Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2019 14:47 Jón Ársæll hefur lengi leitað fanga í fangelsum landsins. Það virðist nú ætla að koma aftan að honum en bæði hann og RÚV hafa fallist á bótaskyldu, þau vilja bara ekki borga svona mikið. Einn viðmælenda Jóns Ársæls Þórðarsonar í þáttum hans Paradísarheimt sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins hefur sótt hann og RÚV til saka og krefst þess að fá óskipt 5 milljónir króna í skaðabætur. Konan sem Jón Ársæll ræddi við var fangi þegar viðtalið var tekið. Hún fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist en hún vill meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. Fyrir liggur að bæði Jón Ársæll og Ríkisútvarpið fallast á bótaskyldu í málinu. Það kom fram við flutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hins vegar vilja lögmenn Jóns Ársæls og svo RÚV meina að bótakrafan sé alltof há.Enginn sáttavilji hjá RÚV Málsaðilar voru ekki viðstödd málflutninginn en Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður stefnanda, sagði að enginn sáttavilji væri fyrir hendi hjá Ríkisútvarpinu né Jóni Ársæli og því væri málið nú komið í þennan farveg. Þessu mótmælti Stefán A. Svensson lögmaður Ríkisútvarpsins og sagði að ekki væri hægt að leggja mál þannig upp, á þeim forsendum að nefnd sé tala x og á hana sé ekki fallist, að enginn sáttavilji hafi verið fyrir hendi. Það hafi farið fram fundir um málið.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu.Fréttablaðið/StefánÍ málflutningi Ólafs kom hins vegar fram að vert hefði verið að leita sátta áður en málið færi í þennan farveg. Hann sagði að vissulega hefði skjólstæðingur sinn fallist á að veita viðtalið en með því skilyrði að hann fengi að sjá það fyrir birtingu. Það hafi verið svikið og tilmæli um að viðtalið yrði ekki sýnt hafi verið virt að vettugi, þá bæði óskir Fangelsismálastofnunar sem og viðmælandans. Ólafur lagði meðal annars fram tölvupóst sem fór frá Fangelsismálastofnun og stílaður er á Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu, þar sem bent var á að ekki væri heimilt að birta viðtalið. Honum hafi því mátt ljóst vera að það hafi verið óheimilt.Viðtalið hafi stórskaðað viðmælandann Ólafur sagði að konan sem Jón Ársæll ræddi við væri í miklu uppnámi vegna þessa. Lögmaðurinn lagði áherslu á að málið væri með öllu fordæmalaust og stefnandi byggði á því að háttsemi stefndu flokkuðust undir stórkostlegt gáleysi. Og það hljóti að hafa áhrif á upphæð bóta og þá til hækkunar.Sjá einnig:RÚV taldi betra að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Þá rakti lögmaðurinn efni viðtalsins og að það sem þar kom fram hlyti að flokkast undir viðkvæmar persónuleg málefni. Stefndi var fangi meðan viðtalið var tekið upp, fjallað var um að viðkomandi hafi hlotið marga fangelsisdóma, verið í fóstri á stofnunum, mamma konunnar sem og amma væru fíklar, þau hefðu stolið úr búðum og hlotið marga fangelsisdóma, stefnandi hafi verið læst niðri í kjallara og látin éta úldinn mat. Þá var fjallað um kynhneigð stefnanda. Allt varði þetta 71. grein stjórnarskrárinnar.Eva B. Helgadóttir, lögmaður RÚV í málinu.Ólafur sagði að viðtalið hafi valdið skjólstæðingi hans miklum miska, eðli máls væri einfaldlega þannig. Og hún væri ekki á góðum stað, hvorki fyrir né eftir. Þá nefndi lögmaðurinn það að birtingin skipti máli, þetta hafi verið í opinni dagskrá á besta tíma auk þess sem unnin hafi verið frétt upp úr viðtalinu og birt á DV.Fallast á bótaskyldu Bæði lögmenn Jóns Ársæls, Eva Bryndís Helgadóttir og lögmaður RÚV, könnuðust við bótaskylduna, viðurkenndu hana en vildu ekki meina að þau hafi brotið gegn persónuverndarákvæðum. Eva Bryndís krafðist lækkunar á kröfum og taldi rétt að dómari liti til þess sem eðlilegt hefur talist og sanngjarnt í miskabótum mála af þessu tagi. Þá sé vert að taka fram að Jón Ársæll tók viðtölin í góðri trú með samþykki stefnanda. Engin gildishlaðin ummæli hafi fallið af hans hálfu heldur vildi hann segja sögu hennar eins og hún vildi sjálf, með einlægum og fordómalausum hætti. Stefán, lögmaður RÚV, impraði á því að Jón Ársæll væri framleiðandi þáttanna og RÚV hefði ekki haft neitt ritstjórnarlegt vald yfir gerð þeirra. Þannig væri fráleitt að stofnunin hafi brotið gegn til dæmis siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31 Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Einn viðmælenda Jóns Ársæls Þórðarsonar í þáttum hans Paradísarheimt sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins hefur sótt hann og RÚV til saka og krefst þess að fá óskipt 5 milljónir króna í skaðabætur. Konan sem Jón Ársæll ræddi við var fangi þegar viðtalið var tekið. Hún fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist en hún vill meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. Fyrir liggur að bæði Jón Ársæll og Ríkisútvarpið fallast á bótaskyldu í málinu. Það kom fram við flutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hins vegar vilja lögmenn Jóns Ársæls og svo RÚV meina að bótakrafan sé alltof há.Enginn sáttavilji hjá RÚV Málsaðilar voru ekki viðstödd málflutninginn en Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður stefnanda, sagði að enginn sáttavilji væri fyrir hendi hjá Ríkisútvarpinu né Jóni Ársæli og því væri málið nú komið í þennan farveg. Þessu mótmælti Stefán A. Svensson lögmaður Ríkisútvarpsins og sagði að ekki væri hægt að leggja mál þannig upp, á þeim forsendum að nefnd sé tala x og á hana sé ekki fallist, að enginn sáttavilji hafi verið fyrir hendi. Það hafi farið fram fundir um málið.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu.Fréttablaðið/StefánÍ málflutningi Ólafs kom hins vegar fram að vert hefði verið að leita sátta áður en málið færi í þennan farveg. Hann sagði að vissulega hefði skjólstæðingur sinn fallist á að veita viðtalið en með því skilyrði að hann fengi að sjá það fyrir birtingu. Það hafi verið svikið og tilmæli um að viðtalið yrði ekki sýnt hafi verið virt að vettugi, þá bæði óskir Fangelsismálastofnunar sem og viðmælandans. Ólafur lagði meðal annars fram tölvupóst sem fór frá Fangelsismálastofnun og stílaður er á Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu, þar sem bent var á að ekki væri heimilt að birta viðtalið. Honum hafi því mátt ljóst vera að það hafi verið óheimilt.Viðtalið hafi stórskaðað viðmælandann Ólafur sagði að konan sem Jón Ársæll ræddi við væri í miklu uppnámi vegna þessa. Lögmaðurinn lagði áherslu á að málið væri með öllu fordæmalaust og stefnandi byggði á því að háttsemi stefndu flokkuðust undir stórkostlegt gáleysi. Og það hljóti að hafa áhrif á upphæð bóta og þá til hækkunar.Sjá einnig:RÚV taldi betra að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Þá rakti lögmaðurinn efni viðtalsins og að það sem þar kom fram hlyti að flokkast undir viðkvæmar persónuleg málefni. Stefndi var fangi meðan viðtalið var tekið upp, fjallað var um að viðkomandi hafi hlotið marga fangelsisdóma, verið í fóstri á stofnunum, mamma konunnar sem og amma væru fíklar, þau hefðu stolið úr búðum og hlotið marga fangelsisdóma, stefnandi hafi verið læst niðri í kjallara og látin éta úldinn mat. Þá var fjallað um kynhneigð stefnanda. Allt varði þetta 71. grein stjórnarskrárinnar.Eva B. Helgadóttir, lögmaður RÚV í málinu.Ólafur sagði að viðtalið hafi valdið skjólstæðingi hans miklum miska, eðli máls væri einfaldlega þannig. Og hún væri ekki á góðum stað, hvorki fyrir né eftir. Þá nefndi lögmaðurinn það að birtingin skipti máli, þetta hafi verið í opinni dagskrá á besta tíma auk þess sem unnin hafi verið frétt upp úr viðtalinu og birt á DV.Fallast á bótaskyldu Bæði lögmenn Jóns Ársæls, Eva Bryndís Helgadóttir og lögmaður RÚV, könnuðust við bótaskylduna, viðurkenndu hana en vildu ekki meina að þau hafi brotið gegn persónuverndarákvæðum. Eva Bryndís krafðist lækkunar á kröfum og taldi rétt að dómari liti til þess sem eðlilegt hefur talist og sanngjarnt í miskabótum mála af þessu tagi. Þá sé vert að taka fram að Jón Ársæll tók viðtölin í góðri trú með samþykki stefnanda. Engin gildishlaðin ummæli hafi fallið af hans hálfu heldur vildi hann segja sögu hennar eins og hún vildi sjálf, með einlægum og fordómalausum hætti. Stefán, lögmaður RÚV, impraði á því að Jón Ársæll væri framleiðandi þáttanna og RÚV hefði ekki haft neitt ritstjórnarlegt vald yfir gerð þeirra. Þannig væri fráleitt að stofnunin hafi brotið gegn til dæmis siðareglum Blaðamannafélags Íslands.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31 Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00
Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31
Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30