Skólahald í Korpu mun leggjast af Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 16:10 Nemendum Kelduskóla hefur fækkað í starfsstöðinni í Korpu síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. Tillagan verður lögð fyrir á fundi ráðsins á morgun en með henni er lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs, er markmið tillögunnar að styrkja skóla- og frístundastarf í hverfinu og að bregðast við stöðugri fækkun nemenda sem þar hefur verið á umliðnum árum. Áform um breytingar á skipulagi grunnskóla í hverfinu hafa verið umdeild líkt og fréttastofa hefur fjallað um áður.Sjá einnig: Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Með breytingunum er gert ráð fyrir að á bilinu 260-270 nemendur yrðu í hverjum skóla. Skólahald myndi með þessu leggjast af í Korpu en nemendum boðin skólavist í Engjaskóla þar sem öll yngri börn á skólaaldri myndu ganga í sama skóla. Þá er gert ráð fyrir að tryggður verði skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota þar til fjöldi nemenda í Staðahverfi hefur náð 150 nemendum í aldurshópnum 6 til 12 ára. Með tillögunni er að sögn Skúla verið að bregðast við fækkun nemenda og er talið óábyrgt af borginni að halda úti rekstri skóla sem ekki eru sjálfbærar einingar. Þá verði sameinaður unglingaskóli í Vík svokallaður „nýsköpunarskóli“ þar sem lögð verði áhersla meðal annars á frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýni. „Staðreyndin er sú að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug, þar eru nú einungis 59 börn og hefur fækkað um meira en helming á síðastliðnum sjö árum,“ er haft eftir Skúla í tilkynningu frá borginni. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. Tillagan verður lögð fyrir á fundi ráðsins á morgun en með henni er lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs, er markmið tillögunnar að styrkja skóla- og frístundastarf í hverfinu og að bregðast við stöðugri fækkun nemenda sem þar hefur verið á umliðnum árum. Áform um breytingar á skipulagi grunnskóla í hverfinu hafa verið umdeild líkt og fréttastofa hefur fjallað um áður.Sjá einnig: Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Með breytingunum er gert ráð fyrir að á bilinu 260-270 nemendur yrðu í hverjum skóla. Skólahald myndi með þessu leggjast af í Korpu en nemendum boðin skólavist í Engjaskóla þar sem öll yngri börn á skólaaldri myndu ganga í sama skóla. Þá er gert ráð fyrir að tryggður verði skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota þar til fjöldi nemenda í Staðahverfi hefur náð 150 nemendum í aldurshópnum 6 til 12 ára. Með tillögunni er að sögn Skúla verið að bregðast við fækkun nemenda og er talið óábyrgt af borginni að halda úti rekstri skóla sem ekki eru sjálfbærar einingar. Þá verði sameinaður unglingaskóli í Vík svokallaður „nýsköpunarskóli“ þar sem lögð verði áhersla meðal annars á frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýni. „Staðreyndin er sú að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug, þar eru nú einungis 59 börn og hefur fækkað um meira en helming á síðastliðnum sjö árum,“ er haft eftir Skúla í tilkynningu frá borginni.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira