farnir að kaupa fisk dýrum dómum og flytja hann erlendis dýrum dómum að þá held ég að við verðum að skoða hvað er að í kerfinu hjá okkur og hvort að við þurfum ekki að skoða skattlagningu og annað í greininni,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm„Það hafa fjölmörg fiskvinnslufyrirtæki farið á hausinn á undanförnum mánuðum og núna um þetta leyti eru menn að berjast í bökkum. Það eru um 500 störf sem hafa tapast og það er auðvitað áhyggjuefni sem við þingmenn þurfum að ræða og taka upp og spyrja greinina hvað sé að,” bætir Ásmundur við. Í kvöldfréttum Rúv í gær sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, að hann hyggist ekki bregðast við auknum útflutningi á óunnum fiski. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar segjast hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og hafa lýst vonbrigðum með viðbrögð ráðherra. „Þetta eru ekki bara störf, þetta eru tekjur fyrir sveitarfélögin, þetta eru hafnargjöld, aðstöðugjöld og hitt og þetta þannig að þetta er grafalvarlegt mál,” segir Aðalsteinn Á Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, en hann var einn þeirra fulltrúa sem sátu fundinn fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar.Vísir/Arnar„Við viljum að það séu settar hertar reglur á útflutning á fiski frá Íslandi og liður í því gæti verið að það fari ekki fiskur úr landi nema í gegnum markaði á Íslandi þannig að þeir sem eru með fiskvinnslur og hafa ekki útgerð til þess að fiska, að þeir geti þá verslað á þessum mörkuðum,” segir Aðalsteinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að aukningin í útflutningi á óunnum afla sé ekki mikil í sögulegum samanburði. Þannig hafi meðalútflutningur á ári frá árinu 1992 verið í kringum 44 þúsund tonn og dæmi séu um að áður hafi magnið farið vel yfir 50 þúsund tonn. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun sýndu fulltrúar SFS þessa glæru þar sem sjá má þróun milli ára á magni óunnins útflutts afla.Graf/SFS„Þegar að menn eru að velta fyrir sér og það kom fram á þessum fundi áðan, að menn eru að horfa á það að leggja á einhver konar skatt og það var nefnt á þessum fundi að leggja á útflutningsskatt. Ég kasta því hins vegar á móti, er það virkilega enn ein lausnin fyrir íslenskan sjávarútveg að leggja á enn einn skattinn eða álögurnar á greinina til þess að styrkja samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum mörkuðum?,” spyr Jens Garðar Helgason, formaður SFS. Hann segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi þeirra sem tali fyrir auknum álögum á sjávarútveginn. Samtökin hafa jafnframt bent á það að sá afli sem fluttur sé út óunninn sé aðeins lítið hlutfall af heildarafla. Í þessu grafi má sjá hversu hátt hlutfall af heildarafla er óunninn fiskur sem fluttur er út.Graf/SFS Alþingi Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Útgerðarfélög hafa lagt heilu byggðarlögin í rúst með því að flytja kvóta í burtu segir formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar. Það sé gríðarlegt áhyggjuefni að störfum við fiskvinnslu hafi fækkað um 500 að undanförnu. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hugmyndir um útflutningsskatt síst til þess fallnar að styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Áætlað er að um 50 þúsund tonn hafi verið flutt út af fiski í gámum á síðasta ári. Sumir hafa lýst áhyggjum af þessu en málið var til umfjöllunar á fundi atvinnuveganefndar í morgun.Sjá einnig: Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir umræðunni í atvinnuveganefnd í dag. „Ég held að það sé auðvitað orðin alvarleg staða þegar að kaupendur á fiskmörkuðum eru farnir að kaupa fisk dýrum dómum og flytja hann erlendis dýrum dómum að þá held ég að við verðum að skoða hvað er að í kerfinu hjá okkur og hvort að við þurfum ekki að skoða skattlagningu og annað í greininni,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm„Það hafa fjölmörg fiskvinnslufyrirtæki farið á hausinn á undanförnum mánuðum og núna um þetta leyti eru menn að berjast í bökkum. Það eru um 500 störf sem hafa tapast og það er auðvitað áhyggjuefni sem við þingmenn þurfum að ræða og taka upp og spyrja greinina hvað sé að,” bætir Ásmundur við. Í kvöldfréttum Rúv í gær sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, að hann hyggist ekki bregðast við auknum útflutningi á óunnum fiski. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar segjast hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og hafa lýst vonbrigðum með viðbrögð ráðherra. „Þetta eru ekki bara störf, þetta eru tekjur fyrir sveitarfélögin, þetta eru hafnargjöld, aðstöðugjöld og hitt og þetta þannig að þetta er grafalvarlegt mál,” segir Aðalsteinn Á Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, en hann var einn þeirra fulltrúa sem sátu fundinn fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar.Vísir/Arnar„Við viljum að það séu settar hertar reglur á útflutning á fiski frá Íslandi og liður í því gæti verið að það fari ekki fiskur úr landi nema í gegnum markaði á Íslandi þannig að þeir sem eru með fiskvinnslur og hafa ekki útgerð til þess að fiska, að þeir geti þá verslað á þessum mörkuðum,” segir Aðalsteinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að aukningin í útflutningi á óunnum afla sé ekki mikil í sögulegum samanburði. Þannig hafi meðalútflutningur á ári frá árinu 1992 verið í kringum 44 þúsund tonn og dæmi séu um að áður hafi magnið farið vel yfir 50 þúsund tonn. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun sýndu fulltrúar SFS þessa glæru þar sem sjá má þróun milli ára á magni óunnins útflutts afla.Graf/SFS„Þegar að menn eru að velta fyrir sér og það kom fram á þessum fundi áðan, að menn eru að horfa á það að leggja á einhver konar skatt og það var nefnt á þessum fundi að leggja á útflutningsskatt. Ég kasta því hins vegar á móti, er það virkilega enn ein lausnin fyrir íslenskan sjávarútveg að leggja á enn einn skattinn eða álögurnar á greinina til þess að styrkja samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum mörkuðum?,” spyr Jens Garðar Helgason, formaður SFS. Hann segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi þeirra sem tali fyrir auknum álögum á sjávarútveginn. Samtökin hafa jafnframt bent á það að sá afli sem fluttur sé út óunninn sé aðeins lítið hlutfall af heildarafla. Í þessu grafi má sjá hversu hátt hlutfall af heildarafla er óunninn fiskur sem fluttur er út.Graf/SFS
Alþingi Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira