Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2019 22:30 El Shafee Elsheikh og Alexanda Amon Kotey. AP/Hussein Malla Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. Sýrlenskir Kúrdar halda minnst tíu þúsund ISIS-liðum föngum í á þriðja tug fangelsa og er óttast að einhverjir þeirra muni sleppa úr haldi vegna innrásarinnar. Um tvö þúsund þeirra eru erlendir vígamenn og þar af um 800 frá Evrópu. AP fréttaveitan hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að flytja eigi hópinn til Írak á morgun.Tveir menn sem tilheyrðu alræmdum hópi vígamanna sem gengu undir nafninu „Bítlar ISIS“ voru einnig teknir úr haldi Kúrda í gær en ekki liggur fyrir hvort þeir verði fluttir til Írak. Fregnir bárust af því í gærkvöldi að Bítlarnir væru meðal vígamanna sem hermenn Bandaríkjanna hefðu tekið úr haldi Kúrda. Um er að ræða hóp manna sem þykja alræmdir og er ekki vilji til þess að þeir sleppi úr haldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að „hættulegustu“ ISIS-liðarnir hefðu verið fluttir um set. Bítlarnir tveir, sem heita El Shafee Elsheikh og Alexanda Amon Kotey, tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. Meðal annars myrtu þeir blaðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Japan, auk þess sem þeir myrtu hjálparstarfsmenn og sýrlenska hermenn sem handsamaðir voru af hryðjuverkasamtökunum. Aftökurnar voru notaðar í áróðursmyndböndum samtakanna. Leiðtogi hópsins, Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og sá fjórði Aine Davix var handtekinn í Tyrklandi. Þeir voru kallaðir Bítlarnir vegna bresks hreims þeirra. Þetta eru ekki fyrstu vígamennirnir sem eru fluttir frá Sýrlandi til Írak en undanfarna mánuði hafa margar fregnir af slíkum fangaflutningum. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er til dauða, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi.Sjá einnig: Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í ÍrakÞar hafa margir meintir meðlimir Íslamska ríkisins verið dæmdir til dauða og teknir af lífi. Hraði réttarhaldanna hefur þó vakið mikla athygli og mannréttindasamtök hafa sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum. Til eru dæmi um að aðilar hafi verið dæmdir til dauða eftir einungis nokkurra mínútna réttarhöld.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldVarðandi Bítlana og hvert þeir verða fluttir, segir AP fréttaveitan að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi nýverið rætt við Trump um að nauðsynlegt væri að ná þeim úr haldi Kúrda. Barr vill flytja þá til Bandaríkjanna og rétta yfir þeim þar. Yfirvöld Bretlands hafa ekki viljað taka á móti þeim en eftir viðræður á milli Bandaríkjanna og Bretlands gáfu Bretar það út í fyrra að ekki yrði lagst gegn því að þeir hlytu dauðarefsingu, ef þeir yrðu flyttir til Bandaríkjanna. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Í kjölfar þess voru Bítlarnir sviptir ríkisborgararétti þeirra. Bandaríkin Bretland Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. Sýrlenskir Kúrdar halda minnst tíu þúsund ISIS-liðum föngum í á þriðja tug fangelsa og er óttast að einhverjir þeirra muni sleppa úr haldi vegna innrásarinnar. Um tvö þúsund þeirra eru erlendir vígamenn og þar af um 800 frá Evrópu. AP fréttaveitan hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að flytja eigi hópinn til Írak á morgun.Tveir menn sem tilheyrðu alræmdum hópi vígamanna sem gengu undir nafninu „Bítlar ISIS“ voru einnig teknir úr haldi Kúrda í gær en ekki liggur fyrir hvort þeir verði fluttir til Írak. Fregnir bárust af því í gærkvöldi að Bítlarnir væru meðal vígamanna sem hermenn Bandaríkjanna hefðu tekið úr haldi Kúrda. Um er að ræða hóp manna sem þykja alræmdir og er ekki vilji til þess að þeir sleppi úr haldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að „hættulegustu“ ISIS-liðarnir hefðu verið fluttir um set. Bítlarnir tveir, sem heita El Shafee Elsheikh og Alexanda Amon Kotey, tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. Meðal annars myrtu þeir blaðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Japan, auk þess sem þeir myrtu hjálparstarfsmenn og sýrlenska hermenn sem handsamaðir voru af hryðjuverkasamtökunum. Aftökurnar voru notaðar í áróðursmyndböndum samtakanna. Leiðtogi hópsins, Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og sá fjórði Aine Davix var handtekinn í Tyrklandi. Þeir voru kallaðir Bítlarnir vegna bresks hreims þeirra. Þetta eru ekki fyrstu vígamennirnir sem eru fluttir frá Sýrlandi til Írak en undanfarna mánuði hafa margar fregnir af slíkum fangaflutningum. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er til dauða, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi.Sjá einnig: Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í ÍrakÞar hafa margir meintir meðlimir Íslamska ríkisins verið dæmdir til dauða og teknir af lífi. Hraði réttarhaldanna hefur þó vakið mikla athygli og mannréttindasamtök hafa sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum. Til eru dæmi um að aðilar hafi verið dæmdir til dauða eftir einungis nokkurra mínútna réttarhöld.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldVarðandi Bítlana og hvert þeir verða fluttir, segir AP fréttaveitan að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi nýverið rætt við Trump um að nauðsynlegt væri að ná þeim úr haldi Kúrda. Barr vill flytja þá til Bandaríkjanna og rétta yfir þeim þar. Yfirvöld Bretlands hafa ekki viljað taka á móti þeim en eftir viðræður á milli Bandaríkjanna og Bretlands gáfu Bretar það út í fyrra að ekki yrði lagst gegn því að þeir hlytu dauðarefsingu, ef þeir yrðu flyttir til Bandaríkjanna. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Í kjölfar þess voru Bítlarnir sviptir ríkisborgararétti þeirra.
Bandaríkin Bretland Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45
Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55