Mjótt á munum á breska þinginu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2019 18:45 Það er ekki útilokað að Johnson takist það sem Theresa May tókst ekki. AP/Francisco Seco Afstaða breskra þingflokka til nýs útgöngusamnings ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra er farin að skýrast nokkuð fyrir atkvæðagreiðslu morgundagsins. Allir flokkar utan Íhaldsflokksins hafa lýst sig andvíga samningnum en það þýðir ekki að staðan sé vonlaus fyrir Johnson og hafa samherjar hans reynt að afla stuðnings í allan dag. „Auðvitað munum við reyna að sannfæra alla og undirstrika það jákvæða í samningnum. Ég hef fulla trú á því að það muni skila okkur stuðningi,“ sagði Dominic Raab utanríkisráðherra.Lítill munur Til þess að samningurinn nái í gegnum þingið þurfa 320 þingmenn að greiða atkvæði með honum. Íhaldsflokkurinn hefur 287 atkvæði og þarf Johnson því að tryggja að flokkurinn standi saman. Talið er líklegt að þeir 23 fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins sem nú eru óháðir greiði atkvæði flestir með samningnum. Samanlagt væru atkvæði þá í mesta lagi 310 og stutt í meirihlutann. Þegar þingið felldi útgöngusamning Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í þriðja sinn greiddu fimm þingmenn Verkamannaflokksins og þrír fyrrverandi þingmenn flokksins atkvæði með samningnum. Ef Johnson nær þeim á sitt band er hann kominn ansi nálægt meirihluta og er í rauninni ómögulegt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer.Vilja síður fresta Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. „Okkur ber að virða útgöngudaginn, 31. október. Ég ætla ekki í einhvern pólitískan skáldskap. Ég ætla ekki að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer á breska þinginu en ég held að við ættum ekki að samþykkja hvaða frestun sem er,“ sagði franski forsetinn Emmanuel Macron. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Afstaða breskra þingflokka til nýs útgöngusamnings ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra er farin að skýrast nokkuð fyrir atkvæðagreiðslu morgundagsins. Allir flokkar utan Íhaldsflokksins hafa lýst sig andvíga samningnum en það þýðir ekki að staðan sé vonlaus fyrir Johnson og hafa samherjar hans reynt að afla stuðnings í allan dag. „Auðvitað munum við reyna að sannfæra alla og undirstrika það jákvæða í samningnum. Ég hef fulla trú á því að það muni skila okkur stuðningi,“ sagði Dominic Raab utanríkisráðherra.Lítill munur Til þess að samningurinn nái í gegnum þingið þurfa 320 þingmenn að greiða atkvæði með honum. Íhaldsflokkurinn hefur 287 atkvæði og þarf Johnson því að tryggja að flokkurinn standi saman. Talið er líklegt að þeir 23 fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins sem nú eru óháðir greiði atkvæði flestir með samningnum. Samanlagt væru atkvæði þá í mesta lagi 310 og stutt í meirihlutann. Þegar þingið felldi útgöngusamning Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í þriðja sinn greiddu fimm þingmenn Verkamannaflokksins og þrír fyrrverandi þingmenn flokksins atkvæði með samningnum. Ef Johnson nær þeim á sitt band er hann kominn ansi nálægt meirihluta og er í rauninni ómögulegt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer.Vilja síður fresta Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. „Okkur ber að virða útgöngudaginn, 31. október. Ég ætla ekki í einhvern pólitískan skáldskap. Ég ætla ekki að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer á breska þinginu en ég held að við ættum ekki að samþykkja hvaða frestun sem er,“ sagði franski forsetinn Emmanuel Macron.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira