Þorbergur leitar réttar síns: „Það hleypur einhver pirringur í flugfreyjuna“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 09:45 Þorbergur Aðalsteinsson greindi frá sinni hlið á Bylgjunni í morgun. Vísir/þráinn Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki skilja hvers vegna hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. Hann segist saklaus af öllum þeim ásökunum sem bornar voru á hann af flugfélaginu og fjölmiðlum, jafnt íslenskum sem norskum. Hann hafi ekki verið í annarlegu ástandi, hann muni eftir öllu og hann hafi ekki reynt að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann. Hann ætlar að leita réttar síns. Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi um miðjan ágúst. Í fyrstu fréttum af málinu í norskum fjölmiðlum var því haldið fram að flugmenn vélarinnar hafi tilkynnt um tilraun til flugráns og að hinn meinti flugræningi væri Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn var handtekinn við komuna til Stafangurs og færður á lögreglustöð. Að endingu var hann ekki ákærður og var laus ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Umræddur Íslendingur reyndist vera Þorbergur, sem segir að málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum. Hann rakti sína hlið á uppákomunni í ítarlegu viðtali sínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hann segist hafa dvalið í Búdapest í Ungverjalandi í um hálfan mánuð þar sem hann var bæði í fríi og fór í tannviðgerð. Hann segist hafa þurft að yfirgefa hótel sitt snemma að morgni 15. ágúst til að ná fluginu heim til Íslands, en hann hafi átt erfitt með svefn frá því að hann lent í bílslysi í upphafi árs. Hann hafi lítið sem ekkert sofið um nóttina vegna verkja, auk þess sem hann þurfi að reiða sig á mikið magn lyfja eftir að hafa fengið hjartaáfall árið 2012. Af þeim sökum segist Þorbergur hafa tekið svefnlyf til þess að geta hvílst í vélinni. Þegar þangað var komið hafi hann pantað sér mat en segist hafa lent í vandræðum með að borga því hann hafi aðeins verið með evrur, en flugfreyjan hafi einungis geta tekið við greiðslukorti. Þorbergur segir að „pirringur hafi hlaupið“ í flugfreyjuna sem að endingu hafi tekið matinn af sér.Tilkynning um lendingu kom á óvart Þegar Þorbergur segist hafa fundið greiðslukort til að borga fyrir matinn segist hann hafa staðið upp og gengið í átt að flugfreyjunni. Hann hafi setið fremst í vélinni og því um stuttan spöl að ræða. Þorbergir útilokar ekki að flugfreyjunni hafi orðið bylt við og ekki hafi bætt úr skák þegar hann hafi farið á salernið. „Ég var örugglega frekar ör í snúningum,“ segir Þorbergur. Því næst hafi hann haldið aftur í sætið sitt og sofnað. Hann segist hafa rankað við sér um 45 mínútum síðar þegar flugþjónn potaði í hann og bað hann um að framvísa vegabréfi, sem Þorbergur segist ekki hafa viljað afhenda. Hann hafi þó að endingu látið hann fá vegabréfið, sem flugþjónninn vildi bera saman við farþegalistann. Það hafi því komið flatt upp á hann þegar tilkynnt var í hátalarakerfi flugvélarinnar að ákveðið hafi verið að lenda í Stafangri í Noregi. Það sé því alrangt sem komið hafi fram í fjölmiðlum að honum hafi verið ýtt niður í sæti sitt vegna óláta. Ekki hafi komið til neinna handalögmála eða stympinga, auk þess sem það sé alrangt að hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann.Hér má sjá flugleið vélarinnar að morgni 15. ágúst.FLIGHTRADAR24.COMMan eftir öllu Í fyrstu fréttum norskra miðla var þess aukið getið að farþeginn umræddi hafi borið fyrir sig minnisleysi eftir neyslu lyfseðlisskyldra lyfja. „Ég var alveg í góðu ástandi,“ segir Þorbergur hins vegar og bætir að hann muni vel eftir atvikinu. Þegar lent var í Stafangri segir Þorbergur að hann hafi setið pollrólegur. Dyr vélarinnar hafi opnast og inn hafi þotið lögreglukona með skjöld, eins og hálfs metra síðan. Hún hafi öskrað á hann: „Vertu rólegur, vertu rólegur!“ Hann hafi horft á flugfreyjuna litið til vinstri og hægri og hugsað: „Hvað er í gangi núna?“ Honum hafi aldrei dottið í hug að verið væri að lenda flugvélinni vegna hans. Þorbergur var handjárnaður og leiddur út úr vélinni. Eins og greint var frá í norskum fjölmiðlum var mikill viðbúnaður á vellinum; fjöldi lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningafólks var kallaður til. Jafnvel kom til álita að loka flugstöðinni, sem að lokum var ekki talin ástæða til. Frá flugvellinum var Þorbergur fluttur á lögreglustöð þar sem hann fékk að dvelja í fangaklefa um stund áður en af honum var tekin skýrsla. Hann segist hafa verið sannfæður um það framan af að málið myndi leysast farsællega en eftir því sem á leið hafi hann farið að efast.„Engin sönnunargögn, ekki neitt“ Þorbergur segir að lögreglumenn hafi fljótlega áttað sig á því við yfirheyrsluna að hinn meinti flugdólgur væri ekki í annarlegu ástandi. Hann segir lögreglumennina þá hafa áttað sig á því að flugstjórn og áhöfn hafi farið fram úr sér - „panikkerað,“ eins og Þorbergur komst að orði. Lögreglan hafi jafnframt rætt við farþega og áhöfn sem eiga að hafa stutt frásögn Þorbergs um að það „gerðist ekki neitt.“ Málið var fellt niður og var Þorbergur því ekki ákærður fyrir uppákomuna í vélinni. „Það eru engin sönnunargögn fyrir einu eða neinu, þetta er bara fáránlegt,“ segir Þorbergur og bætir við að hann geri nú ráð fyrir bótum frá norsku lögreglunni vegna ólögmætrar handtöku, hann hafi verið að fylla út eyðublað þess efnis.Þorbergur var færður út úr vélinni í járnum.VísirÆtlar að leita réttar síns eftir umfjöllun Aðspurður um það hvers vegna fjölmiðlar hafi gert meira úr málinu en tilefni var til segir Þorbergur að hann telji sökina liggja hjá farþega vélarinnar, sem hringt hafi í Hringbraut. „Þeir byrja að skrifa og skrifa og búa til eitthvað rosalegt ferli; að ég hafi verið að elta flugfreyjuna um alla flugvél, að ég hafi reynt að brjótast inn í klefann. Þetta var alveg ótrúlegt,“ segir Þorbergur. Skrif Hringbrautar séu „algjör skáldskapur og níð á mér,“ að sögn Þorbergs. Því næst rekur hann frásögn annarra fjölmiðla af málinu og segist hafa ýmislegt við þær að athuga. Þannig hafi ýmsir miðlar, t.d. DV sem Þorbergur „nennir ekki að ræða“, farið að „éta allt upp“ frásögn Hringbrautar af málinu, sem Þorbergur segir uppspuna sem fyrr segir. „Þetta verður keðjuverkun þar sem hver fer að toppa annan.“ Víkur hann þá að fréttaflutningi Vísis og Stöðvar 2 af málinu. Vitnar hann til greinar sem birt var á Vísi strax um morguninn og unnin er upp úr svörum norsku lögreglunnar. Þau beri með sér að það sé ekki rétt að umræddur Íslendingur hafi verið flugræningi, eins og fram kom í fyrstu fréttum af málinu. Málið sé talið minniháttar. Þorbergur telur umrædda grein til marks um yfirvegaðan fréttaflutning en fer hörðum orðum um framsetningu kvöldfréttar Stöðvar 2 af sama máli. Sú frétt, sem sjá má hér að neðan, byggir einnig á frásögn norsku lögreglunnar af málinu eins og viðtalið í fréttinni ber með sér. Þar er jafnframt tekið fram að full djúpt hafi verið tekið í árinni í fyrstu fréttum af málinu. Þorbergur segist hafa sett sig í samband við lögfræðing og sé að kanna réttarstöðu sína, bæði gagnvart flugfélaginu sem og fjölmiðlum.Í ljósi athugasemda Þorbergs um fréttaflutning af málinu er rétt að taka fram að fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar studdist einvörðungu við fréttir norskra fjölmiðla og upplýsingar frá norsku lögreglunni. Ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að hafa samband við Þorberg og fjölskyldu hans, t.a.m. í gegnum síma og tug smáskilaboða, en eins og Þorbergur segir sjálfur ákvað hann að svara ekki fjölmiðlum. Þorbergur var aukinheldur aldrei nafngreindur í fyrstu fréttum af málinu á miðlum fréttastofunnar. Bítið Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. 15. ágúst 2019 20:29 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki skilja hvers vegna hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. Hann segist saklaus af öllum þeim ásökunum sem bornar voru á hann af flugfélaginu og fjölmiðlum, jafnt íslenskum sem norskum. Hann hafi ekki verið í annarlegu ástandi, hann muni eftir öllu og hann hafi ekki reynt að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann. Hann ætlar að leita réttar síns. Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi um miðjan ágúst. Í fyrstu fréttum af málinu í norskum fjölmiðlum var því haldið fram að flugmenn vélarinnar hafi tilkynnt um tilraun til flugráns og að hinn meinti flugræningi væri Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn var handtekinn við komuna til Stafangurs og færður á lögreglustöð. Að endingu var hann ekki ákærður og var laus ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Umræddur Íslendingur reyndist vera Þorbergur, sem segir að málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum. Hann rakti sína hlið á uppákomunni í ítarlegu viðtali sínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hann segist hafa dvalið í Búdapest í Ungverjalandi í um hálfan mánuð þar sem hann var bæði í fríi og fór í tannviðgerð. Hann segist hafa þurft að yfirgefa hótel sitt snemma að morgni 15. ágúst til að ná fluginu heim til Íslands, en hann hafi átt erfitt með svefn frá því að hann lent í bílslysi í upphafi árs. Hann hafi lítið sem ekkert sofið um nóttina vegna verkja, auk þess sem hann þurfi að reiða sig á mikið magn lyfja eftir að hafa fengið hjartaáfall árið 2012. Af þeim sökum segist Þorbergur hafa tekið svefnlyf til þess að geta hvílst í vélinni. Þegar þangað var komið hafi hann pantað sér mat en segist hafa lent í vandræðum með að borga því hann hafi aðeins verið með evrur, en flugfreyjan hafi einungis geta tekið við greiðslukorti. Þorbergur segir að „pirringur hafi hlaupið“ í flugfreyjuna sem að endingu hafi tekið matinn af sér.Tilkynning um lendingu kom á óvart Þegar Þorbergur segist hafa fundið greiðslukort til að borga fyrir matinn segist hann hafa staðið upp og gengið í átt að flugfreyjunni. Hann hafi setið fremst í vélinni og því um stuttan spöl að ræða. Þorbergir útilokar ekki að flugfreyjunni hafi orðið bylt við og ekki hafi bætt úr skák þegar hann hafi farið á salernið. „Ég var örugglega frekar ör í snúningum,“ segir Þorbergur. Því næst hafi hann haldið aftur í sætið sitt og sofnað. Hann segist hafa rankað við sér um 45 mínútum síðar þegar flugþjónn potaði í hann og bað hann um að framvísa vegabréfi, sem Þorbergur segist ekki hafa viljað afhenda. Hann hafi þó að endingu látið hann fá vegabréfið, sem flugþjónninn vildi bera saman við farþegalistann. Það hafi því komið flatt upp á hann þegar tilkynnt var í hátalarakerfi flugvélarinnar að ákveðið hafi verið að lenda í Stafangri í Noregi. Það sé því alrangt sem komið hafi fram í fjölmiðlum að honum hafi verið ýtt niður í sæti sitt vegna óláta. Ekki hafi komið til neinna handalögmála eða stympinga, auk þess sem það sé alrangt að hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann.Hér má sjá flugleið vélarinnar að morgni 15. ágúst.FLIGHTRADAR24.COMMan eftir öllu Í fyrstu fréttum norskra miðla var þess aukið getið að farþeginn umræddi hafi borið fyrir sig minnisleysi eftir neyslu lyfseðlisskyldra lyfja. „Ég var alveg í góðu ástandi,“ segir Þorbergur hins vegar og bætir að hann muni vel eftir atvikinu. Þegar lent var í Stafangri segir Þorbergur að hann hafi setið pollrólegur. Dyr vélarinnar hafi opnast og inn hafi þotið lögreglukona með skjöld, eins og hálfs metra síðan. Hún hafi öskrað á hann: „Vertu rólegur, vertu rólegur!“ Hann hafi horft á flugfreyjuna litið til vinstri og hægri og hugsað: „Hvað er í gangi núna?“ Honum hafi aldrei dottið í hug að verið væri að lenda flugvélinni vegna hans. Þorbergur var handjárnaður og leiddur út úr vélinni. Eins og greint var frá í norskum fjölmiðlum var mikill viðbúnaður á vellinum; fjöldi lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningafólks var kallaður til. Jafnvel kom til álita að loka flugstöðinni, sem að lokum var ekki talin ástæða til. Frá flugvellinum var Þorbergur fluttur á lögreglustöð þar sem hann fékk að dvelja í fangaklefa um stund áður en af honum var tekin skýrsla. Hann segist hafa verið sannfæður um það framan af að málið myndi leysast farsællega en eftir því sem á leið hafi hann farið að efast.„Engin sönnunargögn, ekki neitt“ Þorbergur segir að lögreglumenn hafi fljótlega áttað sig á því við yfirheyrsluna að hinn meinti flugdólgur væri ekki í annarlegu ástandi. Hann segir lögreglumennina þá hafa áttað sig á því að flugstjórn og áhöfn hafi farið fram úr sér - „panikkerað,“ eins og Þorbergur komst að orði. Lögreglan hafi jafnframt rætt við farþega og áhöfn sem eiga að hafa stutt frásögn Þorbergs um að það „gerðist ekki neitt.“ Málið var fellt niður og var Þorbergur því ekki ákærður fyrir uppákomuna í vélinni. „Það eru engin sönnunargögn fyrir einu eða neinu, þetta er bara fáránlegt,“ segir Þorbergur og bætir við að hann geri nú ráð fyrir bótum frá norsku lögreglunni vegna ólögmætrar handtöku, hann hafi verið að fylla út eyðublað þess efnis.Þorbergur var færður út úr vélinni í járnum.VísirÆtlar að leita réttar síns eftir umfjöllun Aðspurður um það hvers vegna fjölmiðlar hafi gert meira úr málinu en tilefni var til segir Þorbergur að hann telji sökina liggja hjá farþega vélarinnar, sem hringt hafi í Hringbraut. „Þeir byrja að skrifa og skrifa og búa til eitthvað rosalegt ferli; að ég hafi verið að elta flugfreyjuna um alla flugvél, að ég hafi reynt að brjótast inn í klefann. Þetta var alveg ótrúlegt,“ segir Þorbergur. Skrif Hringbrautar séu „algjör skáldskapur og níð á mér,“ að sögn Þorbergs. Því næst rekur hann frásögn annarra fjölmiðla af málinu og segist hafa ýmislegt við þær að athuga. Þannig hafi ýmsir miðlar, t.d. DV sem Þorbergur „nennir ekki að ræða“, farið að „éta allt upp“ frásögn Hringbrautar af málinu, sem Þorbergur segir uppspuna sem fyrr segir. „Þetta verður keðjuverkun þar sem hver fer að toppa annan.“ Víkur hann þá að fréttaflutningi Vísis og Stöðvar 2 af málinu. Vitnar hann til greinar sem birt var á Vísi strax um morguninn og unnin er upp úr svörum norsku lögreglunnar. Þau beri með sér að það sé ekki rétt að umræddur Íslendingur hafi verið flugræningi, eins og fram kom í fyrstu fréttum af málinu. Málið sé talið minniháttar. Þorbergur telur umrædda grein til marks um yfirvegaðan fréttaflutning en fer hörðum orðum um framsetningu kvöldfréttar Stöðvar 2 af sama máli. Sú frétt, sem sjá má hér að neðan, byggir einnig á frásögn norsku lögreglunnar af málinu eins og viðtalið í fréttinni ber með sér. Þar er jafnframt tekið fram að full djúpt hafi verið tekið í árinni í fyrstu fréttum af málinu. Þorbergur segist hafa sett sig í samband við lögfræðing og sé að kanna réttarstöðu sína, bæði gagnvart flugfélaginu sem og fjölmiðlum.Í ljósi athugasemda Þorbergs um fréttaflutning af málinu er rétt að taka fram að fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar studdist einvörðungu við fréttir norskra fjölmiðla og upplýsingar frá norsku lögreglunni. Ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að hafa samband við Þorberg og fjölskyldu hans, t.a.m. í gegnum síma og tug smáskilaboða, en eins og Þorbergur segir sjálfur ákvað hann að svara ekki fjölmiðlum. Þorbergur var aukinheldur aldrei nafngreindur í fyrstu fréttum af málinu á miðlum fréttastofunnar.
Bítið Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. 15. ágúst 2019 20:29 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. 15. ágúst 2019 20:29
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49
Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45
Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00
Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20