„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 13:00 Andrés prins er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins. vísir/getty Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. Álitsgjafar virðast sammála um að prinsinn hafi komið illa út úr viðtalinu og hefur því verið líkt við bílslys og stórslys. Prinsinn er þó sagður ánægður með viðtalið og stendur við það. Í viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað 17 ára bandarískri stúlku, Virginiu Giuffre, á árunum 2001 og 2002. Epstein var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum en mál hans vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að hann átti háttsetta á vini á borð við Andrés prins og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Epstein, sem svipti sig lífi í fangaklefa í New York í ágúst, á að hafa komið prinsinum í kynni við Giuffre sem sakað hefur hann um nauðgun þegar hún var 17 ára. Neitar öllu og getur ekki útskýrt myndina Viðtalsins var beðið með mikilli eftirvæntingu en í því neitaði prinsinn því staðfastlega að hann hefði brotið gegn Giuffre. Kvaðst prinsinn ekki muna eftir því að hafa einhvern tímann hitt hana. Í því samhengi gat hann ekki útskýrt hvernig á því stæði að mynd hefði náðst af þeim saman á sínum tíma sem farið hefur víða í fjölmiðlum. Eins og við var að búast hefur viðtalið vakið gríðarlega athygli. Álitsgjafar hafa keppst við að tjá sig um viðtalið og virðast vera á einu máli um að prinsinn hafi komið illa út úr því. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt prinsinn eftir viðtalið er Dickie Arbiter, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Buckingham-hallar. Hann hefur lýst viðtalinu sem óbærilegu og býst því að viðtalið veki margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar. „Þau munu spyrja sig hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun. Hver ákvað að hann færi í sjónvarpsviðtal? Gerði hann það sjálfur eða leitaði hann ráða hjá öðrum í fjölskyldunni? Ég giska á að hann hafi barið það í gegn að gera þetta og tekið ákvörðunina sjálfur án ráðlegginga frá öðrum,“ sagði Arbiter og bætti við: „Hvaða almanntengill sem er hefði þótt það hræðilegt bara að stinga upp á því að prinsinn færi fyrir framan myndavél til að útskýra gjörðir sínar og vinskap sinn við Epstein.“ Prinsinn sést hér í viðtalinu við Emily Maitlis hjá Newsnight. „Hann hefur alltaf verið hrokafullur“ Jennie Bond, fyrrverandi fréttamaður hjá BBC sem fjallaði um konungsfjölskylduna, sagði að viðtalið hefði minnt hana á frægt viðtal við Díönu prinsessu í Panorama árið 1995. Í viðtalinu ræddi Díana opinskátt um bresku konungsfjölskylduna og hjónaband sitt við Karl Bretaprins. Viðtalið hristi rækilega upp í konungsfjölskyldunni á sínum tíma og miðað við viðbrögðin við viðtali Andrés prins nú má ætla að það geri slíkt hið sama. Þá gagnrýndi Bond prinsinn fyrir að hafa ekki sýnt minnstu iðrun í viðtalinu og Angela Levin, sem ritað hefur ævisögur um meðlimi konungsfjölskyldunnar, sagði hann hafa sýnt af sér hroka. Það væri dæmi um hrokafullt viðhorf að veita innsýn inn í líf sitt sem vinur Epstein. „Hann hefur alltaf verið hrokafullur. Slagorð drottningarinnar er „Ekki kvarta, ekki útskýra.“ Ég held að hún skammist sín mjög í hjarta sínu fyrir þetta. Ég veit að Andrés prins hlustar ekki á ráðgjafa sína og háttsettur starfsmaður í almannatenglateymi hans hætti skyndilega fyrir tveimur vikum. Það gefur til kynna að hann hafi ekki verið samþykkur því að prinsinn væri í þetta viðtal,“ sagði Levin. Það fékkst síðan staðfest að almannatengill sem hafði verið ráðinn til þess að bæta ímynd prinsins hætti eftir aðeins nokkrar vikur í starfi. Þá var hálfur mánuður í að viðtalið yrði sýnt en tengillinn hafði ráðlagt prinsinum frá því að veita viðtal. Virginia Giuffre, konan sem hefur sakað Andrés prins um að nauðga sér þrisvar sinnum þegar hún var 17 ára.vísir/getty Hvetur prinsinn til að ræða við FBI Annar ævisagnahöfundur um konungsfjölskylduna, Catherine Mayer, sagði viðtalið hafa verið hryllilegt því prinsinn hafi ekki minnst einu orði á fórnarlömb Epstein. „Þetta var eins slæmt og ég bjóst við og eiginlega verra. Hann minntist ekki einu orði á þessar konur,“ sagði Mayer. Gloria Allred, lögmaður nokkurra af þeim konum sem hafa kært Epstein fyrir kynferðisbrot þegar þær voru stúlkur, hefur tekið undir þetta. Hún hvatti Andrés prins til þess að ræða við FBI og saksóknara í New York sem hafa mál Epstein enn til rannsóknar. „Andrés prins ákveður að stíga fram fyrir almenning með þessu viðtali og fólk ræður hvort það trúir honum eða ekki. Það sem er mikilvægast í þessu eru fórnarlömbin og það var mjög lítið rætt um þær í þessu viðtali. Þær voru nánast algjörlega hunsaðar,“ sagði Allred. Fengu leiðsögn um höllina eftir viðtalið Þrátt fyrir þessa miklu gagnrýni gefur fátt annað til kynna en að prinsinn hafi verið ánægður með viðtalið. Þannig segir fólk sem stendur honum nærri að hann standi við þá ákvörðun sína að hafa veitt viðtal. Prinsinn hafi viljað ræða málin og gert það af heiðarleika og auðmýkt. Þá er það talið til merkis um að prinsinn hafi verið ánægður með hvernig til tókst að hann bauð fréttamanninum Emily Maitlis, sem tók viðtalið, og öðrum í teymi Newsnight leiðsögn um Buckingham-höll að loknu viðtalinu. Það tók Newsnight hálft ár að landa viðtali við Andrés. Þættinum bauðst fyrst viðtal við hann fyrir sex mánuðum en þá var framleiðendum þáttarins sagt að aðeins mætti ræða við prinsinn um vinnu hans fyrir góðgerðarfélög. Því var hafnað og almannatenglum prinsins gerð grein fyrir því að aðeins yrði rætt við hann ef engin takmörk væru fyrir því hvað hægt væri að spyrja um. Prinsinn með móður sinni Elísabetu Englandsdrottningu.vísir/getty Með leyfi frá mömmu eða ekki? Átti Newsnight ekki von á því að geta nokkurn tímann fengið slíkt viðtal þar til fyrir um mánuði síðan þegar höllin hafði aftur samband. Var þeim skilaboðum komið áleiðis að prinsinn væri til í viðtal án nokkurra takmarkana á því hvað mætti spyrja um. Síðastliðinn mánudag fór Maitlis ásamt fleirum frá Newsnigth til fundar við prinsinn. „Hann vildi vita meira um Newsnight. Þá sagði hann að hann ætlaði að fara með málið lengra upp, maður býst við því að hann hafi ætlað að spyrja mömmu sína. Á þriðjudag komu síðan skilaboð um að hann væri til en að hann vildi gera þetta fljótlega,“ segir Esme Wren, ritstjóri Newsnight. Miðað við orð hennar fékk prinsinn því leyfi frá mömmu, sjálfri drottningunni, til þess að fara í viðtalið. Tvennum sögum fer þó af því hvort hann hafi í raun fengið slíkt leyfi þar sem einnig hefur verið haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan úr Buckhingham-höll að drottningin hafi ekkert haft um málið að segja. Hún var nefnilega ekki látin vita af viðtalinu fyrr en sonur hennar var búinn að samþykkja að fara í það. Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. Álitsgjafar virðast sammála um að prinsinn hafi komið illa út úr viðtalinu og hefur því verið líkt við bílslys og stórslys. Prinsinn er þó sagður ánægður með viðtalið og stendur við það. Í viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað 17 ára bandarískri stúlku, Virginiu Giuffre, á árunum 2001 og 2002. Epstein var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum en mál hans vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að hann átti háttsetta á vini á borð við Andrés prins og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Epstein, sem svipti sig lífi í fangaklefa í New York í ágúst, á að hafa komið prinsinum í kynni við Giuffre sem sakað hefur hann um nauðgun þegar hún var 17 ára. Neitar öllu og getur ekki útskýrt myndina Viðtalsins var beðið með mikilli eftirvæntingu en í því neitaði prinsinn því staðfastlega að hann hefði brotið gegn Giuffre. Kvaðst prinsinn ekki muna eftir því að hafa einhvern tímann hitt hana. Í því samhengi gat hann ekki útskýrt hvernig á því stæði að mynd hefði náðst af þeim saman á sínum tíma sem farið hefur víða í fjölmiðlum. Eins og við var að búast hefur viðtalið vakið gríðarlega athygli. Álitsgjafar hafa keppst við að tjá sig um viðtalið og virðast vera á einu máli um að prinsinn hafi komið illa út úr því. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt prinsinn eftir viðtalið er Dickie Arbiter, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Buckingham-hallar. Hann hefur lýst viðtalinu sem óbærilegu og býst því að viðtalið veki margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar. „Þau munu spyrja sig hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun. Hver ákvað að hann færi í sjónvarpsviðtal? Gerði hann það sjálfur eða leitaði hann ráða hjá öðrum í fjölskyldunni? Ég giska á að hann hafi barið það í gegn að gera þetta og tekið ákvörðunina sjálfur án ráðlegginga frá öðrum,“ sagði Arbiter og bætti við: „Hvaða almanntengill sem er hefði þótt það hræðilegt bara að stinga upp á því að prinsinn færi fyrir framan myndavél til að útskýra gjörðir sínar og vinskap sinn við Epstein.“ Prinsinn sést hér í viðtalinu við Emily Maitlis hjá Newsnight. „Hann hefur alltaf verið hrokafullur“ Jennie Bond, fyrrverandi fréttamaður hjá BBC sem fjallaði um konungsfjölskylduna, sagði að viðtalið hefði minnt hana á frægt viðtal við Díönu prinsessu í Panorama árið 1995. Í viðtalinu ræddi Díana opinskátt um bresku konungsfjölskylduna og hjónaband sitt við Karl Bretaprins. Viðtalið hristi rækilega upp í konungsfjölskyldunni á sínum tíma og miðað við viðbrögðin við viðtali Andrés prins nú má ætla að það geri slíkt hið sama. Þá gagnrýndi Bond prinsinn fyrir að hafa ekki sýnt minnstu iðrun í viðtalinu og Angela Levin, sem ritað hefur ævisögur um meðlimi konungsfjölskyldunnar, sagði hann hafa sýnt af sér hroka. Það væri dæmi um hrokafullt viðhorf að veita innsýn inn í líf sitt sem vinur Epstein. „Hann hefur alltaf verið hrokafullur. Slagorð drottningarinnar er „Ekki kvarta, ekki útskýra.“ Ég held að hún skammist sín mjög í hjarta sínu fyrir þetta. Ég veit að Andrés prins hlustar ekki á ráðgjafa sína og háttsettur starfsmaður í almannatenglateymi hans hætti skyndilega fyrir tveimur vikum. Það gefur til kynna að hann hafi ekki verið samþykkur því að prinsinn væri í þetta viðtal,“ sagði Levin. Það fékkst síðan staðfest að almannatengill sem hafði verið ráðinn til þess að bæta ímynd prinsins hætti eftir aðeins nokkrar vikur í starfi. Þá var hálfur mánuður í að viðtalið yrði sýnt en tengillinn hafði ráðlagt prinsinum frá því að veita viðtal. Virginia Giuffre, konan sem hefur sakað Andrés prins um að nauðga sér þrisvar sinnum þegar hún var 17 ára.vísir/getty Hvetur prinsinn til að ræða við FBI Annar ævisagnahöfundur um konungsfjölskylduna, Catherine Mayer, sagði viðtalið hafa verið hryllilegt því prinsinn hafi ekki minnst einu orði á fórnarlömb Epstein. „Þetta var eins slæmt og ég bjóst við og eiginlega verra. Hann minntist ekki einu orði á þessar konur,“ sagði Mayer. Gloria Allred, lögmaður nokkurra af þeim konum sem hafa kært Epstein fyrir kynferðisbrot þegar þær voru stúlkur, hefur tekið undir þetta. Hún hvatti Andrés prins til þess að ræða við FBI og saksóknara í New York sem hafa mál Epstein enn til rannsóknar. „Andrés prins ákveður að stíga fram fyrir almenning með þessu viðtali og fólk ræður hvort það trúir honum eða ekki. Það sem er mikilvægast í þessu eru fórnarlömbin og það var mjög lítið rætt um þær í þessu viðtali. Þær voru nánast algjörlega hunsaðar,“ sagði Allred. Fengu leiðsögn um höllina eftir viðtalið Þrátt fyrir þessa miklu gagnrýni gefur fátt annað til kynna en að prinsinn hafi verið ánægður með viðtalið. Þannig segir fólk sem stendur honum nærri að hann standi við þá ákvörðun sína að hafa veitt viðtal. Prinsinn hafi viljað ræða málin og gert það af heiðarleika og auðmýkt. Þá er það talið til merkis um að prinsinn hafi verið ánægður með hvernig til tókst að hann bauð fréttamanninum Emily Maitlis, sem tók viðtalið, og öðrum í teymi Newsnight leiðsögn um Buckingham-höll að loknu viðtalinu. Það tók Newsnight hálft ár að landa viðtali við Andrés. Þættinum bauðst fyrst viðtal við hann fyrir sex mánuðum en þá var framleiðendum þáttarins sagt að aðeins mætti ræða við prinsinn um vinnu hans fyrir góðgerðarfélög. Því var hafnað og almannatenglum prinsins gerð grein fyrir því að aðeins yrði rætt við hann ef engin takmörk væru fyrir því hvað hægt væri að spyrja um. Prinsinn með móður sinni Elísabetu Englandsdrottningu.vísir/getty Með leyfi frá mömmu eða ekki? Átti Newsnight ekki von á því að geta nokkurn tímann fengið slíkt viðtal þar til fyrir um mánuði síðan þegar höllin hafði aftur samband. Var þeim skilaboðum komið áleiðis að prinsinn væri til í viðtal án nokkurra takmarkana á því hvað mætti spyrja um. Síðastliðinn mánudag fór Maitlis ásamt fleirum frá Newsnigth til fundar við prinsinn. „Hann vildi vita meira um Newsnight. Þá sagði hann að hann ætlaði að fara með málið lengra upp, maður býst við því að hann hafi ætlað að spyrja mömmu sína. Á þriðjudag komu síðan skilaboð um að hann væri til en að hann vildi gera þetta fljótlega,“ segir Esme Wren, ritstjóri Newsnight. Miðað við orð hennar fékk prinsinn því leyfi frá mömmu, sjálfri drottningunni, til þess að fara í viðtalið. Tvennum sögum fer þó af því hvort hann hafi í raun fengið slíkt leyfi þar sem einnig hefur verið haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan úr Buckhingham-höll að drottningin hafi ekkert haft um málið að segja. Hún var nefnilega ekki látin vita af viðtalinu fyrr en sonur hennar var búinn að samþykkja að fara í það.
Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira