Stjórnarandstöðuflokkar unnu kosningarnar í Kósovó Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2019 23:40 Albin Kurti er stofnandi og formaður vinstriflokksins Vetevendosje. epa Vinstriflokkurinn Vetevendosje virðist hafa fengið felst atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í Kósovó í dag. Flokkurinn mun þó þurfa að semja við aðra flokka við myndun nýrrar stjórnar. Þegar búið er að telja um 82 prósent atkvæða mælist Vetevendosje (í. Sjálfsákvörðunarréttur) með 26 prósent atkvæða. Annar stjórnarandstöðuflokkur, miðhægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið, mælist með 25 prósent atkvæða. Formenn flokkanna tveggja sögðu í kosningabaráttunni að þeir hugðust starfa saman í ríkisstjórn, nái þeir nægilegum þingstyrk. Vilji þeir öruggan meirihluta gætu þeir þó neyðst til að leita á náðir einhverra smáflokka þjóðarbrota – Serba, Tyrkja eða Bosníumanna. Í frétt Reuters segir að kosningarnar í dag séu þær fjórðu frá því að Kósovóar lýstu yfir sjálfstæði árið 2008. Boðað var til kosninganna eftir afsögn forsætisráðherrans Ramush Haradinaj í júlí. Hann hafði þá verið boðaður til að mæta fyrir stríðsglæpadómstól. Stendur til að yfirheyra hann vegna þátttöku hans í stríðsátökum á Balkanstaga á árunum 1998 til 1999 þegar hann gegndi embætti eins hershöfðingja í frelsisher Kósovóa sem barðist fyrir sjálfstæði frá Serbíu. Mikil spenna er í samskiptum Serbíu og Kósovó og mun nýr forsætisráðherra standa frammi fyrir því að koma þeim í eðlilegt ástand. Fráfarandi stjórn sleit viðræðum við serbnesk stjórnvöld fyrir um ári og kom þá á 100 prósent toll á allar vörur frá Serbíu. Kosningaþátttakan í dag var rétt rúm 44 prósent. Kósovó Tengdar fréttir Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Vinstriflokkurinn Vetevendosje virðist hafa fengið felst atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í Kósovó í dag. Flokkurinn mun þó þurfa að semja við aðra flokka við myndun nýrrar stjórnar. Þegar búið er að telja um 82 prósent atkvæða mælist Vetevendosje (í. Sjálfsákvörðunarréttur) með 26 prósent atkvæða. Annar stjórnarandstöðuflokkur, miðhægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið, mælist með 25 prósent atkvæða. Formenn flokkanna tveggja sögðu í kosningabaráttunni að þeir hugðust starfa saman í ríkisstjórn, nái þeir nægilegum þingstyrk. Vilji þeir öruggan meirihluta gætu þeir þó neyðst til að leita á náðir einhverra smáflokka þjóðarbrota – Serba, Tyrkja eða Bosníumanna. Í frétt Reuters segir að kosningarnar í dag séu þær fjórðu frá því að Kósovóar lýstu yfir sjálfstæði árið 2008. Boðað var til kosninganna eftir afsögn forsætisráðherrans Ramush Haradinaj í júlí. Hann hafði þá verið boðaður til að mæta fyrir stríðsglæpadómstól. Stendur til að yfirheyra hann vegna þátttöku hans í stríðsátökum á Balkanstaga á árunum 1998 til 1999 þegar hann gegndi embætti eins hershöfðingja í frelsisher Kósovóa sem barðist fyrir sjálfstæði frá Serbíu. Mikil spenna er í samskiptum Serbíu og Kósovó og mun nýr forsætisráðherra standa frammi fyrir því að koma þeim í eðlilegt ástand. Fráfarandi stjórn sleit viðræðum við serbnesk stjórnvöld fyrir um ári og kom þá á 100 prósent toll á allar vörur frá Serbíu. Kosningaþátttakan í dag var rétt rúm 44 prósent.
Kósovó Tengdar fréttir Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila