Johnson birtir tillögur sínar í útgönguviðræðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2019 18:45 Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október. Johnson sendi Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, bréf í dag þar sem hann sagði málamiðlanir nauðsynlegar. Bæði bréfið og tillögurnar voru birtar í dag og snerust bæði skjölin einna helst um fyrirkomulag á landamærum Bretlands og Írlands.Írland aðalmálið Í útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, sem þingið felldi í þrígang, mátti finna þá varúðarráðstöfun að Norður-Írar þyrftu að hlýða áfram stærri hluta Evrópuregluverksins en aðrir Bretar til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það er að segja ef sérstakt samkomulag um fyrirkomulagið næðist ekki. Þetta var ein helst ástæðan fyrir höfnun þingsins.Johnson sendi Juncker bréf í dag.Tillögurnar miða samkvæmt ríkisstjórninni að því að tryggja áfram stöðugleika innri markaðar ESB auk þess að halda Bretlandi saman sem einu tollasvæði. Norður-Írland myndi halda áfram að vera á innri markaðnum en ekki í tollasambandinu og norðurírska þingið fengi að ákveða á fjögurra ára fresti hvort það vildi halda í fyrirkomulagið. Johnson hélt svo ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í Manchester í dag og sagði að vissulega væri um málamiðlun að ræða. „Ég vona það innilega að félagar okkar skilji að þeir þurfa líka að gera málamiðlanir. Vegna þess að ef okkur mistekst að ná samkomulagi vegna tæknilegrar umræðu um nákvæmt fyrirkomulag tollaeftirlits, þegar tækni á því sviði er að taka hröðum framförum, skulum við ekki velkjast í vafa um hver niðurstaðan verður. Þá göngum við út án samnings og það viljum við ekki.“ Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafði ekki séð tillögurnar í heild þegar hann tjáði sig í dag. Sagði hins vegar að það sem hann hafi séð lofaði ekki góðu. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október. Johnson sendi Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, bréf í dag þar sem hann sagði málamiðlanir nauðsynlegar. Bæði bréfið og tillögurnar voru birtar í dag og snerust bæði skjölin einna helst um fyrirkomulag á landamærum Bretlands og Írlands.Írland aðalmálið Í útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, sem þingið felldi í þrígang, mátti finna þá varúðarráðstöfun að Norður-Írar þyrftu að hlýða áfram stærri hluta Evrópuregluverksins en aðrir Bretar til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það er að segja ef sérstakt samkomulag um fyrirkomulagið næðist ekki. Þetta var ein helst ástæðan fyrir höfnun þingsins.Johnson sendi Juncker bréf í dag.Tillögurnar miða samkvæmt ríkisstjórninni að því að tryggja áfram stöðugleika innri markaðar ESB auk þess að halda Bretlandi saman sem einu tollasvæði. Norður-Írland myndi halda áfram að vera á innri markaðnum en ekki í tollasambandinu og norðurírska þingið fengi að ákveða á fjögurra ára fresti hvort það vildi halda í fyrirkomulagið. Johnson hélt svo ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í Manchester í dag og sagði að vissulega væri um málamiðlun að ræða. „Ég vona það innilega að félagar okkar skilji að þeir þurfa líka að gera málamiðlanir. Vegna þess að ef okkur mistekst að ná samkomulagi vegna tæknilegrar umræðu um nákvæmt fyrirkomulag tollaeftirlits, þegar tækni á því sviði er að taka hröðum framförum, skulum við ekki velkjast í vafa um hver niðurstaðan verður. Þá göngum við út án samnings og það viljum við ekki.“ Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafði ekki séð tillögurnar í heild þegar hann tjáði sig í dag. Sagði hins vegar að það sem hann hafi séð lofaði ekki góðu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira