Ástæðulaust fjaðrafok vegna taps á fjárfestingum lífeyrissjóðanna Jakob Bjarnar skrifar 8. október 2019 10:49 Gylfi Magnússon bendir á að á fyrstu átta mánuðum ársins hafi eignir lífeyrissjóðanna aukist um 550 milljarða. fbl/sigtryggur ari Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, vandar um við þá sem fara mikinn vegna taps sem orðið hefur á fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun; eignir sjóðanna jukust um 550 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Vanstillt og vitlaus umræða Gylfi segir umræðuna um lífeyriskerfið oft víðs fjarri staðreyndum. Hann segir „fjaðrafokið vegna taps á sumum fjárfestingum alveg slitið úr samhengi við þá staðreynd að þegar tekin er áhætta verður stundum tap og stundum ávinningur.“ Ef til vill flokkast þetta undir það að benda á hið sjálfsagða en dósentinn telur engu að síður ástæðu til að hnykkja á þessu á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er án vafa hatröm umræða sem orðið hefur í samfélaginu vegna Gamma. „Lykilatriði er auðvitað að velja vel svo að sem oftast verði ávinningur (!) en það er ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt, að sumar fjárfestingar sjóðanna skili tapi. Sumar slíkra fjárfestinga má vitaskuld gagnrýna en það á að gera á grundvelli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar.“ Eignir jukustu um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun í krónum talið en það sem af er þessu ári. „Eignir sjóðanna (þ.e. sjóðfélaga!) jukust um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar af er ávöxtun á að giska 480 milljarðar, hitt eru iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur. Það er auðvitað rétt að anda í gegnum nefið þegar svona tölur birtast, það er langtímaávöxtunin sem skiptir öllu (og horfur um hana eru ekkert sérstaklega bjartar, því miður), ekki skammtímasveiflur, en það má alveg gleðjast í smástund fyrir hönd lífeyrisþega í nútíð og framtíð.“ GAMMA Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, vandar um við þá sem fara mikinn vegna taps sem orðið hefur á fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun; eignir sjóðanna jukust um 550 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Vanstillt og vitlaus umræða Gylfi segir umræðuna um lífeyriskerfið oft víðs fjarri staðreyndum. Hann segir „fjaðrafokið vegna taps á sumum fjárfestingum alveg slitið úr samhengi við þá staðreynd að þegar tekin er áhætta verður stundum tap og stundum ávinningur.“ Ef til vill flokkast þetta undir það að benda á hið sjálfsagða en dósentinn telur engu að síður ástæðu til að hnykkja á þessu á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er án vafa hatröm umræða sem orðið hefur í samfélaginu vegna Gamma. „Lykilatriði er auðvitað að velja vel svo að sem oftast verði ávinningur (!) en það er ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt, að sumar fjárfestingar sjóðanna skili tapi. Sumar slíkra fjárfestinga má vitaskuld gagnrýna en það á að gera á grundvelli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar.“ Eignir jukustu um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun í krónum talið en það sem af er þessu ári. „Eignir sjóðanna (þ.e. sjóðfélaga!) jukust um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar af er ávöxtun á að giska 480 milljarðar, hitt eru iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur. Það er auðvitað rétt að anda í gegnum nefið þegar svona tölur birtast, það er langtímaávöxtunin sem skiptir öllu (og horfur um hana eru ekkert sérstaklega bjartar, því miður), ekki skammtímasveiflur, en það má alveg gleðjast í smástund fyrir hönd lífeyrisþega í nútíð og framtíð.“
GAMMA Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira