Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 12:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Mynd/Instagram/sarasigmunds Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur ekki náð að vinna einn af fjórum fyrstu hlutunum á CrossFit Open en engin hefur aftur á móti gert betur en íslenska CrossFit drottningin samanlagt. Fjórði hluti CrossFit Open er nú að baki og tvær af okkar konum voru nálægt því að vinna hann og tryggja sér 2020 Bandaríkjadali, 250 þúsund íslenskar krónur, í verðlaunafé. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var með annan besta árangurinn í fjórða hlutanum og Anníe Mist Þórisdóttir var með þriðja besta árangurinn. Hin argentínska Sasha Nieves vann fjórða hlutann og setti heimsmet með því að klára æfingarnar á 11 mínútum og átta sekúndum. Sara varð aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Sara kláraði á 11 mínútum og 11 sekúndum en tími Anníe Mistar var 12 mínútur og 24 sekúndur. Sasha Nieves var líka fljótari en allir karlarnir í fjórða hlutanum.Watch Sasha Nieves’ Record-Breaking 20.4 Video [11:08] VIDEO: https://t.co/fDltpItCTh#intheopen#crossfit#crossfitopen#crossfitgames#20point4#argentinapic.twitter.com/1DqUEVhVTe — The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) November 5, 2019Í þessum fjórða hluta voru sex umferðir þar sem keppendur lyftu þyngri og þyngri slá í jafnhöttun í bland við það að hoppa upp á kassa eða gera æfingar á einum fæti. Það má æfingarnar útskýrðar hér. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa báðar sýnt mikinn stöðugleika í fyrstu fjórum hlutum CrossFit Open og eru í efstu tveimur sætunum samanlagt. Sara er í fyrsta sæti með tólf stiga forskot á löndu sína en Anníe Mist er síðan níu stigum á undan þriðja sætinu þar sem situr Írinn Emma McQuaid. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er fjórða. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórtanda sætinu Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti hjá körlunum en náði „bara“ 64. sæti í fjórða hlutanum eftir að hafa verið inn á topp tuttugu í hinum þremur. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur ekki náð að vinna einn af fjórum fyrstu hlutunum á CrossFit Open en engin hefur aftur á móti gert betur en íslenska CrossFit drottningin samanlagt. Fjórði hluti CrossFit Open er nú að baki og tvær af okkar konum voru nálægt því að vinna hann og tryggja sér 2020 Bandaríkjadali, 250 þúsund íslenskar krónur, í verðlaunafé. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var með annan besta árangurinn í fjórða hlutanum og Anníe Mist Þórisdóttir var með þriðja besta árangurinn. Hin argentínska Sasha Nieves vann fjórða hlutann og setti heimsmet með því að klára æfingarnar á 11 mínútum og átta sekúndum. Sara varð aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Sara kláraði á 11 mínútum og 11 sekúndum en tími Anníe Mistar var 12 mínútur og 24 sekúndur. Sasha Nieves var líka fljótari en allir karlarnir í fjórða hlutanum.Watch Sasha Nieves’ Record-Breaking 20.4 Video [11:08] VIDEO: https://t.co/fDltpItCTh#intheopen#crossfit#crossfitopen#crossfitgames#20point4#argentinapic.twitter.com/1DqUEVhVTe — The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) November 5, 2019Í þessum fjórða hluta voru sex umferðir þar sem keppendur lyftu þyngri og þyngri slá í jafnhöttun í bland við það að hoppa upp á kassa eða gera æfingar á einum fæti. Það má æfingarnar útskýrðar hér. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa báðar sýnt mikinn stöðugleika í fyrstu fjórum hlutum CrossFit Open og eru í efstu tveimur sætunum samanlagt. Sara er í fyrsta sæti með tólf stiga forskot á löndu sína en Anníe Mist er síðan níu stigum á undan þriðja sætinu þar sem situr Írinn Emma McQuaid. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er fjórða. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórtanda sætinu Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti hjá körlunum en náði „bara“ 64. sæti í fjórða hlutanum eftir að hafa verið inn á topp tuttugu í hinum þremur.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira