Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2019 08:47 Recep Tayyip Erdogan og Vladimir Pútín. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. Það miðar að því að halda hersveitum sýrlenskra Kúrda frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Leiðtogarnir funduðu í Sochi í suðurhluta Rússlands í gær þar sem þeir sömdu um að Rússar myndu tryggja að Kúrdar yfirgæfu svæðið við landamæri ríkjanna. Vopnahlé á milli Kúrda og Tyrkja, sem Bandaríkin höfðu milligöngu um, rann út í gær. Í aðdraganda þess höfðu Tyrkir hótað því að árás þeirra á Kúrda myndi hefjast á nýjan leik. Nú hafa þeir þó gert hlé á sókninni og segja ekki þörf á nýrri sókn. Enn hefur ekkert heyrst frá Kúrdum um samkomulagið og óljóst er hvort þeir séu viljugir til að draga sig til baka frá svæðinu, sem þeir líta á sem sitt land. Þeir leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi, eftir að Bandaríkin fóru óvænt af svæðinu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Áðurnefnt samkomulag felur þó í sér að Tyrkir fá að stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Innrás Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarmanna sem þeir styðja hófst tveimur dögum eftir að Trump lýsti því óvænt yfir þann 13. október að hann ætlaði að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og að Tyrkir myndu brátt hefja „löngu skipulagða innrás“ þeirra á yfirráðasvæði Kúrda. Sama dag og innrásin hófst sendi Trump undarlegt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“ Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29 Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17 Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. Það miðar að því að halda hersveitum sýrlenskra Kúrda frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Leiðtogarnir funduðu í Sochi í suðurhluta Rússlands í gær þar sem þeir sömdu um að Rússar myndu tryggja að Kúrdar yfirgæfu svæðið við landamæri ríkjanna. Vopnahlé á milli Kúrda og Tyrkja, sem Bandaríkin höfðu milligöngu um, rann út í gær. Í aðdraganda þess höfðu Tyrkir hótað því að árás þeirra á Kúrda myndi hefjast á nýjan leik. Nú hafa þeir þó gert hlé á sókninni og segja ekki þörf á nýrri sókn. Enn hefur ekkert heyrst frá Kúrdum um samkomulagið og óljóst er hvort þeir séu viljugir til að draga sig til baka frá svæðinu, sem þeir líta á sem sitt land. Þeir leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi, eftir að Bandaríkin fóru óvænt af svæðinu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Áðurnefnt samkomulag felur þó í sér að Tyrkir fá að stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Innrás Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarmanna sem þeir styðja hófst tveimur dögum eftir að Trump lýsti því óvænt yfir þann 13. október að hann ætlaði að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og að Tyrkir myndu brátt hefja „löngu skipulagða innrás“ þeirra á yfirráðasvæði Kúrda. Sama dag og innrásin hófst sendi Trump undarlegt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29 Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17 Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58
Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30
Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29
Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17
Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00