Tapaði 458 milljónum á Icelandair Helgi Vífill Júlíusson skrifar 2. október 2019 06:30 Gengið lækkaði um 35% í fyrra. Tap Traðarhyrnu, sem stofnað var um kaup í Icelandair Group í febrúar 2017, jókst í 458 milljónir króna árið 2018 úr 169 milljónum króna árið áður. Gengi Icelandair Group lækkaði um 35 prósent í fyrra og það sem af er ári hefur gengið lækkað um þriðjung. Traðarhyrna fjárfesti upphaflega í Icelandair Group fyrir 1,7 milljarða króna en við árslok 2018 átti félagið hlutabréf í flugfélaginu fyrir 740 milljónir. Fram kemur í reikningi Traðarhyrnu að félagið hafi í fyrra selt hlutabréf í Icelandair Group fyrir 310 milljónir króna. Traðarhyrna hefur haldið áfram að minnka hlut sinn á árinu. Skuldir Traðarhyrnu við lánastofnanir námu 193 milljónum króna við árslok og var eiginfjárhlutfallið 74 prósent. Athygli vekur að í lok síðasta árs var Traðarsteinn sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Helgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, ekki lengur á meðal hluthafa Traðarhyrnu. Áður var félagið stærsti hluthafinn með 20 prósenta hlut.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.Auk þess er Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir ekki lengur á meðal hluthafa en hann átti 4,6 prósenta hlut við lok árs 2017. Fram kom í ársreikningi að Traðarhyrna hefði keypt eigin bréf fyrir 250 milljónir króna á á árinu. Jafnframt kom fram í fréttum í ágúst síðastliðnum að Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, hefði fært hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá Traðarhyrnu yfir í félagið NT. Fjögur félög áttu 13,9 prósenta hlut í Traðarhyrnu við árslok: Kvika banki, Snæból í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar, Gani í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og NT í eigu téðs Ómars. Aðrir hluthafar eru félög á vegum Margrétar Ásgeirsdóttur hóteleiganda; fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar, fyrrverandi útgerðarmanns; Þorvalds Gissurarsonar verktaka, Óttars Þórarinssonar og Fagfjárfestasjóðsins Myllu undir stjórn Júpíters, sjóðastýringar Kviku. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Tap Traðarhyrnu, sem stofnað var um kaup í Icelandair Group í febrúar 2017, jókst í 458 milljónir króna árið 2018 úr 169 milljónum króna árið áður. Gengi Icelandair Group lækkaði um 35 prósent í fyrra og það sem af er ári hefur gengið lækkað um þriðjung. Traðarhyrna fjárfesti upphaflega í Icelandair Group fyrir 1,7 milljarða króna en við árslok 2018 átti félagið hlutabréf í flugfélaginu fyrir 740 milljónir. Fram kemur í reikningi Traðarhyrnu að félagið hafi í fyrra selt hlutabréf í Icelandair Group fyrir 310 milljónir króna. Traðarhyrna hefur haldið áfram að minnka hlut sinn á árinu. Skuldir Traðarhyrnu við lánastofnanir námu 193 milljónum króna við árslok og var eiginfjárhlutfallið 74 prósent. Athygli vekur að í lok síðasta árs var Traðarsteinn sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Helgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, ekki lengur á meðal hluthafa Traðarhyrnu. Áður var félagið stærsti hluthafinn með 20 prósenta hlut.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.Auk þess er Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir ekki lengur á meðal hluthafa en hann átti 4,6 prósenta hlut við lok árs 2017. Fram kom í ársreikningi að Traðarhyrna hefði keypt eigin bréf fyrir 250 milljónir króna á á árinu. Jafnframt kom fram í fréttum í ágúst síðastliðnum að Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, hefði fært hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá Traðarhyrnu yfir í félagið NT. Fjögur félög áttu 13,9 prósenta hlut í Traðarhyrnu við árslok: Kvika banki, Snæból í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar, Gani í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og NT í eigu téðs Ómars. Aðrir hluthafar eru félög á vegum Margrétar Ásgeirsdóttur hóteleiganda; fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar, fyrrverandi útgerðarmanns; Þorvalds Gissurarsonar verktaka, Óttars Þórarinssonar og Fagfjárfestasjóðsins Myllu undir stjórn Júpíters, sjóðastýringar Kviku.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira