Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 18:44 Ewart fyrir utan Hæstarétt Bretlands í fyrra. Hann taldi þungunarrofslög á Norður-Írlandi stríða gegn mannréttindum en vísaði málinu frá af tæknilegum ástæðum. Vísir/EPA Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi stangist á við skuldbindingar Bretlands í mannréttindamálum. Kona sem neitað var um þungunarrof höfðaði málið til að fá lögin felld úr gildi. Þungunarrof er aðeins heimilt á Norður-Írlandi þegar líf eða heilbrigði móður er í hættu. Engar undanþágur eru í tilfellum þar sem konu hefur verið nauðgað, hún verið fórnarlamb sifjaspells eða alvarlegra fósturgalla. Dómarinn í málinu sagðist þó ekki ætla að fella lögin úr gildi strax í ljósi þess að breska ríkisstjórnin hefur þegar boðað að þungunarrof verði lögleitt á Norður-Írlandi takist stjórnmálaflokkum þar ekki að mynda nýja heimastjórn fyrir 21. október, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Ewart, konan sem höfðaði málið, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana vendipunkt fyrir konur í baráttu þeirra gegn „úreltum lögum“. Ewart var neitað um þungunarrof árið 2013 þrátt fyrir að læknar teldu að fóstrið ætti sér enga lífsvon utan móðurkviðs. Hún fór því til Englands til að gangast undir þungunarrof og hefur lýst því hvernig reynslan hafi valdið henni og fjölskyldu hennar enn frekara sálrænu áfalli og kostnaði. Andstæðingar þungunarrofs mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Belfast og sögðu daginn „sorgardag“ fyrir Norður-Írland.Við það að missa heimastjórnina eftir áralanga stjórnarkreppu Þungunarrof var lögleitt á Englandi, í Wales og Skotlandi árið 1967 en það var aldrei leitt í lög á Norður-Írlandi sem hefur lengi vel verið íhaldssöm kristin þjóð. Stjórnarkeppa hefur ríkt á Norður-Írlandi í tæp þrjú. Flokkar sambandssinna og þjóðernissinna eru skikkaðir til að mynda saman heimastjórn en samstarf Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP) og Sinn Féin sprakk í loft upp í janúar árið 2017. Nái flokkarnir ekki saman um heimastjórn fyrir 21. október tekur breska ríkisstjórnin við skyldum heimastjórnarinnar. Hún hefur þegar samþykkt að lögleiða þungunarrof og hjónabönd samkynhneigðra nema sættir náist á Norður-Írlandi áður. Bretland Mannréttindi Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi stangist á við skuldbindingar Bretlands í mannréttindamálum. Kona sem neitað var um þungunarrof höfðaði málið til að fá lögin felld úr gildi. Þungunarrof er aðeins heimilt á Norður-Írlandi þegar líf eða heilbrigði móður er í hættu. Engar undanþágur eru í tilfellum þar sem konu hefur verið nauðgað, hún verið fórnarlamb sifjaspells eða alvarlegra fósturgalla. Dómarinn í málinu sagðist þó ekki ætla að fella lögin úr gildi strax í ljósi þess að breska ríkisstjórnin hefur þegar boðað að þungunarrof verði lögleitt á Norður-Írlandi takist stjórnmálaflokkum þar ekki að mynda nýja heimastjórn fyrir 21. október, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Ewart, konan sem höfðaði málið, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana vendipunkt fyrir konur í baráttu þeirra gegn „úreltum lögum“. Ewart var neitað um þungunarrof árið 2013 þrátt fyrir að læknar teldu að fóstrið ætti sér enga lífsvon utan móðurkviðs. Hún fór því til Englands til að gangast undir þungunarrof og hefur lýst því hvernig reynslan hafi valdið henni og fjölskyldu hennar enn frekara sálrænu áfalli og kostnaði. Andstæðingar þungunarrofs mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Belfast og sögðu daginn „sorgardag“ fyrir Norður-Írland.Við það að missa heimastjórnina eftir áralanga stjórnarkreppu Þungunarrof var lögleitt á Englandi, í Wales og Skotlandi árið 1967 en það var aldrei leitt í lög á Norður-Írlandi sem hefur lengi vel verið íhaldssöm kristin þjóð. Stjórnarkeppa hefur ríkt á Norður-Írlandi í tæp þrjú. Flokkar sambandssinna og þjóðernissinna eru skikkaðir til að mynda saman heimastjórn en samstarf Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP) og Sinn Féin sprakk í loft upp í janúar árið 2017. Nái flokkarnir ekki saman um heimastjórn fyrir 21. október tekur breska ríkisstjórnin við skyldum heimastjórnarinnar. Hún hefur þegar samþykkt að lögleiða þungunarrof og hjónabönd samkynhneigðra nema sættir náist á Norður-Írlandi áður.
Bretland Mannréttindi Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17