Ríkustu fjölskyldurnar eiga 58% eigin fjár og 43% eigna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2019 11:11 Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár. Vísir/vilhelm Tíu prósent fjölskyldna sem eiga mest eigið fé eiga alls um 57,5% af heildarupphæð eigin fjár. Þá eiga tíu prósent fjölskyldna sem eiga mestar eignir alls um 43% heildareigna. Þetta kemur í fram í nýjum tölum Hagstofunnar yfir skuldir, eignir og eiginfjárstöðu ársins 2018. Eiginfjárstaða styrktist á árinu, óháð fjölskyldugerð, en eigið fé fjölskyldna var alls 4.744 milljarðar króna og jókst um 15,6% milli ára. Áðurnefndur tíundi hluti fjölskyldna sem á mest eigið fé á þannig samtals 2.729 milljarða af þessari heildarupphæð. Eiginfjárstaða er mismunur á heildareignum og heildarskuldum. Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár. Árið 2018 voru 3.275 fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign, eða um 26% færri en árið 2017. Eiginfjárstaða þeirra í fasteign var að meðaltali neikvæð um 6,6 milljónir króna árið 2018, sem er aukning frá fyrra ári um 1,2 milljónir króna. Til samanburðar hækkaði heildarfasteignamat á landinu öllu um 14,8% á milli áranna 2017 og 2018.Samanlagðar eignir hæstu tíundar 43% af heildinni Eiginfjárstaða einstaklinga styrktist frá fyrra ári um 15,6% og hjóna án barna um 13,8%. Þá styrktist eiginfjárstaða hjóna með börn um 19% og eiginfjárstaða einstæðra foreldra um 25,3% frá fyrra ári. Mest var styrkingin á milli ára í aldurshópunum 25-29 ára (43,9%) og 30-34 ára (33,6%). Heildareignir fóru úr 6.065 milljörðum króna í árslok 2017 í 6.855 milljarða króna í lok árs 2018 sem er aukning um 13% milli ára. Eignir eru allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Árið 2018 var hlutur fasteigna af heildareignum fjölskyldu um 75,5%, ökutækja 4,6%, bankainnistæða 11,2% og verðbréfa 7,6% og eru það sambærileg hlutföll og árið 2017. Samanlagðar eignir fjölskyldna í hæstu tíund eigna námu 2.955 milljörðum króna, eða um 43% af heildareignum sem er lækkun um tæp 2% frá fyrra ári. Hjón með börn og einstaklingar bættu við sig mestum skuldum Skuldir námu 2.111 milljörðum króna í árslok 2018 og jukust um 7,6% frá fyrra ári. Til skulda teljast allar skuldir fjölskyldu eins og fasteignaskuldir vegna fasteignakaupa, ökutækjalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Skuldir hjóna með börn jukust um 8,2% og einstæðra foreldra um 7,2%. Skuldir hjóna án barna jukust um 6,3% og skuldir einstaklinga um 8,2%. Samanlagðar skuldir fjölskyldna í hæstu skuldatíund námu 834 milljörðum króna, eða um 39,5% heildarskulda. Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tíu prósent fjölskyldna sem eiga mest eigið fé eiga alls um 57,5% af heildarupphæð eigin fjár. Þá eiga tíu prósent fjölskyldna sem eiga mestar eignir alls um 43% heildareigna. Þetta kemur í fram í nýjum tölum Hagstofunnar yfir skuldir, eignir og eiginfjárstöðu ársins 2018. Eiginfjárstaða styrktist á árinu, óháð fjölskyldugerð, en eigið fé fjölskyldna var alls 4.744 milljarðar króna og jókst um 15,6% milli ára. Áðurnefndur tíundi hluti fjölskyldna sem á mest eigið fé á þannig samtals 2.729 milljarða af þessari heildarupphæð. Eiginfjárstaða er mismunur á heildareignum og heildarskuldum. Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði líkt og undanfarin ár. Árið 2018 voru 3.275 fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign, eða um 26% færri en árið 2017. Eiginfjárstaða þeirra í fasteign var að meðaltali neikvæð um 6,6 milljónir króna árið 2018, sem er aukning frá fyrra ári um 1,2 milljónir króna. Til samanburðar hækkaði heildarfasteignamat á landinu öllu um 14,8% á milli áranna 2017 og 2018.Samanlagðar eignir hæstu tíundar 43% af heildinni Eiginfjárstaða einstaklinga styrktist frá fyrra ári um 15,6% og hjóna án barna um 13,8%. Þá styrktist eiginfjárstaða hjóna með börn um 19% og eiginfjárstaða einstæðra foreldra um 25,3% frá fyrra ári. Mest var styrkingin á milli ára í aldurshópunum 25-29 ára (43,9%) og 30-34 ára (33,6%). Heildareignir fóru úr 6.065 milljörðum króna í árslok 2017 í 6.855 milljarða króna í lok árs 2018 sem er aukning um 13% milli ára. Eignir eru allar eignir fjölskyldu, þar með talið fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Árið 2018 var hlutur fasteigna af heildareignum fjölskyldu um 75,5%, ökutækja 4,6%, bankainnistæða 11,2% og verðbréfa 7,6% og eru það sambærileg hlutföll og árið 2017. Samanlagðar eignir fjölskyldna í hæstu tíund eigna námu 2.955 milljörðum króna, eða um 43% af heildareignum sem er lækkun um tæp 2% frá fyrra ári. Hjón með börn og einstaklingar bættu við sig mestum skuldum Skuldir námu 2.111 milljörðum króna í árslok 2018 og jukust um 7,6% frá fyrra ári. Til skulda teljast allar skuldir fjölskyldu eins og fasteignaskuldir vegna fasteignakaupa, ökutækjalán, námslán, yfirdráttarlán og kreditkortalán. Skuldir hjóna með börn jukust um 8,2% og einstæðra foreldra um 7,2%. Skuldir hjóna án barna jukust um 6,3% og skuldir einstaklinga um 8,2%. Samanlagðar skuldir fjölskyldna í hæstu skuldatíund námu 834 milljörðum króna, eða um 39,5% heildarskulda.
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira