Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 14:24 Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. getty/ Pete Marovich Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Esper, sem lenti í höfuðborg Afganistan á sunnudag, sagði það ekki útilokað að Bandarískar hersveitir myndu gera árásir gegn hryðjuverkasamtökum bæði í Írak og í Sýrlandi. Hann sagði í samtali við fréttamenn sem eru á ferðalagi með honum að það kæmi í ljós með tímanum.Mark Esper stígur út úr flugvél þegar hann mætti til Afganistan.AP/Lolita C. BalborÞetta eru fyrstu staðfestu fregnir af því hvert Bandarískar hersveitir munu halda frá Sýrlandi og hvernig baráttunni gegn ISIS verður háttað. Esper, sem flaug til Afganistan í nótt, sagði að hann hafi rætt við írakskan kollega sinn um áætlanir Bandaríkjanna um að senda hermennina 1.000 frá Sýrlandi og til vesturhluta Írak. Ljóst er að áætlanir Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga hersveitir Bandaríkjanna frá Sýrlandi munu ekki standast á næstunni, fyrst ekki er útilokað að þær ráðist einnig inn í Sýrland að nýju. „Það er kominn tími til að hermenn okkar komi aftur heim,“ sagði Trump á miðvikudag. Þeir eru ekki á leiðinni heim.Gagnárásir á hryðjuverkahópa næsta skref Þegar Esper yfirgaf Washington á laugardagskvöld héldu bandarískar hersveitir áfram að yfirgefa norðurhluta Sýrlands eftir að Tyrkir réðust yfir landamærin. Tyrkir og Kúrdar samþykktu á fimmtudag að leggja vopn niður tímabundið en ekki hefur staðið við það samkomulag. Hersveitir beggja fylkinga hafa barist nú um helgina. Tyrkneska varnarmálaráðuneytið segir að einn hermaður þeirra hafi látið lífið eftir átök við Kúrda. Trump fyrirskipaði að hersveitir Bandaríkjanna sem staddar voru í Sýrlandi myndu hörfa eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, gerði honum það ljóst að hersveitir hans myndu ráðast inn í Sýrland til að hrekja í burtu Kúrda, sem Tyrkir líta á sem hryðjuverkamenn. Ákvörðun Trump hefur verið harðlega gagnrýnd og er hann sagður hafa yfirgefið Kúrda, sem voru bandamenn Bandaríkjanna til margra ára en Kúrdar hafa verið í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Á milli 200 til 300 bandarískir hermenn munu halda til í al-Tanf í suðurhluta Sýrlands.Hermenn Tyrkja sitja á skriðdreka á meðan þeir fara yfir landamærin til Sýrlands.AP/Mehmet GuzelÞá sagði Esper að hersveitirnar sem væru á leið til Írak hefðu tvö verkefni. „Það fyrsta er að hjálpa til við að verja Írak og hitt er að gera gagn árásir á ISIS á meðan við erum að ákveða hver næstu skref verða,“ sagði hann. „Það verða einhverjar breytingar á áætlunum þegar við ljúkum því að draga okkur frá svæðinu, en þetta er okkar áætlun eins og er.“ Meira en 5.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak, en löndin tvö sömdu um það. Bandaríkjaher fór frá Írak árið 2011 þegar verkefnum hersins þar lauk en Bandaríkjaher fór þangað aftur þegar hryðjuverkasamtökin ISIS skutu þar upp kollinum og náðu stjórn á stórum hluta landsins árið 2014. Fjöldi hermanna Bandaríkjahers í Írak er ekki mikill vegna pólitísks landslags þar en sumir Írakar halda því fram að Bandaríkin hafi hernumið landið á meðan á stríðið hófst árið 2003.Mikilvægt að flóttafólk komist örugglega heim Esper sagði að hann muni ræða við aðra bandamenn á fundi NATO í næstu viku til að ræða næstu skref í baráttunni gegn ISIS. Þá sagði hann að það kæmi til greina að sérsveit Bandaríkjahers myndi taka að sér verkefni í Sýrlandi til að berjast gegn ISIS. Hann sagði að Sýrlenski lýðræðisherinn, her Kúrda í norðurhluta Sýrlands, haldi stjórn yfir fangelsum í Sýrlandi þar sem vígamenn ISIS eru í haldi. Tyrkir hafa, sagði hann, ýjað að því að þeir hafi náð stjórn á fangelsunum. „Ég get ekki metið hvort það sé rétt eða ekki án þess að hafa fólk á svæðinu,“ sagði Esper. Reykur stígur upp frá bænum Ras al-Ayn, landamærabæ í Sýrlandi.AP/Lefteris PitarakisHann bætti við að Bandaríkjaher myndi yfirgefa svæðið á varfærinn og öruggan hátt og að það myndi taka „vikur en ekki daga.“ Samkvæmt opinberum heimildarmanni sem starfar fyrir yfirvöld Bandaríkjanna eru enn nokkur hundruð hermenn í Sýrlandi. Hersveitir Bandaríkjanna hafi haldið til á einum stað í vestri og á nokkrum stöðum í austri. Heimildarmaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að Bandaríski herinn fylgist ekki náið með því hvernig vopnahléið gangi en sé meðvitaður um átök og brot á samningnum. Þá sagði hann að það myndi taka nokkrar vikur að yfirgefa Sýrland. Nancy Pelosi, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, fór ásamt hópi bandarískra löggjafa til Jórdaníu til að ræða versnandi ástand í Sýrlandi. Ríkisútvarp Jórdaníu, Petra, sagði að Abdullah II, konungur, hafi lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja að landsvæði Sýrlands héldist óbreytt og að tryggja þyrfti að flóttafólk myndi komast örugglega aftur til síns heima, í samtali við sendinefndina. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Írak Jórdanía Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir „Þetta er ekki vopnahlé“ Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. 19. október 2019 22:00 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Esper, sem lenti í höfuðborg Afganistan á sunnudag, sagði það ekki útilokað að Bandarískar hersveitir myndu gera árásir gegn hryðjuverkasamtökum bæði í Írak og í Sýrlandi. Hann sagði í samtali við fréttamenn sem eru á ferðalagi með honum að það kæmi í ljós með tímanum.Mark Esper stígur út úr flugvél þegar hann mætti til Afganistan.AP/Lolita C. BalborÞetta eru fyrstu staðfestu fregnir af því hvert Bandarískar hersveitir munu halda frá Sýrlandi og hvernig baráttunni gegn ISIS verður háttað. Esper, sem flaug til Afganistan í nótt, sagði að hann hafi rætt við írakskan kollega sinn um áætlanir Bandaríkjanna um að senda hermennina 1.000 frá Sýrlandi og til vesturhluta Írak. Ljóst er að áætlanir Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga hersveitir Bandaríkjanna frá Sýrlandi munu ekki standast á næstunni, fyrst ekki er útilokað að þær ráðist einnig inn í Sýrland að nýju. „Það er kominn tími til að hermenn okkar komi aftur heim,“ sagði Trump á miðvikudag. Þeir eru ekki á leiðinni heim.Gagnárásir á hryðjuverkahópa næsta skref Þegar Esper yfirgaf Washington á laugardagskvöld héldu bandarískar hersveitir áfram að yfirgefa norðurhluta Sýrlands eftir að Tyrkir réðust yfir landamærin. Tyrkir og Kúrdar samþykktu á fimmtudag að leggja vopn niður tímabundið en ekki hefur staðið við það samkomulag. Hersveitir beggja fylkinga hafa barist nú um helgina. Tyrkneska varnarmálaráðuneytið segir að einn hermaður þeirra hafi látið lífið eftir átök við Kúrda. Trump fyrirskipaði að hersveitir Bandaríkjanna sem staddar voru í Sýrlandi myndu hörfa eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, gerði honum það ljóst að hersveitir hans myndu ráðast inn í Sýrland til að hrekja í burtu Kúrda, sem Tyrkir líta á sem hryðjuverkamenn. Ákvörðun Trump hefur verið harðlega gagnrýnd og er hann sagður hafa yfirgefið Kúrda, sem voru bandamenn Bandaríkjanna til margra ára en Kúrdar hafa verið í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Á milli 200 til 300 bandarískir hermenn munu halda til í al-Tanf í suðurhluta Sýrlands.Hermenn Tyrkja sitja á skriðdreka á meðan þeir fara yfir landamærin til Sýrlands.AP/Mehmet GuzelÞá sagði Esper að hersveitirnar sem væru á leið til Írak hefðu tvö verkefni. „Það fyrsta er að hjálpa til við að verja Írak og hitt er að gera gagn árásir á ISIS á meðan við erum að ákveða hver næstu skref verða,“ sagði hann. „Það verða einhverjar breytingar á áætlunum þegar við ljúkum því að draga okkur frá svæðinu, en þetta er okkar áætlun eins og er.“ Meira en 5.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak, en löndin tvö sömdu um það. Bandaríkjaher fór frá Írak árið 2011 þegar verkefnum hersins þar lauk en Bandaríkjaher fór þangað aftur þegar hryðjuverkasamtökin ISIS skutu þar upp kollinum og náðu stjórn á stórum hluta landsins árið 2014. Fjöldi hermanna Bandaríkjahers í Írak er ekki mikill vegna pólitísks landslags þar en sumir Írakar halda því fram að Bandaríkin hafi hernumið landið á meðan á stríðið hófst árið 2003.Mikilvægt að flóttafólk komist örugglega heim Esper sagði að hann muni ræða við aðra bandamenn á fundi NATO í næstu viku til að ræða næstu skref í baráttunni gegn ISIS. Þá sagði hann að það kæmi til greina að sérsveit Bandaríkjahers myndi taka að sér verkefni í Sýrlandi til að berjast gegn ISIS. Hann sagði að Sýrlenski lýðræðisherinn, her Kúrda í norðurhluta Sýrlands, haldi stjórn yfir fangelsum í Sýrlandi þar sem vígamenn ISIS eru í haldi. Tyrkir hafa, sagði hann, ýjað að því að þeir hafi náð stjórn á fangelsunum. „Ég get ekki metið hvort það sé rétt eða ekki án þess að hafa fólk á svæðinu,“ sagði Esper. Reykur stígur upp frá bænum Ras al-Ayn, landamærabæ í Sýrlandi.AP/Lefteris PitarakisHann bætti við að Bandaríkjaher myndi yfirgefa svæðið á varfærinn og öruggan hátt og að það myndi taka „vikur en ekki daga.“ Samkvæmt opinberum heimildarmanni sem starfar fyrir yfirvöld Bandaríkjanna eru enn nokkur hundruð hermenn í Sýrlandi. Hersveitir Bandaríkjanna hafi haldið til á einum stað í vestri og á nokkrum stöðum í austri. Heimildarmaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að Bandaríski herinn fylgist ekki náið með því hvernig vopnahléið gangi en sé meðvitaður um átök og brot á samningnum. Þá sagði hann að það myndi taka nokkrar vikur að yfirgefa Sýrland. Nancy Pelosi, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, fór ásamt hópi bandarískra löggjafa til Jórdaníu til að ræða versnandi ástand í Sýrlandi. Ríkisútvarp Jórdaníu, Petra, sagði að Abdullah II, konungur, hafi lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja að landsvæði Sýrlands héldist óbreytt og að tryggja þyrfti að flóttafólk myndi komast örugglega aftur til síns heima, í samtali við sendinefndina.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Írak Jórdanía Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir „Þetta er ekki vopnahlé“ Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. 19. október 2019 22:00 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
„Þetta er ekki vopnahlé“ Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. 19. október 2019 22:00
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00