Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 09:25 Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. Þó má búast við öðrum viðsnúningi strax á næsta ári þegar hagvöxtur verður 1,7 prósent og svo 2,5 til 2,7 prósenta vöxtur á árunum 2021-2025. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar segir að samdrátt ársins megi ekki síst rekja til minni innlendrar eftirspurnar og lækkunar útflutnings. Hagstofan áætlar að útflutningur dragist saman um 5,5% í ár sem megi að mestu rekja til þjónustuútflutnings en einnig vegna samdráttar í útflutningi sjávarafurða og áls. Þá sé útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu muni minnka á árinu og verði minni en fyrri spár Hagstofunnar gerðu ráð fyrir. Heimilin hafa haldið að sér höndum vegna óvissu í efnahagsmálum. Skammtímavísbendingar, eins og kortavelta, bendi þannig til hægari vaxtar á seinni hluta árs. Þá er minnst á kjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, sem fólu í sér minni launahækkanir en Hagstofan gerði ráð fyrir. Þó sé enn óvissa uppi um kjarasamninga opinberra starfsmanna.Atvinnuleysi eykst um nokkrar kommur Atvinnuvegafjárfesting gæti jafnframt dregist saman um 15,2 prósent í ár og munar þar mestu um minni fjárfestingar í skipum og flugvélum að sögn Hagstofunnar. Þar að auki hafi stóriðjufjárfesting dregist saman á árinu, bæði vegna loka stórra framkvæmda í fyrra og samdráttar í almennri atvinnuvegafjárfestingu. „Reiknað er með hóflegum bata næstu ár þar sem sterk eiginfjárstaða fyrirtækja, lægri stýrivextir, ásamt almennum bata hagkerfisins styðja við fjárfestinguna,“ segir í Þjóðhagsspánni. Þar er þess jafnframt getið að verðbólguhorfur hafi batnað frá því í maí. Reiknað er með að verðbólga verði 2,6 prósent á næsta ári og haldist við 2,5 prósent verðbólgumarkmið á spátímanum, sem er til 2025, en Hagstofan miðar í þessum útreikningum við að gengi haldist stöðugt. Stofnunin gerir jafnframt ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist lítillega á næsta ári, verði 3,9 prósent samanborið við 3,3 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagstofan segir að heilt yfir hafi innlend fyrirtæki fjárhagslegt svigrúm til að mæta skammvinnri niðursveiflu, eins og 0,2 prósent samdráttarspáin beri með sér. „Nýlegt álagspróf Seðlabanka Íslands og kerfislega mikilvægra banka sýnir að þrátt fyrir forsendu um mikið efnahagsáfall yrði vogunarhlutfall bankanna áfram hátt samanborið við hlutföll norrænna og evrópskra banka,“ segir í Þjóðhagsspánni sem nálgast má í heild sinni hér. Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. Þó má búast við öðrum viðsnúningi strax á næsta ári þegar hagvöxtur verður 1,7 prósent og svo 2,5 til 2,7 prósenta vöxtur á árunum 2021-2025. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar segir að samdrátt ársins megi ekki síst rekja til minni innlendrar eftirspurnar og lækkunar útflutnings. Hagstofan áætlar að útflutningur dragist saman um 5,5% í ár sem megi að mestu rekja til þjónustuútflutnings en einnig vegna samdráttar í útflutningi sjávarafurða og áls. Þá sé útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu muni minnka á árinu og verði minni en fyrri spár Hagstofunnar gerðu ráð fyrir. Heimilin hafa haldið að sér höndum vegna óvissu í efnahagsmálum. Skammtímavísbendingar, eins og kortavelta, bendi þannig til hægari vaxtar á seinni hluta árs. Þá er minnst á kjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, sem fólu í sér minni launahækkanir en Hagstofan gerði ráð fyrir. Þó sé enn óvissa uppi um kjarasamninga opinberra starfsmanna.Atvinnuleysi eykst um nokkrar kommur Atvinnuvegafjárfesting gæti jafnframt dregist saman um 15,2 prósent í ár og munar þar mestu um minni fjárfestingar í skipum og flugvélum að sögn Hagstofunnar. Þar að auki hafi stóriðjufjárfesting dregist saman á árinu, bæði vegna loka stórra framkvæmda í fyrra og samdráttar í almennri atvinnuvegafjárfestingu. „Reiknað er með hóflegum bata næstu ár þar sem sterk eiginfjárstaða fyrirtækja, lægri stýrivextir, ásamt almennum bata hagkerfisins styðja við fjárfestinguna,“ segir í Þjóðhagsspánni. Þar er þess jafnframt getið að verðbólguhorfur hafi batnað frá því í maí. Reiknað er með að verðbólga verði 2,6 prósent á næsta ári og haldist við 2,5 prósent verðbólgumarkmið á spátímanum, sem er til 2025, en Hagstofan miðar í þessum útreikningum við að gengi haldist stöðugt. Stofnunin gerir jafnframt ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist lítillega á næsta ári, verði 3,9 prósent samanborið við 3,3 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagstofan segir að heilt yfir hafi innlend fyrirtæki fjárhagslegt svigrúm til að mæta skammvinnri niðursveiflu, eins og 0,2 prósent samdráttarspáin beri með sér. „Nýlegt álagspróf Seðlabanka Íslands og kerfislega mikilvægra banka sýnir að þrátt fyrir forsendu um mikið efnahagsáfall yrði vogunarhlutfall bankanna áfram hátt samanborið við hlutföll norrænna og evrópskra banka,“ segir í Þjóðhagsspánni sem nálgast má í heild sinni hér.
Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira