Greg Hardy fær alvöru andstæðing í Rússlandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. nóvember 2019 10:00 Greg Hardy í sínum síðasta bardaga þann 18. október. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í Rússlandi í kvöld. Hinn umdeildi Greg Hardy fær þar sinn erfiðasta bardaga til þessa. Greg Hardy er einn umdeildasti leikmaður seinni tíma í NFL-deildinni en hann var dæmdur í tíu leikja bann árið 2014 fyrir að ganga í skrokk á kærustunni sinni. UFC hefur þrátt fyrir það gefið honum tækifæri og berst hann sinn fimmta bardaga í UFC í kvöld. Andstæðingar Hardy hafa verið sérstaklega valdir fyrir hann en margir þeirra hafa átt lítið erindi á toppinn í UFC. Hardy barðist síðast í október og sigraði eftir dómaraákvörðun en bardaginn var síðan dæmdur ógildur þar sem Hardy notaði úðatæki (e. Inhaler) milli lotna sem er bannað. Hardy vildi því fara aftur í búrið sem fyrst og mætir Alexander Volkov í kvöld. Hardy tók bardagann með 17 daga fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Volkov meiddist. Volkov er á topp 10 í þungavigtinni í UFC í dag og loksins er því hægt að segja að Hardy sé að fá alvöru andstæðing. Volkov er 30-7 í MMA en Hardy 5-1 (1) og er því mikill reynslumunur á köppunum. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Zabit Magomedsharipov og Calvin Kattar í fjaðurvigt. Zabit hefur lengi verið spáð mikilli velgengni í UFC og hefur hann unnið alla fimm bardaga sína í UFC. Með sigri í kvöld verður hann kominn ansi nálægt titilbardaga og gæti fengið titilbardaga á næsta ári. Zabit verður á heimavelli í kvöld og fær væntanlega frábæran stuðning í Moskvu. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í Boston í heimaborg Kattar en vegna sýkingar Zabit var bardaganum frestað um mánuð og fer þess í stað fram í Rússlandi. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 19:00. MMA Tengdar fréttir Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í Rússlandi í kvöld. Hinn umdeildi Greg Hardy fær þar sinn erfiðasta bardaga til þessa. Greg Hardy er einn umdeildasti leikmaður seinni tíma í NFL-deildinni en hann var dæmdur í tíu leikja bann árið 2014 fyrir að ganga í skrokk á kærustunni sinni. UFC hefur þrátt fyrir það gefið honum tækifæri og berst hann sinn fimmta bardaga í UFC í kvöld. Andstæðingar Hardy hafa verið sérstaklega valdir fyrir hann en margir þeirra hafa átt lítið erindi á toppinn í UFC. Hardy barðist síðast í október og sigraði eftir dómaraákvörðun en bardaginn var síðan dæmdur ógildur þar sem Hardy notaði úðatæki (e. Inhaler) milli lotna sem er bannað. Hardy vildi því fara aftur í búrið sem fyrst og mætir Alexander Volkov í kvöld. Hardy tók bardagann með 17 daga fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Volkov meiddist. Volkov er á topp 10 í þungavigtinni í UFC í dag og loksins er því hægt að segja að Hardy sé að fá alvöru andstæðing. Volkov er 30-7 í MMA en Hardy 5-1 (1) og er því mikill reynslumunur á köppunum. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Zabit Magomedsharipov og Calvin Kattar í fjaðurvigt. Zabit hefur lengi verið spáð mikilli velgengni í UFC og hefur hann unnið alla fimm bardaga sína í UFC. Með sigri í kvöld verður hann kominn ansi nálægt titilbardaga og gæti fengið titilbardaga á næsta ári. Zabit verður á heimavelli í kvöld og fær væntanlega frábæran stuðning í Moskvu. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í Boston í heimaborg Kattar en vegna sýkingar Zabit var bardaganum frestað um mánuð og fer þess í stað fram í Rússlandi. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 19:00.
MMA Tengdar fréttir Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00