Hlýnun jarðar torveldi ávöxtun lífeyrissjóða Helgi Vífill Júlíusson skrifar 24. október 2019 07:30 Sean Kidney, framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative og Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Fossum Mörkuðum. fbl/valli Hlýnun jarðar mun leiða til aukinna sveiflna á fjármálamörkuðum. Það verður því æ erfiðara að safna í eftirlaunasjóði til að ráðstafa við starfslok. Þetta segir Sean Kidney, stofnandi og framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrir samtökum sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála. Fossar Markaðir gengu nýverið til liðs við þau og fengu Kidney til að ræða við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra Íslands á mánudag um græn skuldabréf. Hann segir að verði ekki tekið í taumana muni hlýnun jarðar yfir lengri tíma hafa áhrif á monsúnvind yfir Indlandshafi og Suðaustur-Asíu. Óhemjumargir treysti á hann til að fá drykkjarvatn. Bregðist vindurinn þeim gæti það haft í för með sér að 100 milljónir manna muni þurfa að yfirgefa heimili sín og freista gæfunnar annars staðar. En reynslan sýni að lönd vilji ekki taka við of mörgum flóttamönnum. Kidney segir að loftslagsbreytingar muni leiða æ oftar til uppskerubrests sem geti haft víðtækar afleiðingar. Síðast þegar stórfelldur uppskerubrestur hafi verið í Rússlandi var útflutningur á hveiti bannaður. Við það hafi verð á hveiti fjórfaldast. Á meðal landa sem ekki höfðu varið sig gegn hækkuninni voru Egyptaland, Túnis, Líbía og Sýrland. „Sama atburðarás átti sér stað tveimur árum fyrir frönsku byltinguna á 17. öld. Það var uppskerubrestur og verð fjórfaldaðist. Miklar hækkanir fá fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar til að berjast á götum úti. Þetta mun gerast oftar,“ segir hann. Við þær aðstæður kunni að vera skynsamlegt að fjárfesta í vopnaframleiðendum, kastar Kidney fram, nema hvað auknar sveiflur muni leiða til þess að erfitt sé að veðja á rétt fyrirtæki. „Það þarf að bregðast við hlýnun jarðar,“ segir hann. „Það má líkja þessu við að vera með krabbamein sem muni draga mann til dauða ef ekkert er að gert,“ segir Kidney. Að hans sögn er áhætta og ávöxtun grænna skuldabréfa svipuð og hefðbundinna skuldabréfa. „Þau eru því skynsamlegur fjárfestingarkostur og gera hagkerfið betur í stakk búið til að mæta umhverfisvánni.“ Kidney hvetur íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum og gefa út græn skuldabréf. Það leiði enn fremur til áherslubreytinga innan stjórnkerfisins því fjármálaráðuneyti muni horfa til grænna verkefna en ekki eingöngu umhverfisráðuneyti. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Loftslagsmál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hlýnun jarðar mun leiða til aukinna sveiflna á fjármálamörkuðum. Það verður því æ erfiðara að safna í eftirlaunasjóði til að ráðstafa við starfslok. Þetta segir Sean Kidney, stofnandi og framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrir samtökum sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála. Fossar Markaðir gengu nýverið til liðs við þau og fengu Kidney til að ræða við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra Íslands á mánudag um græn skuldabréf. Hann segir að verði ekki tekið í taumana muni hlýnun jarðar yfir lengri tíma hafa áhrif á monsúnvind yfir Indlandshafi og Suðaustur-Asíu. Óhemjumargir treysti á hann til að fá drykkjarvatn. Bregðist vindurinn þeim gæti það haft í för með sér að 100 milljónir manna muni þurfa að yfirgefa heimili sín og freista gæfunnar annars staðar. En reynslan sýni að lönd vilji ekki taka við of mörgum flóttamönnum. Kidney segir að loftslagsbreytingar muni leiða æ oftar til uppskerubrests sem geti haft víðtækar afleiðingar. Síðast þegar stórfelldur uppskerubrestur hafi verið í Rússlandi var útflutningur á hveiti bannaður. Við það hafi verð á hveiti fjórfaldast. Á meðal landa sem ekki höfðu varið sig gegn hækkuninni voru Egyptaland, Túnis, Líbía og Sýrland. „Sama atburðarás átti sér stað tveimur árum fyrir frönsku byltinguna á 17. öld. Það var uppskerubrestur og verð fjórfaldaðist. Miklar hækkanir fá fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar til að berjast á götum úti. Þetta mun gerast oftar,“ segir hann. Við þær aðstæður kunni að vera skynsamlegt að fjárfesta í vopnaframleiðendum, kastar Kidney fram, nema hvað auknar sveiflur muni leiða til þess að erfitt sé að veðja á rétt fyrirtæki. „Það þarf að bregðast við hlýnun jarðar,“ segir hann. „Það má líkja þessu við að vera með krabbamein sem muni draga mann til dauða ef ekkert er að gert,“ segir Kidney. Að hans sögn er áhætta og ávöxtun grænna skuldabréfa svipuð og hefðbundinna skuldabréfa. „Þau eru því skynsamlegur fjárfestingarkostur og gera hagkerfið betur í stakk búið til að mæta umhverfisvánni.“ Kidney hvetur íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum og gefa út græn skuldabréf. Það leiði enn fremur til áherslubreytinga innan stjórnkerfisins því fjármálaráðuneyti muni horfa til grænna verkefna en ekki eingöngu umhverfisráðuneyti.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Loftslagsmál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira