Eldsvoði Árni Helgi Gunnlaugsson skrifar 28. október 2019 16:05 Eins og flestir sem mig og drengina mína þekkja vita, þá lentum við feðgar í því að það kviknaði í íbúð okkar í Breiðholtinu fyrir um mánuði síðan og við misstum allar veraldlegar eigur í eldinum.Þegar ég fékk símtalið frá elsta syninum um hvað hefði gerst, var ég staddur við vinnu vestur í bæ og gerði ég mér í sjálfu sér ekki grein fyrir því þarna strax, hvort þetta hefði verið einhver smáræðis eldur, eða hvort það væri hreinlega kviknað í. Ég henti frá mér öllu sem ég var að gera og þeysti af stað upp í Breiðholtið. Á leiðinni var ég að reyna að hringja í strákana allan tímann. Þeir svöruðu ekki símunum. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið voru síðustu slökkviliðsbílarnir og sjúkrabíll að keyra fram úr mér. Það er ekki góð tilfinning að víkja fyrir slökkviliðinu, þegar þú veist að þeir eru að fara heim til þín. Eða þannig. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið og kom inn í Fellin og sá reykinn yfir öllu, þá vissi ég að um eldsvoða væri að ræða. Enn svöruðu þeir ekki og þarna var ég orðinn alvarlega hræddur. Þegar ég kom að Jórufellinu sá ég bara bjarmann af bláblikkandi ljósum, mannmergð sem var að fylgjast með og svartan reyk út um glugga og sprungnar rúður. Ég leitaði að strákunum en sá þá hvergi. Talaði við slökkviliðsmann og þeir vissu ekki hvort strákarnir væru ennþá inni, reykkafarar væru að kanna málið. Ég hélt þarna, að ég gæti mögulega verið að missa tvo af þremur strákunum mínum. Það er auðvitað erfitt að lýsa því, hvernig manni líður á svona stundu. Þegar ég lýsti því fyrir starfsmanni Rauða krossins um nóttina, var mér sagt að ég hefði verið á leiðinni inn í lost. Ég veit ekki hve langur tími leið. Tíminn verður svo afstæður í svona aðstæðum. Fyrir mér var þetta heil eilífð. En loksins sá ég drengina mína, á náttfötunum að ræða við lögreglumann. Það er auðvitað ekki heldur hægt að koma orðum að þeirri upplifun, svo vel sé. En hugtakið að „heimta úr helju" fær alla vega dýpri og þrungnari merkingu. Á því augnabliki sem ég sá þá, missti ég eiginlega alveg áhugann á eldsvoðanum og því sem var að brenna, eða hafði brunnið. Fékk það beint í æð, hvað það er, sem skiptir máli í lífinu. Get ennþá upplifað þessa tilfinningu þegar ég hugsa um töfraaugnablikið. En auðvitað, þegar rykið var sest aftur, þá stóðum við uppi bara í því sem var utan á okkur. Allt farið. Og ótryggt. En það væsir ekki um okkur í dag. Við höfum rætt þetta allir fjórir og okkar upplifun á þessu öllu saman. Auðvitað engin upplifunin góð. En lífið er að komast í fastar skorður aftur. Mér er líka hugsað til þeirra sem hafa lent í þessu á eftir okkur. Það virðist hafa verið heil hrina af eldsvoðum undanfarinn mánuð. Sérstaklega er hugurinn hjá fjölskyldunum sem lentu í eldsvoðanum í Mávahlíð viljum þakka allar hlýjar hugsanir og skilaboð, og alla þá hjálp sem við höfum fengið. Við erum bæði snortnir og þakklátir. Íslendingar sýna svo sannarlega sitt rétta hjartalag, þegar einhver í hinni íslensku fjölskyldu lendir í slysum eða hrakningum. Ég vil þar að auki nota tækifærið og þakka þeim sem ég náði ekki að svara skilaboðum og hringingum frá, en sem vildu rétta fram hjálparhönd. Megi guð og allar góðar vættir vera með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni í Mávahlíð Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, hefur fundið fyrir miklum stuðningi. 8. október 2019 14:00 Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir sem mig og drengina mína þekkja vita, þá lentum við feðgar í því að það kviknaði í íbúð okkar í Breiðholtinu fyrir um mánuði síðan og við misstum allar veraldlegar eigur í eldinum.Þegar ég fékk símtalið frá elsta syninum um hvað hefði gerst, var ég staddur við vinnu vestur í bæ og gerði ég mér í sjálfu sér ekki grein fyrir því þarna strax, hvort þetta hefði verið einhver smáræðis eldur, eða hvort það væri hreinlega kviknað í. Ég henti frá mér öllu sem ég var að gera og þeysti af stað upp í Breiðholtið. Á leiðinni var ég að reyna að hringja í strákana allan tímann. Þeir svöruðu ekki símunum. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið voru síðustu slökkviliðsbílarnir og sjúkrabíll að keyra fram úr mér. Það er ekki góð tilfinning að víkja fyrir slökkviliðinu, þegar þú veist að þeir eru að fara heim til þín. Eða þannig. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið og kom inn í Fellin og sá reykinn yfir öllu, þá vissi ég að um eldsvoða væri að ræða. Enn svöruðu þeir ekki og þarna var ég orðinn alvarlega hræddur. Þegar ég kom að Jórufellinu sá ég bara bjarmann af bláblikkandi ljósum, mannmergð sem var að fylgjast með og svartan reyk út um glugga og sprungnar rúður. Ég leitaði að strákunum en sá þá hvergi. Talaði við slökkviliðsmann og þeir vissu ekki hvort strákarnir væru ennþá inni, reykkafarar væru að kanna málið. Ég hélt þarna, að ég gæti mögulega verið að missa tvo af þremur strákunum mínum. Það er auðvitað erfitt að lýsa því, hvernig manni líður á svona stundu. Þegar ég lýsti því fyrir starfsmanni Rauða krossins um nóttina, var mér sagt að ég hefði verið á leiðinni inn í lost. Ég veit ekki hve langur tími leið. Tíminn verður svo afstæður í svona aðstæðum. Fyrir mér var þetta heil eilífð. En loksins sá ég drengina mína, á náttfötunum að ræða við lögreglumann. Það er auðvitað ekki heldur hægt að koma orðum að þeirri upplifun, svo vel sé. En hugtakið að „heimta úr helju" fær alla vega dýpri og þrungnari merkingu. Á því augnabliki sem ég sá þá, missti ég eiginlega alveg áhugann á eldsvoðanum og því sem var að brenna, eða hafði brunnið. Fékk það beint í æð, hvað það er, sem skiptir máli í lífinu. Get ennþá upplifað þessa tilfinningu þegar ég hugsa um töfraaugnablikið. En auðvitað, þegar rykið var sest aftur, þá stóðum við uppi bara í því sem var utan á okkur. Allt farið. Og ótryggt. En það væsir ekki um okkur í dag. Við höfum rætt þetta allir fjórir og okkar upplifun á þessu öllu saman. Auðvitað engin upplifunin góð. En lífið er að komast í fastar skorður aftur. Mér er líka hugsað til þeirra sem hafa lent í þessu á eftir okkur. Það virðist hafa verið heil hrina af eldsvoðum undanfarinn mánuð. Sérstaklega er hugurinn hjá fjölskyldunum sem lentu í eldsvoðanum í Mávahlíð viljum þakka allar hlýjar hugsanir og skilaboð, og alla þá hjálp sem við höfum fengið. Við erum bæði snortnir og þakklátir. Íslendingar sýna svo sannarlega sitt rétta hjartalag, þegar einhver í hinni íslensku fjölskyldu lendir í slysum eða hrakningum. Ég vil þar að auki nota tækifærið og þakka þeim sem ég náði ekki að svara skilaboðum og hringingum frá, en sem vildu rétta fram hjálparhönd. Megi guð og allar góðar vættir vera með þeim.
Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, hefur fundið fyrir miklum stuðningi. 8. október 2019 14:00
Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun