Ólympíumeistari í hnefaleikum hætt af því hún er hrædd við að missa sjónina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 09:30 Nicola Adams með annað Ólympíugullið sitt. Getty/ Jan Kruger Nicola Adams er tvöfaldur Ólympíumeistari í hnefaleikum en hún mun ekki reyna við þriðja Ólympíugullið sitt á ÓL í Tókýó næsta sumar. Nicola Adams varð fyrsta konan til að vinna Ólympíugull í hnefaleikum á ÓL í London 2012 og varði síðan Ólympíugullið sitt á ÓL í Ríó fjórum árum síðar."I'm immensely honoured to have represented our country - to win double Olympic gold medals and then the WBO championship belt is a dream come true… But it's not without taking its toll on my body." Nicola Adams has retired from boxinghttps://t.co/J9bfAk9Bqhpic.twitter.com/JXvSo4hvjI — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019Hún gerðist atvinnumaður árið 2017 og er núverandi heimsmeistari WBO í fluguvigt. Nicola Adams er nú 37 ára gömul og varð að taka stóra ákvörðun á dögunum. „Mér var ráðlagt það að hætta að boxa því fái ég annað högg á augað þá eru miklar líkur á varanlegum skaða og blindu,“ sagði Nicola Adams í viðtali í Yorkshire Evening Post. „Það var mikill heiður fyrir mig að fá að keppa fyrir mína þjóð og það var algjör draumur að vinna tvö Ólympíugull og svo heimsmeistarabeltið hjá WBO. Það hefur kostað sínar fórnir og hefur tekið sinn toll af líkama mínum,“ sagði Adams.'You’ve championed me from the very start of my career and so I wanted you to be the first to know I’ve made the very difficult decision to step down from the ring.'https://t.co/HXdXnRMyZA — YorkshireEveningPost (@LeedsNews) November 6, 2019 Adams barðist síðast 28. september síðastliðinn þar sem hún varði heimsmeistaratitilinn sinn í fluguvigtinni. Hún barðist alls sex sinnum sem atvinnumaður, vann fimm bardaga og gerði eitt jafntefli. Það leit allt út fyrir að Nicola Adams yrði meðal keppenda á ÓL í Tókýó á næsta ári enda eflaust mjög freistandi fyrir hana að fullkomna þrennuna. Hún ýtti undir þær sögusagnir þegar hún áframsendi myndband á Twitter síðu sinni þar sem var verið að kynna verðlaunapeningana á ÓL 2020. Nicola Adams skrifaði undir: „Ég velti því fyrir mér hvernig þessi verðlaunapeningur myndi líta út á arinhillunni minni.“ Nú er aftur á móti ljóst að ekkert verður að því.Double Olympic champion Nicola Adams announces retirement from boxing - https://t.co/vpGV1H0Jx0 — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 6, 2019 Box Bretland Ólympíuleikar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Nicola Adams er tvöfaldur Ólympíumeistari í hnefaleikum en hún mun ekki reyna við þriðja Ólympíugullið sitt á ÓL í Tókýó næsta sumar. Nicola Adams varð fyrsta konan til að vinna Ólympíugull í hnefaleikum á ÓL í London 2012 og varði síðan Ólympíugullið sitt á ÓL í Ríó fjórum árum síðar."I'm immensely honoured to have represented our country - to win double Olympic gold medals and then the WBO championship belt is a dream come true… But it's not without taking its toll on my body." Nicola Adams has retired from boxinghttps://t.co/J9bfAk9Bqhpic.twitter.com/JXvSo4hvjI — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019Hún gerðist atvinnumaður árið 2017 og er núverandi heimsmeistari WBO í fluguvigt. Nicola Adams er nú 37 ára gömul og varð að taka stóra ákvörðun á dögunum. „Mér var ráðlagt það að hætta að boxa því fái ég annað högg á augað þá eru miklar líkur á varanlegum skaða og blindu,“ sagði Nicola Adams í viðtali í Yorkshire Evening Post. „Það var mikill heiður fyrir mig að fá að keppa fyrir mína þjóð og það var algjör draumur að vinna tvö Ólympíugull og svo heimsmeistarabeltið hjá WBO. Það hefur kostað sínar fórnir og hefur tekið sinn toll af líkama mínum,“ sagði Adams.'You’ve championed me from the very start of my career and so I wanted you to be the first to know I’ve made the very difficult decision to step down from the ring.'https://t.co/HXdXnRMyZA — YorkshireEveningPost (@LeedsNews) November 6, 2019 Adams barðist síðast 28. september síðastliðinn þar sem hún varði heimsmeistaratitilinn sinn í fluguvigtinni. Hún barðist alls sex sinnum sem atvinnumaður, vann fimm bardaga og gerði eitt jafntefli. Það leit allt út fyrir að Nicola Adams yrði meðal keppenda á ÓL í Tókýó á næsta ári enda eflaust mjög freistandi fyrir hana að fullkomna þrennuna. Hún ýtti undir þær sögusagnir þegar hún áframsendi myndband á Twitter síðu sinni þar sem var verið að kynna verðlaunapeningana á ÓL 2020. Nicola Adams skrifaði undir: „Ég velti því fyrir mér hvernig þessi verðlaunapeningur myndi líta út á arinhillunni minni.“ Nú er aftur á móti ljóst að ekkert verður að því.Double Olympic champion Nicola Adams announces retirement from boxing - https://t.co/vpGV1H0Jx0 — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 6, 2019
Box Bretland Ólympíuleikar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira