Grínaðist með að Skúli hefði getað frestað hruninu til 2010 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 15:32 Ásgeir Jónsson er að stimpla sig inn sem seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir en hefð er fyrir því að seðlabankastjóri heiðri samkomuna og fari yfir stöðu mála í efnahags- og peningamálum. Ásta Sigríður Fjeldsted, formaður Viðskiptaráðs, vísaði til orða Ásgeirs á Twitter í morgun. Þar hafði hún eftir seðlabankastjóra: „Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008.“,,Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008” https://t.co/lx2eIYSAGX— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) November 7, 2019 Samkvæmt heimildum Vísis var töluvert hlegið þegar Ásgeir hafði uppi þessi orðin. Ásgeir hafði meðal annars verið að ræða áhrifin af breyttri stöðu hagkerfisins og ferðamannasveiflunnar. Öllum hafi verið augljóst að um brandara væri að ræða en Ásgeir er greinilega að vísa til þess að Skúla, stofnanda og fyrrverandi forstjóra flugfélagsins WOW air, hafi tekist að fresta gjaldþroti WOW air þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu í lengri tíma. Þá höfðu gestir á orði muninn á stíl Ásgeirs, hins nýja seðlabankastjóra, og forvera hans Más Guðmundssonar. Már hefði alltaf lesið fyrirfram skrifaðar ræður á fundinum. Ásgeir hefði hins vegar rölt um sviðið og talað út frá glærum sem hann birti. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, segir á Facebook að stemmningin á fundinum hafi verið notaleg. „Kynningarefnið var fræðandi og skemmtilegt, aukin sátt ríkir um peningastefnuna og svo var hlegið talsvert meira en áður. Hagfræðin þarf því ekki alltaf að vera hin „döpru vísindi“.“ Hrunið Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir en hefð er fyrir því að seðlabankastjóri heiðri samkomuna og fari yfir stöðu mála í efnahags- og peningamálum. Ásta Sigríður Fjeldsted, formaður Viðskiptaráðs, vísaði til orða Ásgeirs á Twitter í morgun. Þar hafði hún eftir seðlabankastjóra: „Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008.“,,Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008” https://t.co/lx2eIYSAGX— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) November 7, 2019 Samkvæmt heimildum Vísis var töluvert hlegið þegar Ásgeir hafði uppi þessi orðin. Ásgeir hafði meðal annars verið að ræða áhrifin af breyttri stöðu hagkerfisins og ferðamannasveiflunnar. Öllum hafi verið augljóst að um brandara væri að ræða en Ásgeir er greinilega að vísa til þess að Skúla, stofnanda og fyrrverandi forstjóra flugfélagsins WOW air, hafi tekist að fresta gjaldþroti WOW air þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu í lengri tíma. Þá höfðu gestir á orði muninn á stíl Ásgeirs, hins nýja seðlabankastjóra, og forvera hans Más Guðmundssonar. Már hefði alltaf lesið fyrirfram skrifaðar ræður á fundinum. Ásgeir hefði hins vegar rölt um sviðið og talað út frá glærum sem hann birti. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, segir á Facebook að stemmningin á fundinum hafi verið notaleg. „Kynningarefnið var fræðandi og skemmtilegt, aukin sátt ríkir um peningastefnuna og svo var hlegið talsvert meira en áður. Hagfræðin þarf því ekki alltaf að vera hin „döpru vísindi“.“
Hrunið Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira