Ávinningur af samvinnuleið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. október 2019 07:30 Sigurður segir að samvinnuleiðin þurfi að koma til viðbótar við önnur verkefni stjórnvalda. Vísir/vilhelm Samvinnuleið ríkis og einkaaðila við fjármögnun uppbyggingar á innviðum er góður kostur fyrir ríkið í ljósi þess að hún krefst minni fjármagnsbindingar og flýtir framkvæmdum. Uppbyggingin með slíkum hætti sé líklegri til að vera á áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn um tækifærin sem felast í samvinnuleiðinni (e. public private partneship). „Það er staðreynd að hér á landi er mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir og uppbyggingu innviða,“ segir Sigurður sem mun halda erindi í dag á ráðstefnu um samvinnuleiðina (e. public private partneship) sem Arion banki stendur fyrir á morgun, fimmtudag. Hann vísar til skýrslu sem Samtök iðnaðarins birtu fyrir tveimur árum. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf metin á 372 milljarða króna fyrir utan nýfjárfestingar. Þá nefnir hann einnig að í skýrslu sem OECD gaf nýlega út hafi komið fram að íslenskir innviðir væru komnir að þolmörkum. „Þetta hefur áhrif á framleiðni vegna þess að innviðir leggja grunn að verðmætasköpun hagkerfisins. Góðir samgönguinnviðir nýtast til að mynda greinum eins og ferðaþjónustunni til að skapa verðmæti og útflutningstekjur,“ segir Sigurður. „Samvinnuleiðin er góður kostur fyrir ríkið vegna þess að hún krefst minni fjármagnsbindingar af hálfu ríkisins og flýtir framkvæmdum. Rannsóknir hafa sýnt að innviðafjárfestingar sem eru framkvæmdar með samvinnuleiðinni eru líklegri til að vera á áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað,“ segir Sigðurður og bætir við að viðhaldi sé gjarnan betur sinnt í slíkum verkefnum. Fulltrúar ríkisvaldsins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku samkomulag um uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á svæðinu næstu 15 árin. Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 120 milljarða og að gjaldtaka muni standa undir 60 milljörðum. „Samvinnuleiðin þarf að koma til viðbótar við önnur verkefni sem stjórnvöld eru að vinna að. Við höfum líka bent á að það þurfi að beita ábatagreiningum í meiri mæli við forgangsröðun verkefna og rímar það við áherslur OECD. Við vitum hver kostnaðurinn verður en við verðum að geta svarað spurningunni um hvers vegna sé verið að fara í þessar framkvæmdir en ekki aðrar,“ segir Sigurður. „Þetta skiptir miklu máli þegar verkefnin verða fjármögnuð að helmingi með gjaldtökum. Þó að Samgöngusáttmálinn byggi ekki á samvinnuleiðinni hljóta sömu sjónarmið að gilda, þ.e.a.s. að greiðsluviljinn ráðist á endanum af ábatanum sem notandinn upplifir hvort sem um er að ræða styttri ferðatíma eða aukið umferðaröryggi. Við þurfum að passa að fólk upplifi ekki gjaldtökuna sem aukna skattlagningu“. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi um svokölluð PPP-félög, samvinnufélög ríkisins og einkaaðila. Er frumvarpinu ætlað að greiða götuna fyrir samvinnuleiðina og segir Sigurður að það sé til marks um aukinn áhuga stjórnvalda á leiðinni. „Það er ljóst að áhugi stjórnvalda er til staðar og ég held að áhugi fjárfesta hafi verið til staðar um margra ára skeið,“ segir Sigurður. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samvinnuleið ríkis og einkaaðila við fjármögnun uppbyggingar á innviðum er góður kostur fyrir ríkið í ljósi þess að hún krefst minni fjármagnsbindingar og flýtir framkvæmdum. Uppbyggingin með slíkum hætti sé líklegri til að vera á áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn um tækifærin sem felast í samvinnuleiðinni (e. public private partneship). „Það er staðreynd að hér á landi er mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir og uppbyggingu innviða,“ segir Sigurður sem mun halda erindi í dag á ráðstefnu um samvinnuleiðina (e. public private partneship) sem Arion banki stendur fyrir á morgun, fimmtudag. Hann vísar til skýrslu sem Samtök iðnaðarins birtu fyrir tveimur árum. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf metin á 372 milljarða króna fyrir utan nýfjárfestingar. Þá nefnir hann einnig að í skýrslu sem OECD gaf nýlega út hafi komið fram að íslenskir innviðir væru komnir að þolmörkum. „Þetta hefur áhrif á framleiðni vegna þess að innviðir leggja grunn að verðmætasköpun hagkerfisins. Góðir samgönguinnviðir nýtast til að mynda greinum eins og ferðaþjónustunni til að skapa verðmæti og útflutningstekjur,“ segir Sigurður. „Samvinnuleiðin er góður kostur fyrir ríkið vegna þess að hún krefst minni fjármagnsbindingar af hálfu ríkisins og flýtir framkvæmdum. Rannsóknir hafa sýnt að innviðafjárfestingar sem eru framkvæmdar með samvinnuleiðinni eru líklegri til að vera á áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað,“ segir Sigðurður og bætir við að viðhaldi sé gjarnan betur sinnt í slíkum verkefnum. Fulltrúar ríkisvaldsins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku samkomulag um uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á svæðinu næstu 15 árin. Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 120 milljarða og að gjaldtaka muni standa undir 60 milljörðum. „Samvinnuleiðin þarf að koma til viðbótar við önnur verkefni sem stjórnvöld eru að vinna að. Við höfum líka bent á að það þurfi að beita ábatagreiningum í meiri mæli við forgangsröðun verkefna og rímar það við áherslur OECD. Við vitum hver kostnaðurinn verður en við verðum að geta svarað spurningunni um hvers vegna sé verið að fara í þessar framkvæmdir en ekki aðrar,“ segir Sigurður. „Þetta skiptir miklu máli þegar verkefnin verða fjármögnuð að helmingi með gjaldtökum. Þó að Samgöngusáttmálinn byggi ekki á samvinnuleiðinni hljóta sömu sjónarmið að gilda, þ.e.a.s. að greiðsluviljinn ráðist á endanum af ábatanum sem notandinn upplifir hvort sem um er að ræða styttri ferðatíma eða aukið umferðaröryggi. Við þurfum að passa að fólk upplifi ekki gjaldtökuna sem aukna skattlagningu“. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi um svokölluð PPP-félög, samvinnufélög ríkisins og einkaaðila. Er frumvarpinu ætlað að greiða götuna fyrir samvinnuleiðina og segir Sigurður að það sé til marks um aukinn áhuga stjórnvalda á leiðinni. „Það er ljóst að áhugi stjórnvalda er til staðar og ég held að áhugi fjárfesta hafi verið til staðar um margra ára skeið,“ segir Sigurður.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira