Hvað gerum við nú? Lárus S. Lárusson skrifar 17. nóvember 2019 18:37 Íslenskt samfélag og þjóð hefur ekki verið söm eftir hrunið mikla 2008. Þá gerðist dálítið í sálarlífi þjóðarinnar sem hefur ekki gróið. Skyldi engan undra heldur því skammt hefur verið stórra högga á milli. Eftir hrunið komu Panamaskjölin, svo Landsréttarmálið, þá Klaustursumræðan og nú nýverið Gammamálið og Samherjaskjölin. Á rúmum áratug höfum við séð hulunni svipt af gegndarlausri græðgi, siðleysi og spillingu, við höfum horft upp á hrun fjármálakerfis og samfélagsinnviða og í kjölfar þess hefur þjóðin misst traust sitt til Alþingis, dómstóla, atvinnulífsins og flestra stofnanna samfélagsins. Sá samfélagssáttmáli sem batt þjóðina saman hefur rofnað og enginn náð að hnýta þau vébönd aftur. Það hafa líka verið gerð mörg mistök sem ýtt hafa undir tortryggni þjóðarinnar í garð ráðamanna, mistök sem hafa alið þá trú margra að í landinu búi tvær þjóðir, hin ríka þjóð sem allt er gert fyrir og hefur greiðan aðgang að völdum og auðlindum og svo hin þjóðin, hin fátæka og fáskipta þjóð sem lítið er hlustað á. Önnur þjóðin virðist komast upp með að véla með eignir og fé út um allan heim án ábyrgðar. Í nýlegri bók fyrrverandi seðlabankastjóra Svein Harald Øygard, Í víglínu íslenskra fjármála, furðar hann sig á því að í kjölfar hrunsins hafi ekkert verið gert til þess að leita uppi peninga sem teknir höfðu verði út úr bönkunum og komið fyrir í skattaskjólum erlendis. Slíkt hafi verið gert annars staðar með góðum árangri. Á þetta hafði Eva Joly einnig bent löngu áður. Ærið tilefni er til hjá íslensku þjóðinni að hafa slíkan leitarhóp að störfum ef marka má Panamaskjölin og fleiri uppljóstranir sem litið hafa dagsins ljós. En nei, þannig virkar það ekki á Íslandi. Þeir sem eiga peninga, hvort sem það er illa fengið fé eður ei, fá að halda sínum peningum. Við verðum að horfast í augu við sannleikann. Sannleikurinn gjörir yður frjálsa. Böndum verður ekki komið á spillingu, peningaþvætti, skattaskjól og aðrar birtingarmyndir græðgisvæðingar heimsins nema með samstilltu og sameiginlegu átaki. Þetta er sameiginlegt verkefni rétt eins og jafnrétti, mannréttindi og umhverfisvernd. Hættum að bera blak af því sem upp er komið, með því fæst engin bati. Stjórnvöld verða að hlusta á ákall þjóðarinnar og mæta kröfum hennar. Fyrsta skrefið í því er að viðurkenna nýja stjórnarskrá. Ég segi viðurkenna því stjórnarskrárgjafinn, þjóðin sjálf, er löngu búin að lýsa því yfir að hún vil nýja stjórnarskrá, það er Alþingi og ráðamenn sem hafa ekki viljað viðurkenna eða horfast í augu við vilja stjórnarskrárgjafans. Næsta skref er að tryggja öryggi þeirra sem sprengt hafa kýli samfélagsins, þar er ég að tala um vernd uppljóstrara og sjálfstæði fréttamiðla, sérstaklega rannsóknarfréttastofa. Í þriðja lagi þarf að stórefla eftirlit og rannsókn efnahagsbrota og veita eftirlitsaðilum og rannsakendum skýr og virk lagaúrræði til að rannsaka brot og hafa víðtæk úrræði til inngripa og beitingu viðurlaga. Í fjórða lagi þurfum við að viðurkenna að spilling er til á Íslandi og koma verður upp hlutlausu eftirlitskerfi til þess að takast á við hana. Slíkt eftirlitskerfi þarf að búa yfir ofangreindum eiginleikum, vernd uppljóstrar, inngrips- og rannsóknarúrræði og skýr viðurlög. Í Íslandsklukkunni segir að feitur þjónn sé ekki mikill maður en barður þræll sé mikill maður því í brjósti hans á frelsið heima. Þannig er íslenska þjóðin. Hún vill ekki fitna í þjónustu ranglætisins. Hún er barinn þræll sem ber frelsi og réttlæti í brjósti sér. Slíka þjóð er ekki hægt að hundsa eða leiða hjá sér, slík þjóð nær á endanum réttlætinu fram.Lárus S. Lárusson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag og þjóð hefur ekki verið söm eftir hrunið mikla 2008. Þá gerðist dálítið í sálarlífi þjóðarinnar sem hefur ekki gróið. Skyldi engan undra heldur því skammt hefur verið stórra högga á milli. Eftir hrunið komu Panamaskjölin, svo Landsréttarmálið, þá Klaustursumræðan og nú nýverið Gammamálið og Samherjaskjölin. Á rúmum áratug höfum við séð hulunni svipt af gegndarlausri græðgi, siðleysi og spillingu, við höfum horft upp á hrun fjármálakerfis og samfélagsinnviða og í kjölfar þess hefur þjóðin misst traust sitt til Alþingis, dómstóla, atvinnulífsins og flestra stofnanna samfélagsins. Sá samfélagssáttmáli sem batt þjóðina saman hefur rofnað og enginn náð að hnýta þau vébönd aftur. Það hafa líka verið gerð mörg mistök sem ýtt hafa undir tortryggni þjóðarinnar í garð ráðamanna, mistök sem hafa alið þá trú margra að í landinu búi tvær þjóðir, hin ríka þjóð sem allt er gert fyrir og hefur greiðan aðgang að völdum og auðlindum og svo hin þjóðin, hin fátæka og fáskipta þjóð sem lítið er hlustað á. Önnur þjóðin virðist komast upp með að véla með eignir og fé út um allan heim án ábyrgðar. Í nýlegri bók fyrrverandi seðlabankastjóra Svein Harald Øygard, Í víglínu íslenskra fjármála, furðar hann sig á því að í kjölfar hrunsins hafi ekkert verið gert til þess að leita uppi peninga sem teknir höfðu verði út úr bönkunum og komið fyrir í skattaskjólum erlendis. Slíkt hafi verið gert annars staðar með góðum árangri. Á þetta hafði Eva Joly einnig bent löngu áður. Ærið tilefni er til hjá íslensku þjóðinni að hafa slíkan leitarhóp að störfum ef marka má Panamaskjölin og fleiri uppljóstranir sem litið hafa dagsins ljós. En nei, þannig virkar það ekki á Íslandi. Þeir sem eiga peninga, hvort sem það er illa fengið fé eður ei, fá að halda sínum peningum. Við verðum að horfast í augu við sannleikann. Sannleikurinn gjörir yður frjálsa. Böndum verður ekki komið á spillingu, peningaþvætti, skattaskjól og aðrar birtingarmyndir græðgisvæðingar heimsins nema með samstilltu og sameiginlegu átaki. Þetta er sameiginlegt verkefni rétt eins og jafnrétti, mannréttindi og umhverfisvernd. Hættum að bera blak af því sem upp er komið, með því fæst engin bati. Stjórnvöld verða að hlusta á ákall þjóðarinnar og mæta kröfum hennar. Fyrsta skrefið í því er að viðurkenna nýja stjórnarskrá. Ég segi viðurkenna því stjórnarskrárgjafinn, þjóðin sjálf, er löngu búin að lýsa því yfir að hún vil nýja stjórnarskrá, það er Alþingi og ráðamenn sem hafa ekki viljað viðurkenna eða horfast í augu við vilja stjórnarskrárgjafans. Næsta skref er að tryggja öryggi þeirra sem sprengt hafa kýli samfélagsins, þar er ég að tala um vernd uppljóstrara og sjálfstæði fréttamiðla, sérstaklega rannsóknarfréttastofa. Í þriðja lagi þarf að stórefla eftirlit og rannsókn efnahagsbrota og veita eftirlitsaðilum og rannsakendum skýr og virk lagaúrræði til að rannsaka brot og hafa víðtæk úrræði til inngripa og beitingu viðurlaga. Í fjórða lagi þurfum við að viðurkenna að spilling er til á Íslandi og koma verður upp hlutlausu eftirlitskerfi til þess að takast á við hana. Slíkt eftirlitskerfi þarf að búa yfir ofangreindum eiginleikum, vernd uppljóstrar, inngrips- og rannsóknarúrræði og skýr viðurlög. Í Íslandsklukkunni segir að feitur þjónn sé ekki mikill maður en barður þræll sé mikill maður því í brjósti hans á frelsið heima. Þannig er íslenska þjóðin. Hún vill ekki fitna í þjónustu ranglætisins. Hún er barinn þræll sem ber frelsi og réttlæti í brjósti sér. Slíka þjóð er ekki hægt að hundsa eða leiða hjá sér, slík þjóð nær á endanum réttlætinu fram.Lárus S. Lárusson
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar