Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2019 23:46 Mennirnir voru færðir fyrir dómara í dag. AP/Dana Verkouteren Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. Skömmu áður en þeir voru handteknir höfðu þeir snætt með Giuliani en lögmaðurinn ætlaði einnig að fljúga til Vínar í dag.Tvímenningarnir, sem heita Igor Fruman og Lev Parnas, aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta og hafa styrkt Repúblikanaflokkinn og Trump fjárhagslega. Eru þeir sakaðir um að hafa notað eigið fé og fé ónefnds rússnesks auðjöfurs. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa beitt bellibrögðum til að koma fé erlendis frá til bandarískra stjórnmálamanna og frambjóðenda Repúblikanaflokksins á ýmsum stigum yfirvalda þar. Í ákærunni gegn þeim segir að Fruman og Parnas hafi unnið með ónefndum embættismanni frá Úkraínu. Tveir aðrir menn voru einnig handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknirDonald Trump ræddi við blaðamenn í kvöld og sagðist ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir væru. Blaðamennirnir þyrftu að spyrja Giuliani út í það. Hann sagði það ekki skipta máli að til væru myndir af þeim með honum, því hann „tæki myndir með öllum“.Bæði Fruman og Parnas, auk eins hinna mannanna sem voru handteknir, borðuðu þó með Trump í Hvíta húsinu í fyrra, samkvæmt frétt Wall Street Journal.Þegar Fruman og Parnas voru færðir fyrir dómara í dag kom í ljós að lögmenn þeirra höfðu einnig varið Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mennirnir þurfa að leggja fram milljón dala tryggingu, hvor, til að fá að vera í stofufangelsi þar til réttað verður yfir þeim. Lögmaðurinn John Dowd, sem var um tíma lögmaður Trump, starfar fyrir Fruman og Parnas. Bæði Fruman og Parnas hafa verið kallaðir til vitnaleiðslu þingmanna í tengslum við athafnir þeirra í Úkraínu vegna ákæruferlisins gegn Trump fyrir möguleg embættisbrot. Fjölmiðlar ytra segja tvímenningana ekkert hafa komið að bandarískum stjórnmálum fyrir maí í fyrra, þegar þeir gáfu 325 þúsund dali til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) sem styður Trump. Í kjölfarið hafi þeir varið umtalsverðum fjármunum til stjórnmála og samkvæmt ákærunum reyndu þeir að fela uppruna peninganna. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Sjá meira
Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. Skömmu áður en þeir voru handteknir höfðu þeir snætt með Giuliani en lögmaðurinn ætlaði einnig að fljúga til Vínar í dag.Tvímenningarnir, sem heita Igor Fruman og Lev Parnas, aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta og hafa styrkt Repúblikanaflokkinn og Trump fjárhagslega. Eru þeir sakaðir um að hafa notað eigið fé og fé ónefnds rússnesks auðjöfurs. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa beitt bellibrögðum til að koma fé erlendis frá til bandarískra stjórnmálamanna og frambjóðenda Repúblikanaflokksins á ýmsum stigum yfirvalda þar. Í ákærunni gegn þeim segir að Fruman og Parnas hafi unnið með ónefndum embættismanni frá Úkraínu. Tveir aðrir menn voru einnig handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknirDonald Trump ræddi við blaðamenn í kvöld og sagðist ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir væru. Blaðamennirnir þyrftu að spyrja Giuliani út í það. Hann sagði það ekki skipta máli að til væru myndir af þeim með honum, því hann „tæki myndir með öllum“.Bæði Fruman og Parnas, auk eins hinna mannanna sem voru handteknir, borðuðu þó með Trump í Hvíta húsinu í fyrra, samkvæmt frétt Wall Street Journal.Þegar Fruman og Parnas voru færðir fyrir dómara í dag kom í ljós að lögmenn þeirra höfðu einnig varið Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mennirnir þurfa að leggja fram milljón dala tryggingu, hvor, til að fá að vera í stofufangelsi þar til réttað verður yfir þeim. Lögmaðurinn John Dowd, sem var um tíma lögmaður Trump, starfar fyrir Fruman og Parnas. Bæði Fruman og Parnas hafa verið kallaðir til vitnaleiðslu þingmanna í tengslum við athafnir þeirra í Úkraínu vegna ákæruferlisins gegn Trump fyrir möguleg embættisbrot. Fjölmiðlar ytra segja tvímenningana ekkert hafa komið að bandarískum stjórnmálum fyrir maí í fyrra, þegar þeir gáfu 325 þúsund dali til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) sem styður Trump. Í kjölfarið hafi þeir varið umtalsverðum fjármunum til stjórnmála og samkvæmt ákærunum reyndu þeir að fela uppruna peninganna.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Sjá meira