Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 09:02 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu á Nýja-Sjálandi í gær. Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist í byrjun desember í fyrra. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem ekki hefur verið nafngreindur, var ákærður fyrir morðið á Millane. Hann neitar sök.Segir andlátið slys Fjölskylda Millane var viðstödd aðalmeðferð í málinu í dómsal í Auckland í gær. Í máli saksóknara kom fram að Millane og hinn ákærði hefðu kynnst á stefnumótaforritinu Tinder, hist í miðbæ Auckland og farið heim til hans í lok kvölds. Þar hefði hann kyrkt hana. Maðurinn heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“ með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá einnig: „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Þá kom fram við réttarhöldin að frásögn mannsins hefði breyst frá því að hann var fyrst kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Hann kvaðst þá hafa fengið sér drykk með Millane á bar í Auckland en þau hefðu svo haldið hvort sína leið. Síðar játaði hann að þau hefðu farið saman heim til hans. Klám og „rigor mortis“ í leitarvélina Saksóknari lýsti því jafnframt að eftir að maðurinn myrti Millane hefði hann leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“ og að því búnu hafið netleit að klámi. Þá hefði hann einnig slegið inn leitarstrengina „stórir pokar í nágrenninu“ og „rigor mortis“ eða „dauðastirðnun“. Í millitíðinni tók hann myndir af nöktu líki Millane. Daginn eftir fór maðurinn á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann gróf svo líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands bað fjölskyldu Millane afsökunar í ræðu sem hún hélt skömmu eftir að lík hennar fannst.Vísir/Getty„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Málið vakti mikinn óhug í Nýja-Sjálandi. Þannig þurfti Jacinda Ardern forsætisráðherra landsins að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Millane afsökunar á morði hennar. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“ Í frétt BBC segir að réttarhöldin í málinu muni að öllum líkindum standa yfir í um mánuð. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu á Nýja-Sjálandi í gær. Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist í byrjun desember í fyrra. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem ekki hefur verið nafngreindur, var ákærður fyrir morðið á Millane. Hann neitar sök.Segir andlátið slys Fjölskylda Millane var viðstödd aðalmeðferð í málinu í dómsal í Auckland í gær. Í máli saksóknara kom fram að Millane og hinn ákærði hefðu kynnst á stefnumótaforritinu Tinder, hist í miðbæ Auckland og farið heim til hans í lok kvölds. Þar hefði hann kyrkt hana. Maðurinn heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“ með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá einnig: „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Þá kom fram við réttarhöldin að frásögn mannsins hefði breyst frá því að hann var fyrst kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Hann kvaðst þá hafa fengið sér drykk með Millane á bar í Auckland en þau hefðu svo haldið hvort sína leið. Síðar játaði hann að þau hefðu farið saman heim til hans. Klám og „rigor mortis“ í leitarvélina Saksóknari lýsti því jafnframt að eftir að maðurinn myrti Millane hefði hann leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“ og að því búnu hafið netleit að klámi. Þá hefði hann einnig slegið inn leitarstrengina „stórir pokar í nágrenninu“ og „rigor mortis“ eða „dauðastirðnun“. Í millitíðinni tók hann myndir af nöktu líki Millane. Daginn eftir fór maðurinn á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann gróf svo líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands bað fjölskyldu Millane afsökunar í ræðu sem hún hélt skömmu eftir að lík hennar fannst.Vísir/Getty„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Málið vakti mikinn óhug í Nýja-Sjálandi. Þannig þurfti Jacinda Ardern forsætisráðherra landsins að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Millane afsökunar á morði hennar. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“ Í frétt BBC segir að réttarhöldin í málinu muni að öllum líkindum standa yfir í um mánuð.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31